Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 52
52 STJÓRNMÁL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Á árinu 2015 vorum við enn minnt á að vandamál heimsins eru okkar vandamál. Árið hófst og því lauk á hryðjuverkaárásum í París þar sem fjöldi almennra borgara lét lífið. Fordæmalaus flótta- mannastraumur hefur reynt á opin innri landa- mæri Evrópu og þanþol Schengen-samstarfsins. Þá hefur ofuráhersla Þýskalands og stofnana Evrópusambandsins á niðurskurð ríkisútgjalda í öðrum evruríkjum eftir fjármála- kreppuna ýtt undir pólitískan óstöðugleika þar og grafið undan hófsömum stjórnmálaöflum. Afleiðingin er uppgangur öfgaafla sem næra ótta við alþjóðasamvinnu og ala á togstreitu milli trúarbragða og óvild í garð útlendinga, þótt við höfum sem betur fer hingað til sloppið við þá óáran að mestu. Það er eðlilegt við þessar aðstæður að fólk spyrji sig hvort sú umgjörð frelsis, mannréttinda, frjálsra viðskipta og alþjóða- samvinnu sem við höfum búið okkur hér á landi og í Evrópu hafi brugðist. Svar okkar jafnaðarmanna er neitandi. Við eigum að mæta þessum erfiðu úrlausnarefnum með þá samstöðu að leiðarljósi sem hefur tryggt velsæld, mannréttindi og frið í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Ekkert af því er sjálfgefið, hvorki fyrir okkur né aðra. Willy Brandt sagði einu sinni: Frið- ur er ekki allt, en allt er einskis virði án friðar. Það er rétt. Bregðumst við vandanum Það þarf að læra margt af röngum áherslum undanfarinna ára. Ríki heims hefðu getað tekið fyrr á flóttamannavand- anum. Veitt fé til mannúðaraðstoðar í nágrannaríkjum Sýr- lands og skipulagt kerfi fyrir móttöku flóttafólks, sem hefði veitt fólki raunverulega lífsvon og komið í veg fyrir að fólk hætti lífi sínu og barna sinna á manndrápsfleytum á Miðjarð- arhafinu. Nú þarf að bregðast við með öflugra landamæraeft- irlit á ytri landamærum Evrópu og stuðningi við nágrannaríki Sýrlands. Því þarf jafnframt að fylgja stefna um að hleypa flóttafólki til Evrópu eftir löglegum leiðum og þá verða öll ríki að leggja af mörkum. Íslensk stjórnvöld eru meðal margra annarra sem aðeins tóku við sér eftir að allt var komið í óefni og bjóða þá fram lausnir sem engan veginn duga. Glíman við loftslagsvandann er sama marki brennd. Hún vinnst ekki nema allir leggi af mörkum, en viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa einkennst af hálfvelgju, undanbrögðum og hiki. Hér þarf að koma fram af meira hugrekki og myndugleik, og sýna í verki skilning á sam- mannlegri ábyrgð andspænis flóknum úrlausnarefnum sem ógna friði og velsæld allra – okkar líka. Opið, frjálst Ísland Barátta er framundan við þau fasísku ógnaröfl sem eigna sér íslam og við eigum að styðja hana. En ofbeldi Daesh hefur ekkert með íslam að gera og er ekki á ábyrgð múslima sem trúarhóps. Skömminni á að skila þangað sem hún á heima. Við eigum að mæta af hörku þeim sem boða mannfyrirlitningu og ofbeldi, óháð kynþætti og trú. Viðbrögð okkar mega hins vegar ekki kæfa þau lífsgildi um frelsi, umburðarlyndi, mannúð, sam- hjálp og náungakærleik, sem ætlunin var að verja fyrir árásar- ógninni. Evrópuríkin öll hafa haft ómældan ávinning af samstarfi og opnum landamærum og Ísland öðrum fremur. Öll okkar vel- sæld byggist á aðgangi að mörkuðum og nánu alþjóðlegu sam- starfi. Framtíð unga fólksins Viðureignin við afleiðingar hrunsins virðist nú að mestu að baki. Við getum sem þjóð glaðst yfir þeim réttu ákvörðunum sem varðað hafa þessa leið: Neyðarlögunum, samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og lögunum frá mars 2012 sem felldu erlendar eignir þrotabúanna undir höft. Við í Samfylkingunni erum stolt af okkar þætti í þessu öllu, en þetta er sigur þjóð- arinnar allrar og allir flokkar hafa komið ýmist að þessum ákvörðunum eða úrvinnslu þeirra. Fyrir vikið bendir flest til að við séum að lifa eitt lengsta hagvaxtarskeið Íslandssög- unnar og að framundan séu nokkur uppgangsár. Á næstu misserum verða þær ákvarðanir teknar sem öllu skipta um tímalengd þessarar uppsveiflu og það hvort næsta niðursveifla verður eðlileg hagsveifla eða mun fremur líkjast öðru hruni. Því miður virðist sitjandi ríkisstjórn frekar hugsa um að neyta á meðan á nefinu stendur en að hugsa til fram- tíðar, byggja upp innviði og safna í sjóði. Fyrirhyggjuleysið er mest áberandi þegar kemur að stóru vaxtargreininni, ferða- þjónustunni. Gríðarleg þörf er á uppbyggingu í innviðum á komandi árum til að taka á móti ferðamönnum, en ríkisstjórnin hefur klúðrað því að láta notendur greiða í sameiginlega sjóði til þeirrar uppbyggingar. Það vekur þungar áhyggjur að þótt við séum komin vel fyrir vind skuli ýmsar hagtölur og staðreyndir í félagslegum aðbún- aði minna meira á krepputíma heldur en uppgangsár. Brott- flutningur af landinu er með því mesta sem þekkst hefur, framhaldsskólanemum fækkar, biðlistar eru eftir lífsnauðsyn- legum lyfjum, fólk á besta aldri bíður á annað ár eftir mjaðma- skiptum með tilheyrandi sársauka, vinnutapi og fjárhagstjóni og ekki verið minna gert í uppbyggingu hjúkrunarheimila frá hruni. Barnabætur og fæðingarorlof rýrna ár eftir ár og sífellt færri njóta þeirra og eldri borgarar og öryrkjar voru látnir sitja eftir þegar kom að hækkun lífeyris til samræmis við lægstu laun. Mikilvægasta verkefni stjórnmálanna á að vera að snúa þessari þróun við. Við þurfum að nýta sóknarkraft íslensks at- vinnulífs til að fjölga vel launuðum þekkingarstörfum, svo unga fólkið sjái sér hag í að byggja sér framtíð á Íslandi. Við getum ekki bæði boðið upp á lægri laun og hærri húsnæðis- vexti en í nágrannalöndunum og líka upp á að hér sé fæðing- arorlof, barnabætur og opinber húsnæðisstuðningur til muna lakari en þar. Í opnum heimi erum við í samkeppni við önnur lönd um fólkið okkar. Almannahagur í 100 ár Árið 2015 markaði 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Á næsta ári fögnum við 100 ára afmæli verkalýðshreyfingar og stjórnmálasamtaka jafnaðarmanna, Alþýðusambandsins og Al- þýðuflokksins. Þetta er hvort öðru tengt: Með almennari kosn- ingarétti fátækra karla og eignameiri kvenna skapaðist fyrst forsenda fyrir annars konar stjórnmálaflokkum en gömlum forréttindaflokkum. Í heila öld höfum við barist fyrir stærstu framfaraskrefum íslenskrar þjóðar: Almenn lýðréttindi, vinnu- vernd, verkamannabústaðir, almannatryggingar, atvinnuleys- istryggingar, orlofsréttindi, lífeyrisréttindi, baráttan gegn kynbundnum launamun, aðgangur allra að menntun og heil- brigðisþjónustu, jöfn staða karla og kvenna, umhverfisvernd, frjáls samkeppni og barátta gegn einokun og hringamyndun og opnun milliríkjaviðskipta. Jafnaðarmenn þróuðu allar lausnir í húsnæðismálum sem virkuðu á síðustu öld, en þeim hefur öllum verið fórnað af skammsýni þeirra afla sem nú sitja við stjórn landsins. Barátta okkar heldur áfram, sum verkefni eru eilíf og ný verkefni verða til. Og rétt eins og svo oft áður standa átakalín- ur íslenskra stjórnmála nú milli þeirra sem vilja opið land og þeirra sem vilja lokað. Sumir vilja byggja múra um landið til að verjast samkeppni, verja störf sumra á kostnað annarra og komast hjá því að greiða samkeppnishæf laun. Svar jafn- aðarfólks er enn sem fyrr opin landamæri, aukin verðmæta- sköpun og viðskiptafrelsi og samstaða með meðbræðrum og systrum um allan heim. Við trúum því enn sem fyrr að betra sé að bæta hag allra en að byggja múra í kringum okkur sjálf, minnug þess að allt er einskis virði án friðar. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar Morgunblaðið/Styrmir Kári Einskis virði án friðar Barátta okkar heldur áfram, sum verkefni eru eilíf og ný verkefni verða til. Og rétt eins og svo oft áður standa átakalínur íslenskra stjórnmála nú milli þeirra sem vilja opið land og þeirra sem vilja lokað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.