Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 79
MENNING 79
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015
Money Makes the Worldgo Around“ var sungiðí söngleiknum Kaba-rett á sínum tíma eða
eins og Veturliði Guðnason íslensk-
aði textann: „Í peningum býr aflið
til alls“. Þessi sönglína kom upp í
hugann undir lok sýningar Þjóðleik-
hússins á [um það bil] eftir
sænska leikskáldið Jonas Hassen
Khemiri, í ágætri þýðingu Eiríks
Arnar Norðdahl. Öll erum við, sem
búum í kapítalísku samfélagi, neydd
til að hugsa um peninga hvort sem
við viljum eða ekki. Flest okkar
þurfa að þræla stærstan hluta æv-
innar til að hafa efni á þaki yfir höf-
uðið og mat á diskinn. Þeir sem
eiga enga peninga þurfa að svelta,
búa í heilsuspillandi húsnæði, hafa
ekki efni á viðeigandi heilbrigðis-
þjónustu eða menningarviðburðum
sem auðga andann. Þó peningar
geti auðvitað aldrei keypt manni
hamingju þá geta þeir gert lífsbar-
áttuna auðveldari og jafnvel bjarg-
að lífi. Það er ekkert göfugt,
skemmtilegt eða fallegt við fátækt,
eins og ein persóna verksins segir
og bætir síðan við: „Hún er engin
hetjudáð, mann verkjar undan fá-
tæktinni, hún þaggar niður í manni
og maður skammast sín fyrir hana.“
Eins og fram hefur komið skrif-
aði Jonas Hassen Khemiri leikritið
[um það bil] að beiðni Dramaten-
leikhússins í Stokkhólmi þar sem
það var frumsýnt fyrir rétt rúmu
ári. Leikritið átti að fjalla um
Frankenstein, ófreskjuna sem Mary
Shelley gaf líf með skrifum sínum,
en vinnan leiddi Khemiri í aðra átt.
Í stað þess að skrifa um Franken-
stein beindi Khemiri, að eigin sögn,
sjónum sínum að öðru skrímsli, þ.e.
kapítalismanum. Fyrirbæri sem
eiga, að mati höfundar, það sameig-
inlegt að vera manngerð skrímsli
sem skaparinn hefur misst stjórn á.
Í viðtali við sænska dagblaðið Dag-
ens nyheter er haft eftir leikskáld-
inu að hann fordæmi ekki fólk sem
drifið er áfram af peningum „því ég
veit hversu sterkur sá drifkraftur
getur verið. Draumurinn um að öðl-
ast frelsi með neyslunni.“
Leikritið byggist að stærstum
hluta á frásögnum fjögurra persóna
sem deila vonum sínum og sorgum
með áhorfendum. Nær allar eiga
þær það sameiginlegt að hafa
áhyggjur af peningum, enda þýðir
ekki að afneita áhrifum kapítal-
ismanns á líf okkar – ekkert frekar
en við getum afneitað hinum efnis-
lega heimi.
Áhorfendur fá að kynnast Mána
(Stefán Hallur Stefánsson), dokt-
orsnema í hagsögu sem vinnur að
útópískri ritgerð sem ætlað er að
tortíma kapítalismanum innanfrá.
Sambýliskona hans, Margrét (Þor-
björg Helga Þorgilsdóttir Dýr-
fjörð), er af ríku fólki komin en hef-
ur valið að standa á eigin fótum.
Hana dreymir um að reka sjálfbært
bóndabýli. Andrej (Snorri Engil-
bertsson) er ungur strákur af er-
lendum ættum með óframberanlegt
eftirnafn sem er honum fjötur um
fót í atvinnuleit. Loks er það Freyja
(Guðrún Snæfríður Gísladóttir) sem
orðið hefur vitni að atburðum sem
ekki má segja of mikið um til að
eyðileggja ekki fyrir væntanlegum
áhorfendum. Sögurnar fjórar tengj-
ast með áhugaverðum hætti, en inn
í jöfnuna blandast útigangsmað-
urinn Pétur (Þröstur Leó Gunn-
arsson). Leikarar tala mikið beint
til áhorfenda og sambandið við sal-
inn er sterkt. Eintölin eru brotin
upp með stuttum samtölum við aðr-
ar persónur verksins, sem samtals
eru rúmlega tuttugu, auk þess sem
kröftug dans- og hópatriði eru not-
uð til að skipta um takt í sýningunni
og koma í veg fyrir að eintölin verði
eintóna.
Þrátt fyrir alvarlegt umfjöllunar-
efni er [um það bil] bráðfyndin
sýning, enda margsannað að hlát-
urinn er besta leiðin að hjarta
áhorfenda. Húmorinn liggur að
hluta til í textanum, en ekki síður í
nálgun leikstjórans. Hér sýnir Una
Þorleifsdóttir enn og aftur hversu
hugmyndarík og flink hún er. Undir
hennar stjórn virðast leikarar
hreinlega blómstra, því áberandi er
í sýningum hennar hversu góður
leikurinn er heilt yfir. Einnig tekst
henni afar vel að vinna gegn þeirri
melódramatík sem í verkinu liggur.
Stefán Hallur var frábær Máni
og spilaði á mýkri tóna en undir-
rituð hefur séð til hans áður, með
afar áhrifaríkum hætti. Honum
tókst hreinlega að sýna áhorfendum
inn í kvikuna á sér. Snorri var góð-
ur í hlutverki Andrej og kom vax-
andi vonleysi hans vel til skila.
Þröstur Leó var kostulegur sem
Pétur og náði afar góðu sambandi
við salinn í eymd sinni. Guðrún var
góð í hlutverki markþjálfa Mar-
grétar og skilaði hlutverki Freyju
af ógnvænlegri einlægni með
skemmtilegri raddbeitingu. Þor-
björg Helga var fín Margrét, en
hefði að ósekju mátt gefa aðeins
meira af sér, t.d. með skýrara augn-
sambandi við áhorfendur. Katrín
Halldóra Sigurðardóttir er gaman-
leikari af guðs náð því hún hefur
frábært vald á kómískum tímasetn-
ingum auk þess sem hún hefur góða
söngrödd. Hún brá sér í fjögur ólík
hlutverk, þar á meðal sem innri
rödd Margrétar, og gerði vel. Odd-
ur Júlíusson brá sér í hvorki fleiri
né færri en sjö hlutverk, allt frá 13
ára strák í samtímanum til virðu-
legs súkkulaðiframleiðanda frá 19.
öld. Líkt og Katrín hefur Oddur
verulega gott vald á kómískum
tímasetningum sem skilaði sér mjög
vel t.d. í hlutverki hins ofurhressa
en um leið ögn ógnvænlega hlémæl-
is.
Leikmynd Evu Signýjar Berger
er einföld og stílhrein. Leikrýmið er
klætt skjannahvítum flísum með
þrennum földum dyrum sem auð-
veldlega má smeygja sér inn og út
um auk þess sem tröppur hægra
megin á sviðinu minna á tröppur á
neðanjarðarlestarstöð eða í
verslunarmiðstöð. Hvíti liturinn vís-
ar með snjöllum hætti annars vegar
í dauðhreinsað umhverfi þar sem
ekki er pláss fyrir skítuga fátæk-
linga og hins vegar í sakleysislegan
heim himnaríkis. Efst á hvítum
bakveggnum úir og grúir af neon-
ljósaskiltum sem birta áhorfendum
alls kyns tölur og hagfræðiformúlur
auk þess sem kunnugleg heiti úr
viðskiptalífinu fá að fljóta með, eins
og t.d. Nasdaq. Nær engir leik-
munir eru nýttir í sýningunni, enda
iðulega aðeins talað um hluti og
þeir ekki sýndir í leik. Ekkert er á
sviðinu nema átta appelsínugulir
stólar gerðir úr plexígleri sem
minna í formi sínu á línurit. Bún-
ingar Evu Signýjar eru flestir lát-
lausir, en þjóna persónum vel.
Tónlist Gísla Galdurs Þorgeirs-
sonar og hljóðmynd hans í sam-
vinnu við Kristin Gauta Einarsson
er áhrifarík í einfaldleika sínum.
Iðulega heyrast áhrifshljóðin aðeins
veikt í bakgrunni, en magna með
áhorfendum réttu stemninguna.
Lýsing Halldórs Arnar Óskars-
sonar þjónar sýningunni vel.
Þjóðleikhúsið á hrós skilið fyrir
að bjóða leikhúsáhorfendum upp á
spennandi samtímaleikrit sem talar
sterkt inn í íslenskt samfélag.
[um það bil] felur í sér beitta ádeilu
á samfélag þar sem settur er verð-
miði á allt, hvort heldur er hluti eða
mannleg samskipti, samfélag þar
sem þáttastjórnendur sjá ekkert at-
hugavert við að „keppt sé í fátækt“,
líkt og ónefnd útvarpsstöð bauð upp
á í aðdraganda jóla. Það felst ætíð
ákveðin áhætta í því að veðja á ný
verk, en að þessu sinni borgaði sú
áhætta sig.
Frelsi með neyslunni
Ljósmynd/Eddi
Áhætta „Það felst ætíð ákveðin áhætta í því að veðja á ný verk, en að þessu
sinni borgaði sú áhætta sig,“ segir í rýni um [um það bil] í Kassanum.
Þjóðleikhúsið
[um það bil] bbbbn
Eftir Jonas Hassen Khemiri. Íslensk
þýðing: Eiríkur Örn Norðdahl. Leik-
stjórn: Una Þorleifsdóttir. Dramatúrg:
Símon Birgisson. Leikmynd og bún-
ingar: Eva Signý Berger. Lýsing: Halldór
Örn Óskarsson. Tónlist: Gísli Galdur
Þorgeirsson. Hljóðmynd: Gísli Galdur
Þorgeirsson og Kristinn Gauti Einars-
son. Dansatriði: Selma og Birna Björns-
dætur. Leikarar: Guðrún Snæfríður
Gísladóttir, Katrín Halldóra Sigurðar-
dóttir, Oddur Júlíusson, Snorri Engil-
bertsson, Stefán Hallur Stefánsson,
Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir Dýrfjörð
og Þröstur Leó Gunnarsson. Frumsýn-
ing í Kassanum í Þjóðleikhúsinu þriðju-
daginn 29. desember 2015.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST
Gleðilegt leikhúsár!
Njála (Stóra sviðið)
Lau 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 13/1 kl. 20:00 7.k Sun 24/1 kl. 20:00 11.k
Sun 3/1 kl. 20:00 3.k Fim 14/1 kl. 20:00 8.k Fim 28/1 kl. 20:00
Mið 6/1 kl. 20:00 4.k Sun 17/1 kl. 20:00 9.k Sun 31/1 kl. 20:00
Fim 7/1 kl. 20:00 5.k Mið 20/1 kl. 20:00 10.k
Sun 10/1 kl. 20:00 6.k Fim 21/1 kl. 20:00 aukas.
Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu
Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Nýja sviðið)
Fös 15/1 kl. 20:00 Frums. Sun 24/1 kl. 20:00 6.k Fös 5/2 kl. 20:00 11.k
Lau 16/1 kl. 20:00 2.k Fim 28/1 kl. 20:00 7.k Lau 6/2 kl. 20:00 12.k
Sun 17/1 kl. 20:00 3.k Fös 29/1 kl. 20:00 8.k Sun 7/2 kl. 20:00 aukas.
Fim 21/1 kl. 20:00 4.k Lau 30/1 kl. 20:00 aukas. Fim 11/2 kl. 20:00 13.k
Fös 22/1 kl. 20:00 aukas. Sun 31/1 kl. 20:00 9.k
Lau 23/1 kl. 20:00 5.k Fim 4/2 kl. 20:00 10.k
Margverðlaunað meistarastykki
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fös 8/1 kl. 19:00 Fös 15/1 kl. 19:00 Fös 22/1 kl. 19:00
Lau 9/1 kl. 19:00 Lau 16/1 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - sýningum lýkur í janúar
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 3/1 kl. 13:00 Sun 10/1 kl. 13:00
Sýningum lýkur í janúar
Flóð (Litla sviðið)
Fim 21/1 kl. 20:00 Frums. Mið 27/1 kl. 20:00 3.k. Sun 31/1 kl. 20:00 5.k
Sun 24/1 kl. 20:00 2 k. Fim 28/1 kl. 20:00 4.k. Mið 3/2 kl. 20:00 6.k
Nýtt íslenskt verk um snjóflóðið á Flateyri
Sókrates (Litla sviðið)
Sun 10/1 kl. 20:00 Sun 17/1 kl. 20:00
Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina
Vegbúar (Litla sviðið)
Lau 9/1 kl. 20:00 Fös 15/1 kl. 20:00 Lau 16/1 kl. 20:00
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 8/1 kl. 20:00 Lau 23/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 20:00
Kenneth Máni stelur senunni
TJARNARGÖTU 12, 101 REYKJAVÍK SÍMI 527 2100 TJARNARBIO.IS
Frami (Salur)
Lau 9/1 kl. 20:30 Fös 15/1 kl. 20:30 Fös 22/1 kl. 20:30
Predator (Salur)
Mið 13/1 kl. 21:00
Lífið (Salur)
Sun 17/1 kl. 13:00 Sun 7/2 kl. 13:00
Sun 24/1 kl. 13:00 Sun 21/2 kl. 13:00
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
DAVID FARR
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn Fös 12/2 kl. 19:30 47.sýn
Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn Lau 13/2 kl. 19:30 48.sýn
Sun 10/1 kl. 19:30 41.sýn Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn Sun 21/2 kl. 19:30 49.sýn
Fim 14/1 kl. 19:30 42.sýn Fös 5/2 kl. 19:30 46.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)
Sun 3/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 16/1 kl. 19:30 6.sýn Sun 7/2 kl. 19:30 9.sýn
Fös 8/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 7.sýn Sun 14/2 kl. 19:30 10.sýn
Lau 9/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 31/1 kl. 19:30 8.sýn
Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar
Um það bil (Kassinn)
Sun 3/1 kl. 19:30 2.sýn Fös 15/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 22/1 kl. 19:30 8.sýn
Fös 8/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 6.sýn
Lau 9/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 21/1 kl. 19:30 7.sýn
Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í se
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)
Fim 7/1 kl. 19:30 12. sýn Fös 15/1 kl. 22:30 13.sýn
Mið 13/1 kl. 19:30 aukasýn Fim 21/1 kl. 19:30 15.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)
Lau 23/1 kl. 13:00 Frums. Lau 6/2 kl. 13:00 4.sýn Sun 7/2 kl. 13:00 6.sýn
Sun 31/1 kl. 13:00 3.sýn Lau 6/2 kl. 16:00 5.sýn
Eldfjörug barnasýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!
Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)
Sun 10/1 kl. 14:00 aukasýn Sun 17/1 kl. 14:00 aukasýn
Sun 10/1 kl. 16:00 aukasýn Sun 17/1 kl. 16:00 aukasýn
Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu
Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari)
Fös 8/1 kl. 20:00 Frums. Lau 9/1 kl. 22:30 3.sýn
Lau 9/1 kl. 20:00 2.sýn Fim 14/1 kl. 20:00 4.sýn
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!