Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Komur skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur á þessu ári voru alls 108, borið saman við 90 árið 2014. Aukningin á milli ára er 20% en fjöldi farþega stóð hins vegar í stað, var um 100 þúsund. Ræðst það af því að færri stór skip komu í sumar en áður, á meðan minni skipum, svokölluðum leiðangursskipum, hef- ur fjölgað. Í 15 höfnum innan samtakanna Cruise Iceland, sem frá árinu 2005 hafa unnið sameiginlega að mark- aðssetningu á Íslandi sem við- komustað skemmtferðaskipa, voru 436 skipakomur á árinu. Um borð í öllum þessum skipum voru um 290 þúsund farþegar. Skipakomurnar voru 305 í höfnum landsins 2014 þannig að aukningin á milli ára er um 43% á landsvísu. Meiri tekjur skapast Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir þennan mark- að sveiflukenndan og taka breyt- ingum jafnvel ár frá ári. Á þessu ári hafi 30 skip skipt um farþega í Reykjavík, eða margfalt fleiri en áð- ur, og þá alls 27 minni skip lagst að bryggju, svonefnd leiðangursskip (e. expedition cruises), með 100-300 farþega hvert skip. Eitt þeirra var Ocean Diamond, sem íslenskt fyrir- tæki tók á leigu og sigldi með far- þega hringinn í kringum landið. Alls voru 9 slíkar hringferðir farnar og tókust framar vonum. Verður Ocean Diamond áfram í siglingum kringum landið a.m.k. næstu tvö sumur. Þá segir Ágúst ánægjulega viðbót felast í því að 23 skip höfðu viðkomu í Reykjavík yfir nótt og stoppuðu hér í tvo daga. „Við höfum verið að vinna í að fá fleiri svona skipakomur, þannig að meiri tekjur skapist í landi. Skipin taka hér kost og olíu og þetta er einnig að skapa tekjur fyrir flug- félög og hótel,“ segir Ágúst en á síðasta ári er talið að komur skemmtiferðaskipa til landsins hafi skilað um sex milljörðum króna í þjóðarbúið. Má búast við að sú upp- hæð verði eitthvað hærri í ár. Ágúst segir ekki mörg skipafélög standa í útgerð þessara skipa. Nú sé komin aukin samkeppni frá Kína og sömuleiðis sókn í ferðir til Kúbu eftir að Bandaríkin afléttu þar við- skiptabanni. Þetta geti verið skýr- ing á því að færri stór skip komu til landsins í ár og farþegafjöldinn í Reykjavík stóð í stað. „Það er eilífð- arverkefni að halda merki Íslands á lofti í þessu. Það hefur ekki alltaf verið vöxtur. Næsta ár lítur ágæt- lega út en árið 2017 enn betur, þó eru stóru skipin að koma aftur til okkar,“ segir Ágúst en árið 2016 hafa 109 skip boðað komu sína, með alls um 104 þúsund farþega. Nú þegar hafa 88 skip boðað sig árið 2017 og farþegafjöldinn á þeim um 98 þúsund. Ágúst segir minni skipin vanta inní þá tölu, enda bóki þau sig með skemmri fyrirvara. Tímabilið hefur lengst Sú breyting hefur einnig orðið í þessum bransa að tímabilið hefur lengst. Nú koma fyrstu skipin að jafnaði í mars og þau síðustu í lok október. Þannig verður það bæði 2016 og 2017, að sögn Ágústs. Frá því að hann hóf störf hjá Reykjavíkurhöfn árið 1992 hefur margt breyst. Það ár komu 26 skemmtiferðaskip til Reykjavíkur með tæplega 12 þúsund farþega. Að meðaltali voru 452 farþegar um borð en sú tala var komin upp í 1.152 farþega árið 2014. Lækkaði meðaltalið í 927 farþega á þessu ári. „Það hefur margt breyst á þess- um tíma, sem hefur verið mjög skemmtilegur,“ segir Ágúst, sem lætur af störfum hjá Faxaflóa- höfnum eftir áramótin sökum ald- urs. „Fyrst þegar ég byrjaði snerist starfið einnig mikið um að fá hingað erlend fiskiskip en með tímanum hefur þetta þróast út í skemmti- ferðaskipin. Þó að þetta hafi gengið vel til þessa þá þarf að halda áfram að horfa vel fram í tímann. Næsta stóra verkefnið hjá Faxaflóahöfnum er að bæta aðstöðuna í landi fyrir farþegana. Ef vöxturinn heldur svona áfram þá þarf að skapa meira skjól fyrir farþegana þegar þeir koma í land eða bíða eftir því að komast um borð. Mikil aukning í minni höfnum Auk starfa sinna hjá Faxaflóa- höfnum hefur Ágúst einnig unnið fyrir samtökin Cruise Iceland, og verið stjórnarformaður þeirra alveg síðan þau voru stofnuð fyrir tíu ár- um. Einnig sat hann lengi í stjórn Cruise Europe og gaf út og ritstýrði fréttabréfi þeirra samtaka í 15 ár. „Það getur verið þröngt svið að markaðssetja Reykjavík eingöngu, við höfum einnig hag af því að markaðssetja Ísland í heild sinni. Það er ánægjulegt að sjá hve skipin eru farin að stoppa á mörgum stöð- um um allt land,“ segir hann en skipakomur eftir höfnum sjást nán- ar á meðfylgjandi súluriti. Þar varð aukning á nær öllum stöðum frá síð- asta ári en Ágúst bendir sérstak- lega á staði eins og Siglufjörð, Seyðisfjörð, Ísafjörð, Grímsey og Húsavík, þar sem aukningin hafi verið hvað mest. Þá hafi Stykkis- hólmur komið sterkur inn á mark- aðinn á þessu ári. Líflegt við gömlu höfnina Ágúst segir fleiri þætti starfsins hafa breyst síðustu 20 árin eða svo, ekki aðeins varðandi skemmti- ferðaskipin. Nefnir hann þar sér- staklega gömlu höfnina við Slippinn og grænu verbúðirnar. „Þegar ég byrjaði fyrir rúmum 20 árum voru verbúðirnar í fullri notkun og hvala- skoðun varla byrjuð. Núna er starf- semin þarna orðin virkilega lífleg, hafnsækin ferðaþjónusta er orðin að stórri atvinnugrein,“ segir Ágúst og bendir á að um 117 þúsund farþegar fóru í hvalaskoðun frá Reykjavík árið 2014, og eru þá ótaldir þeir ferðamenn sem fóru á sjóstöng, í lundaskoðunarferðir og norður- ljósaferðir. „Það hefur verið gaman að fylgj- ast með þessari þróun og verður vonandi áfram þegar ég kemst á eftirlaun og fylgist með mannlíf- inu við höfnina,“ segir Ágúst að endingu, léttur í bragði, en hann segist hafa nóg við að vera þegar starfsdegi- num lýkur. „Maður dundar í sumarbústaðn- um, ég fer á skak á bátn- um mínum og spila tennis, sem mér finnst mest gam- an.“ Skemmtiskipin dreifa sér víðar  Komum skemmtiferðaskipa í hafnir landsins fjölgaði um 43% á þessu ári  436 skipakomur í 15 höfnum  Fleiri skip skipta um farþega hér og stoppa yfir nótt  Bókanir líta vel út 2016 og 2017 Komur skemmtiferðaskipa til hafna Cruise Iceland Heimild: Cruise Iceland. 120 100 80 60 40 20 0 Re yk jav ík Ha fna rfj örð ur Ísa fjö rðu r Gr ím sey Esk ifjö rðu r Gr un da rfj örð ur Sig luf jör ðu r Alls 305 skipakomur árið 2014, en 436 árið 2015. Aukningin er43% á milli ára. Hú sav ík Djú piv og ur Ve stu rby gg ð (Pa tre ksf jör ðu r) Ak ure yri Se yð isf jör ðu r Hö fn Ve stm an na eyj ar Sty kk ish ólm ur 2014 2015 Ágúst Ágústsson hóf störf hjá Reykjavíkurhöfn árið 1992 sem hagfræðingur á fjárhags- deild. Um tveimur árum síðar hóf hann afskipti af markaðs- málum hafnarinnar og þá jafnt fyrir fiskiskip sem skemmtiferðaskip. Faxaflóa- hafnir tóku til starfa 2004 eftir samningu hafna í eigu sveitarfélaga við norð- anverðan Faxaflóa. Með aukn- um fjölda ferðamanna á seinni árum hefur starfið að mestu snúist um markaðs- setningu fyrir skemmti- ferðaskip. Ágúst mun fylgja arftaka sínum, Ernu Kristjánsdóttur, úr hlaði og starfa með henni fram í mars á komandi ári. Erna mun taka við sem markaðs- og gæða- stjóri Faxaflóahafna en fyrirtækið er að inn- leiða nýja gæðastaðla til að starfa eftir. Arftakanum fylgt úr hlaði ÁGÚST AÐ HÆTTA Ágúst Ágústsson Morgunblaðið/Styrmir Kári Skemmtiferðaskip Stærsta skipið sem kom til Reykjavíkur og fleiri hafna sl. sumar var Msc Splendida, nærri 138 þúsund brúttótonn að stærð. Hrein jógúrt Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt! • Engin aukefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Ánmanngerðra transfitusýra biobu.is - Lífrænar mjólkurvörur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.