Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 67
MINNINGAR 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 ✝ Anna KristínAradóttir fæddist í Keflavík 19. apríl 1932. Hún lést 8. desember 2015 á Hrafnistu í Reykjavík. Foreldrar henn- ar voru Ari Árna- son vörubílstjóri, fæddur á Hvammi á Vatnsleysuströnd í Gullbringusýslu 4. desember 1910, látinn 7. maí 1972, og Ingveldur Karlsdóttir, fædd í Keflavík 8. september 1908, látin 11. nóvember 1992. Systkini hennar sammæðra: Marta Þuríður Sigurðardóttir, f. 1937, d. 2014, Þórður Sigurðs- son, f. 1948, d. 1948, Þóra Sig- urðardóttir, f. 1950, og Guðveig Sigurðardóttir, f. 1952. Systkini hennar samfeðra eru Sigurður Arason, f. 1944, Þorgerður Ara- dorsson, f. 2003. 2) Marteinn Halldórsson, kvæntur Ólöfu Ágústsdóttir. Börn þeirra eru: a) Halldór Marteinsson, f. 1982, b) Ásdís Jóna Marteinsdóttir, f. 1985, og c) Anna Lilja Marteins- dóttir, f. 1990. 3) Anna Katrín Halldórsdóttir. Börn hennar eru: a) Viktor Frank Þór- arinsson, f. 2000, b) Elín María Þórarinsdóttir, f. 2008 og c) Arnar Steinn Þórarinsson, f. 2008. Anna ólst upp í Keflavík framan af, hjá föður sínum og föðurmóður, Önnu Kristínu Daníelsdóttur. Þegar Anna var 11 ára, árið 1943, kom María Kjartansdóttir inn í fjölskylduna og hóf sambúð með föður Önnu. María gekk Önnu í móður stað. Anna lauk barnaskóla í Keflavík og vann við fiskvinnslu í nokkur ár. Þann 25. júní 1955 hófu Anna og Halldór búskap í Reykjavík. Hún vann í hlutastarfi í eldhúsi á Hótel Loftleiðum og síðar fullt starf á læknabókasafni Borg- arspítala. Útför Önnu fór fram í kyrr- þey. dóttir, f. 1946, og Daníel Arason, f. 1951. Anna giftist Halldóri Marteins- syni, fyrrverandi slökkviliðsmanni, 25. júní 1955. Hann varð síðar aðstoðar- slökkvistjóri í slökkviliðinu á Keflavíkurflug- velli. Halldór fæddist í Reykja- vík 29. október 1932. Foreldrar hans voru Marteinn Halldórsson bifreiðastjóri og Katrín Jón- asdóttir, húsmóðir og fisk- vinnslukona. Anna og Halldór eignuðust þrjú börn: 1) Ari Halldórsson. Hans börn eru: a) Helen Mai- Linh Halldórsson, f. 1991, b) Adam Eric Halldórsson, f. 2001, og c) Jacqueline Rae Hall- Hún Anna systir mín var 19 árum eldri en ég. Við vorum sam- feðra og ólumst upp í Keflavík. Þrátt fyrir aldursmuninn vorum við alla tíð góðir vinir og alltaf var hlýtt á milli okkar. Hún minntist þess oft hvað henni þótti gaman að passa mig í fína barna- vagninum. Það er notaleg til- hugsun og kannski var þar lagð- ur grunnur að þessum góðu og hlýju samskiptum okkar. Anna systir var lánsöm í einkalífinu. Kynntist ung Hall- dóri Marteinssyni, eða Bóbó eins og við köllum hann. Það var þeim báðum mikil gæfa, þau voru sam- rýnd og glæsileg hjón. Bóbó er fæddur og uppalinn í Reykjavík en þau byrjuðu að búa í Keflavík en fluttu fljótlega til Reykjavík- ur. Anna saknaði Keflavíkur og fjölskyldunnar á fyrstu árum sín- um í Reykjavík og það tók hana tíma að aðlagast lífinu í borginni. Hún bar alltaf miklar taugar til Keflavíkur og Keflvíkinga. Las bæjarblöðin og fylgdist með mönnum og málefnum. Anna og Bóbó eignuðust þrjú börn, Ara, Martein og Önnu Katrínu. Barnabörnin eru níu og barna- barnabörnin orðin fjögur. Vel gerður og glæsilegur hópur. Anna var glaðvær og kát. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönn- um og málefnum og var hrein- skilin. Ég fékk til dæmis alveg að heyra það ef ég hafði bætt á mig kílóum, sem ég leit nú á sem sam- bland af umhyggjusemi og stríðni, sem hún hafði hvort tveggja til að bera. Anna var glæsileg og falleg kona sem kunni að meta og klæðast falleg- um fötum og skarti. Falleg heim- ili hennar báru vott um smekk- vísi. Heimili Önnu og Bóbó hefur alltaf staðið fjölskyldu minni op- ið. Þegar ég stundaði nám í Reykjavík átti ég heimili hjá þeim á Rauðalæknum og sonur minn átti hjá þeim heimili í Viðj- ugerði um tíma við upphaf náms hans í Reykjavík. Alltaf var gott að koma til Önnu og Bóbó og varla var farið til Reykjavíkur nema komið væri við hjá þeim. Og þá var gjarnan boðið upp á brúnkökuna góðu, sem Anna bakaði og var í uppáhaldi hjá öll- um í fjölskyldunni. Síðar á lífsleiðinni urðum við svo nágrannar þegar við fluttum í Kópavog. Þar fengum við góðar móttökur og var okkur mikils virði að hafa þau nálægt okkur. Við nutum þess að heimsækja hvort annað og áttum saman margar góðar stundir, sem við minnumst nú með hlýju og þakk- læti. Síðustu árin átti hún við þann illvíga sjúkdóm að etja, sem tek- ur frá okkur minnið. Bóbó var henni stoð og stytta í þeim erfiðu veikindum. Með mikilli ástúð, umhyggju og þolinmæði fylgdi hann henni í gegnum veikindin og gerði allt til að gera líf hennar betra. Smátt og smátt tók sjúk- dómurinn hana frá okkur. Það var sárt. Anna dvaldi síðasta árið á Hrafnistu, þar sem hún naut góðrar umönnunar. Ég og fjölskylda mín þökkum samfylgdina og vottum Bóbó, Ara, Matta, Önnu Kötu og börn- um innilega samúð. Blessuð sé minning systur minnar. Daníel. Þegar fréttin um andlát mág- konu minnar Önnu Katrínar Ara- dóttur barst varð mér hugsað til allra dýrlegu stundanna sem við hjónin höfum átt með þeim Önnu og Halldóri frá því að ég kom fyrst inn í ættina, og alltaf hefur vinátta okkar verið sönn heil og ánægjuleg. Fyrstu kynni mín af þeim hjónum, Önnu og Halldóri, voru þegar Gerða systir þín, Anna mín, dvaldi hjá ykkur sumarlangt og var að vinna í fiski hjá Júpiter og Mars og þið bjugguð á Rauða- læknum. Þá kynntist ég glettni þinni sem alltaf var stutt í, þá áttir þú til með að svara í símann þegar ég var að hringja í mína heitt- elskuðu, systur þína, sem ég var að skjóta mér í og ég gat talað lengi við þig en var viss um að Gerða væri í símanum. Allt frá þessum árum hefur samband okkar verið traust og alltaf hafið þið Halldór tekið mér opnum örmum og umvafið mig vináttu. Það var oft glatt á hjalla þegar þið hjónin voruð að byggja í Viðj- ugerðinu og ég gat aðstoðað ykk- ur við frágang innandyra og frætt þig, Anna mín, um allt það sem var að gerast í Keflavík, þín- um uppeldisbæ, sem þú vildir alltaf fylgjast með því taugin heim til Kefló var alltaf sterk. Þegar börnin okkar voru orðin stálpuð fórum við að ferðast mjög mikið saman og þá aðallega til út- landa, oft til Evrópu, þar sem við tókum bíl á leigu og keyrðum allt frá Hollandi til Ítalíu og til baka þar sem við áttum ógleymanleg- an tíma saman og ekki var minna gaman þegar við fórum saman til Flórída og dvöldum saman á Fort Mayers þar sem við þurft- um að fá stærri bíl þegar við héldum heim því þið systurnar voruð duglegar að versla og alltaf voruð þið að hagnast á viðskipt- unum. Það var mikið áfall þegar það fór að bera á þeim illvíga sjúk- dómi sem þú glímdir við síðustu ár en þú varst alltaf jafn glæsileg því þú gerðir þér alltaf far um að vera vel tilhöfð allt til síðasta dags. Það gladdi mig hvað þú þekkt- ir mig lengi með nafni þrátt fyrir að sjúkdómurinn væri mjög langt genginn. Elsku Halldór minn, Ari, Mar- teinn, Anna Katrín og fjölskyld- ur, við Gerða sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur og megi sá sem öllu ræður veita ykkur styrk í sorginni en minning um elsku- lega og góða konu lifir áfram. Örn Beinteinsson. Nú er hún Anna systir mín dá- in og komið að kveðjustund. Ég hef alltaf kallað hana syst- ur mína en við erum hálfsystur samfeðra. Hún var 14 ára þegar ég fædd- ist og var ég heppin að hafa alist upp með henni og eiga hana að því við vorum líka góðar vinkon- ur. Þú fluttist til Reykjavíkur með eiginmanni þínum Halldóri Mar- teinssyni og bjóst þar öll hjú- skapar árin þín. Alltaf varstu mikill Keflvíking- ur í þér og færðum við þér Vík- urfréttir, bæjarblaðið okkar, þegar við Eddi skruppum í heim- sókn og lastu þær vel og vildir vita hvort þú þekktir ekki ein- hvern sem skrifað var um. Þú varst falleg og glæsileg kona alla þína ævi, puntaðir þig upp með skartið þitt og varalit, var nóg til af því djásni og var ekki leiðin- legt fyrir mig að leika með það sem unglingur þegar ég fékk að vera hjá þér í heimsókn. Þú tókst alltaf vel á móti okkur Edda með uppdekkuðu borði og kræsingum og var mikið spjallað og hlegið því þú gast verið ansi stríðin og ekki síst eftir að við vorum öll komin í leynireglur eins og þú kallaðir það. Elsku Anna mín, ég og fjöl- skyldan eigum margar góðar minningar og verður þín sárt saknað, að leiðarlokum bið ég þér Guðs blessunar og verndar á nýrri vegferð. Með þessum orðum kveð ég þig, elsku systir og vinkona. Hafðu þökk fyrir allt. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þorgerður (Gerða systir). Anna Kristín Aradóttir Kæra amma. Þú varst mikil- vægur hluti af lífi mínu. Ég þakka alla fallegu, skemmtilegu og góðu tímana sem við fengum að njóta saman. Þú kenndir mér að vera betri mann- eskja, að þykja vænt um náung- ann og eiga alltaf eitthvað að bjóða upp á ef gestir skyldu koma. Það var enginn með eins hlýja sál og þú. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa getað leitað til þín og afa þegar ég flutti snemma í bæinn frá mömmu og pabba. Mér fannst þá alltaf gott að geta komið til ykkar, spjallað og hlýjað á mér hendurnar á ofninum með þér. Einnig að hafa fengið að vera hjá ykkur á milli flutninga. Ég á tuttugu ár af minningum með þér sem ég mun aldrei gleyma. Mér þykir óendanlega vænt Bára Sólveig Einarsdóttir ✝ Bára SólveigEinarsdóttir fæddist 13. júlí 1933. Hún andaðist 15. desember 2015. Útför Báru fór fram 21. desember 2015. um þig, elska þig og sakna, elsku amma Bára. Fjóla Þóris- dóttir. Amma, í nótt las ég öll bréfin frá þér sem ég hef fengið gegnum tíðina. Með þínum lúmska húm- or og manngæsku fékkstu mig til þess að brosa og hlæja í gegnum tárin. Hér er ljóð handa þér, ég elska þig, takk fyrir allt. Elsku amma Bára mín, geyma skal ég augun þín, Móbrún af fegurstu hlýju, Er ég aftur fæ að sjá þau að nýju. Faðmurinn þinn, hlátur og góðvild stuðningur minn hefur verið og fylgt. Ég skal gefa öðrum er þú gafst mér og muna að fylgja mínum tilgangi hér. Ég skal vera sterk, gera alltaf mitt besta, fyrir fólkið mitt vera klettur og festa. Elsku amma þú ert ljóslifandi í minni, Þó ég þurfi þig með trega að kveðja að sinni. Fanney Þórisdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir og amma, SIGRÚN ÞÓRARINSDÓTTIR, Sirra í Markaðinum, Sæviðarsundi 50, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 12. desember. Útför hennar verður gerð frá Áskirkju mánudaginn 4. janúar klukkan 13. . Geir Þórðarson, Þórarinn Örn Geirsson, Geir Ingi Geirsson, Guðmundur Geir Þórarinsson. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG TÖNSBERG, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 19. desember. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 4. janúar klukkan 15. Fyrir hönd aðstandenda, . Hermann Tönsberg, Kristín Arnardóttir. Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir, GUÐMUNDUR JÓNSSON, Spítalastíg 8, Hvammstanga, lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 22. desember 2015. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju 4. janúar 2016 klukkan 15. . Bjarni Guðmundsson, Eygló Ólafsdóttir, Unnar A. Guðmundsson, Kristín R. Óskarsdóttir, Jón H. Guðmundsson, Margrét Vera Knútsdóttir, Reynir Guðmundsson, Lára Ingimarsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA VALDEMARSDÓTTIR, Hraunbæ 103, Reykjavík, sem lést þann 21. desember síðastliðinn á Landspítalanum í Fossvogi, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju í Reykjavík þriðjudaginn 5. janúar klukkan 13. . Magnús Gissurarson, Jóhanna V. Magnúsdóttir, Hallur Steinar Jónsson, Ásta Hallsdóttir, Jón Valentínusson, Sigurveig Hallsdóttir, Ingvar Karlsson, Hanna Valdís Hallsdóttir, Torstein Sivertsen og barnabarnabörn. Okkar ástkæra MAGDALENA BJÖRK JÓHANNESDÓTTIR, Háengi 23, Selfossi, andaðist 22. desember síðastliðinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 2. janúar 2016 klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjúkrahússjóð Kvenfélags Selfoss: 0152-15-370521, kt. 700169-5299. . Guðrún Schiöth, Inger Schiöth, Sveinn Þórðarson, Sólveig Róbertsdóttir, Grímur Bj. Jónsson, Jóhanna Fríða Róbertsdóttir, Björn Bj. Jónsson, Matthildur Róbertsdóttir, Jens Pétur Jóhannsson, Unnur Róbertsdóttir, Anders Köhler, Harpa Jóhannesdóttir Möller og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA GUÐRÚN BOGADÓTTIR THORARENSEN Hlaðbæ 1, Reykjavík, lést á Landspítala, Fossvogi miðviku- daginn 27. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Bergrós Þorgrímsdóttir, Sveinn Sveinsson, Pétur Þorgrímsson, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Haukur Þór Þorgrímsson, Guðrún Helga Reynisdóttir, Bjarni Þorgrímsson, Linda Björk Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.