Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar auðvitað tíma, bæði í vinnslu afurð- anna og markaðssetningu. Auk heimavinnslunnar eru þau með heimagistingu og leigðu tvö her- bergi út í sumar. Þau fá mikið af bændafólki frá öðrum þjóðlöndum sem vilja gista á sveitabæ. Með þessu fólki sem gistir fá þau sér alltaf morg- unmat og þá er margt spjallað og víða komið við. Þessir gestir vilja fara í fjós, sjá sauðburð og jafnvel fara í réttir. Ari segir að þau hafi upplifað mikið þakklæti og kynnst mjög miklu í sambandi við kúabúskap o.fl. sem tengist landbúnaði í öðrum löndum í gegnum þessa erlendu ferðamenn. „Árið 2015 hefur verið mjög gott framleiðsluár hjá okkur en við ætlum að reyna að auka töluvert við fram- leiðsluna. Það er lífsspursmál fyrir okkur að við náum góðu ári 2016,“ segir Ari og er bjartsýnn á fram- haldið. „Mér líst ekkert svo illa á drögin á nýja búvörusamningunum, en bænd- ur eru hagsmunahópur og þeir þurfa að tala meira saman sín á milli. Þeir þurfa að bera saman bækur sínar og hittast meira m.a. til þess að ræða skuldamálin. Margir eru með miklar skuldir og við kúabændur erum kýr bankanna, ef má orða það svo, því bankarnir græða á skuldugu bænd- unum.“ Íslenska kýrin verðmæt Ari og Freydís eru sammála um að íslenska kýrin sé ákveðið verðmæti fyrir þjóðina. Því hafa þau kynnst í gegnum útlendingana sem hafa sótt þau heim. Þau hafa bæði mjög gaman af fjölbreytninni í kúalitunum, en auðvitað er íslenska kýrin mjög lítil sé miðað við önnur kúakyn. Þau segjast alltaf vera að læra eitt- hvað nýtt og þau eru ánægð að vera saman heima og vera í fjósinu sem er mjög ánægjulegur vinnustaður í huga þeirra. Þau bregða sér þó aðeins af bæ og eru þá með afleysingu sem þau treysta 100%. „Kusur eru æði, “segir Freydís og hlær, en þau hjónin sjá ekki eftir því að hafa haslað sér völl í kúabúskapn- um og þau hlakka til að takast á við mörg krefjandi verkefni á nýja árinu. Fjósið er ánægjulegur vinnustaður  Kýr eru skemmtilegar, hafa mikinn karakter og eru ólíkar segir bóndi á Miðhvammi í Aðaldal  Íslenska kýrin er ákveðið verðmæti fyrir þjóðina og vekur athygli erlendra gesta Morgunblaðið/Atli Vigfússon Ungir bændur Ari Heiðmann Jósavinsson og Freydís Anna Ingvarsdóttir, bændur í Miðhvammi. Fjósið er í baksýn. Fjörkálfur Alltaf gerist eitthvað skemmtilegt í fjósinu. Kálfurinn á rúllunni er fjörkálfur sem er í uppáhaldi hjá bændunum í Miðhvammi. VIÐTAL Atli Vigfússon Laxamýri „Mér finnst kýr æðislegar og ég sé rómantíkina í því að vera í kringum þær. Þær eru skemmtilegar og hafa mikinn karakter. Allar eru þær mjög ólíkar og það er hægt að lýsa hverri og einni fyrir sig sem sérstakri per- sónu. Ég hef gaman af þessu starfi.“ Þetta segir Freydís Anna Ingvars- dóttir, bóndi og sjúkraliði í Mið- hvammi í Aðaldal, en hún og maður hennar Ari Heiðmann Jósavinsson keyptu jörðina fyrir tæpum fjórum árum. Þau hófu kúabúskap o.fl. en á staðnum var fyrir stórt fjós sem þau gátu byrjað í og hafa á þessum fáu ár- um stækkað mikið við sig. Nú eru gripirnir orðnir 120 talsins, þar af yfir 40 mjólkandi kýr og það stefnir í að enn fjölgi. „Við vinnum vel saman í fjósinu og þá ganga hlutirnir vel fyrir sig,“ segir Freydís en með búskapnum er hún í 50% starfi á dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík og keyrir á milli. „Við bjuggum áður á Akureyri og sáum í því ákveðin tækifæri að flytjast hing- að í Aðaldal og hefja búskap. Ég hafði ekki áður verið í sveit en mér líður vel hérna og það er gott fólk í nágrenn- inu,“ segir Freydís sem er ánægð með að ala börnin upp í þessu um- hverfi. Ari segir að þau hafi ekki sést svo mikið á Akureyri þegar þau bjuggu þar. Þau hafi verið í sitt hvorri vinnunni og börnin hafi verið í pössun hjá öðrum. Fjölskyldan hittist miklu meira nú og það sé mjög gefandi. Hann segist líka hafa séð ákveðið tækifæri í því að vera matvælafram- leiðandi og þrátt fyrir miklar skuldir þá finnst þeim að þau hafi það betra heldur en þau höfðu það í þéttbýlinu. Með margt í takinu Ari og Freydís eru ekki bara með nautgripi því þau eiga einnig 50 kind- ur og hafa byrjað í heimavinnslu af- urða. Þau eru með leyfi fyrir bæði kindakjöti og nautgripakjöti í tengslum við Matarskemmuna á Laugum í Reykjadal, en þar er við- urkennd aðstaða til matvælavinnslu. Það er ekkert í mjög stórum stíl en þau segjast gjarnan myndu vilja selja meira af kjöti sjálf en til þess þarf Á nýársnótt verða margir hlutir undarlegir, samkvæmt þjóðsög- um Jóns Árnasonar. Það er eitt að kýr mæla þá mannamál. Einu sinni lá maður úti í fjósi á nýársnótt til þess að heyra hvað kýrnar töluðu. Hann heyrir þá að ein kýrin segir: „Mál er að mæla.“ Þá seg- ir önnur: „Maður er í fjósi.“ „Hann skulum við æra,“ segir þriðja kýrin. „Áður en kemur ljósið,“ segir hin fjórða. Frá þessu gat mað- urinn sagt morguninn eftir, en ekki fleiru því kýrnar höfðu ært hann. Mál að mæla NÝÁRSNÓTTIN Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ónákvæmni gætti í umfjöllun Morg- unblaðsins í gær um laun banka- stjóra Lands- bankans. Þar kom fram að heildarlaun hans hefðu með úrskurði kjara- ráðs verið ákvörðuð 1.158.614 kr. eftir 1.3. 2010. Síðan var sagt að launin hefðu hækkað í 1.384.307 kr. með úrskurði 29.6. 2013, afturvirkt til 1.6. 2012 og að kjararáð hefði svo hækkað launin í þriðja sinn 17. þessa mánaðar í 1.949.691 kr., afturvirkt til 1. desem- ber sl. Við þessa framsetningu var eingöngu horft til sérstakra úr- skurða kjararáðs um laun banka- stjórans. Fulltrúi kjararáðs baðst undan viðtali og formaður ráðsins svaraði ekki beiðni um viðtal í fyrra- dag, þegar fréttin var unnin. Í fréttinni var ekki tekið sérstak- lega fram að kjararáð hefur undan- farin ár tekið ákvörðun um almenna hækkun launa þeirra embættis- manna, sem ákvörðunarvald ráðsins nær til. Þær hækkanir voru í tímaröð 4,9% hinn 1.6. 2011, 3,5% hinn 1.3. 2012 og 3,25% hinn 1.3. 2013. Kjararáð ákvað sem fyrr segir í júní 2013 að laun bankastjórans skyldu vera 1.384.307 kr. Launin hækkuðu um 3,2% Hinn 1.12. 2014 hækkuðu öll laun sem heyra undir kjararáð um 3,2% og þar með urðu laun bankastjóra 1.431.365 kr., afturvirkt til 1.2. 2014. Í nóvember sl. hækkaði kjararáð aft- ur laun allra sem undir það heyra með almennri hækkun um 9,3%, aft- urvirkt til 1.3. 2015. Þar með urðu heildarlaun banka- stjóra 1.564.482 kr. Hækkun heildar- launa með síðasta sérúrskurði kjara- ráðs, úr 1.564.482 kr. í 1.949.691 kr. nemur því um 25% en ekki 41%. Þetta gerðist með tveimur hækkun- um, þ.e. almennri hækkun í nóvem- ber á þessu ári og með síðasta sér- úrskurði í desember. Á hinn bóginn hafa laun bankastjórans hækkað um 41% frá síðasta sérstaka úrskurði ráðsins um laun hans í júní 2013. Steinþór Pálsson var ráðinn banka- stjóri bankans í maí 2010. Hafa hækkað í fleiri skrefum  Bankastjóri fékk almennar hækkanir Steinþór Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.