Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 64
64 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Kæri lesandi! Undirritaður vill fyrir hönd Blindra- félagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi, óska lands- mönnum öllum gleði- legra jóla og farsældar á komandi ári og þakka fyrir þann stuðning sem félagið hefur notið í gegnum tíðina. Um leið viljum við hvetja alla landsmenn til að fara varlega við notkun flugelda um ára- mótin. Nánast árlega verða slys á augum og húð vegna þess að fólk hefur ekki farið nógu varlega við notkun flugelda. Við hjá Blindra- félaginu höfum með ýmsum hætti reynt að beita okkur fyrir forvörn- um gegn augnsjúkdómum og augn- slysum. Í mörg ár hefur Blindra- félagið ásamt Landsbjörg og fleiri aðilum gefið börnum á aldrinum 6 til 12 ára hlífðargleraugu, sem fást afhent á sölustöðum Landsbjargar. Sá hópur sem oftast verður fyrir augnskaða við meðhöndlun flugelda eru unglingsdrengir á aldrinum 13 til 18 ára, en það má oft rekja til fikts, til dæmis með því að taka í sundur flugelda og reyna að búa til stærri sprengj- ur. Það er mjög erfitt að ná til þessa hóps vegna þess að hugs- unin hjá þeim er oft að ekkert muni koma fyr- ir þá. Þeir nota ekki hlífðargleraugu eða annan hlífðarbúnað eins og hanska. Oft sleppa þeir með skrekkinn, með minni- háttar áverka, en stundum verður varanlegur skaði á sjón, sem ekki er hægt að endur- heimta. Það er sorglegt að vita til þess að ungt fólk verður fyrir alvar- legum augnskaða einfaldlega vegna þess að það fór ekki nógu gætilega. Það hafa komið áramót þar sem lít- ið er um slys á fólki en síðan hafa einnig komið áramót þar sem marg- ir hafa slasast varanlega, jafnvel misst mikla sjón eða útlimi, t.d. fingur. Annar hópur sem hefur ekki sýnt nógu mikla varfærni við notkun flugelda er fullorðnir karlmenn, 40 ára og eldri, þeir hafa fengið sér í glas og ætla að vera með flottustu flugeldasýninguna í götunni, sem oft hefur endað með skelfilegum af- leiðingum. Reynslan hefur kennt okkur að þessir tveir hópar eru langlíklegastir til þess að lenda í slysum, sem vel væri hægt að koma í veg fyrir ef aðgæsla er viðhöfð. Við hjá Blindrafélaginu ásamt fleiri aðilum höfum margoft hamrað á sömu skilaboðunum til lands- manna um hver áramót en þau eru eftirfarandi: 1. Hættum öllu fikti með flug- elda, t.d. það að taka þá í sundur og reyna að búa til stærri flugelda. 2. Notum hlífðargleraugu og ann- an hlífðarbúnað t.d. hanska þegar við skjótum upp flugeldum eða þeg- ar við horfum á aðra skjóta upp flugeldum. 3. Beygjum okkur ekki yfir flug- eldana þegar við skjótum þeim upp, höldum höndunum beint út frá lík- amanum þegar kveikt er á flugeld- inum. 4. Beygjum okkur ekki yfir flug- elda sem ekki hafa sprungið, því stundum leynist neisti inni í flug- eldinum sem skyndilega kveikir á honum og hann springur. 5. Gætum þess að skjóta upp flugeldum á auðu svæði, t.d. ekki nálægt byggingum og bílum. 6. Þeir sem horfa á aðra skjóta upp flugeldum þurfa að gæta þess að halda sig í hæfilegri fjarlægð og ef það er vindur að hafa hann ekki í fangið. Kæru landsmenn, hjálpumst nú að við að gera þessi áramót ánægju- leg og stuðlum að því að engin al- varleg flugeldaslys verði. Einnig þarf að hafa í huga að ekki er nóg að fara varlega um áramótin sjálf, slys hafa orðið dagana fyrir og eftir áramótin, sem oftast koma til vegna fikts hjá ungum karlmönnum. Með forvarnakveðju. Verndum sjónina og forðumst slysin Eftir Halldór Sævar Guðbergsson » Annar hópur sem hefur ekki sýnt nógu mikla varfærni við notk- un flugelda er fullorðnir karlmenn. Halldór Sævar Guðbergsson Höfundur er starfandi formaður Blindrafélagsins. Á þessu ári lenti ástkæra dóttir okkar hún Hafey Lipka á spítala en hún greindist með ITP (skyndilegt hvarf blóðflagna í blóði) í lok apr- íl. Hún fékk heilablæðingar og var í dái allan maímánuð á Borgarspítalanum. Við viljum byrja á því að þakka öllum þeim sem gefa blóðflögur og blóð. Við erum einnig afar þakklát öllum læknum, hjúkrunarfræð- ingum sem gerðu allt sem þeir gátu til þess að bjarga lífi dóttur okkar og styðja okkur í gegnum þennan tíma. Síðan viljum við einnig þakka öllum þeim sem sendu hlýjar kveðjur til okkar og þeim sem báðu með einlægni í hjarta fyrir bata ástkæru dóttur okkar. Í dag nýtur Hafey lífsins og er heil heilsu. Hún dansar, málar og syngur líkt og henni fannst svo gaman að gera. Þormar Jónsson og Lenka Lipková. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Með þakklæti í hjarta Hafey Lipka Þormarssdóttir Á þessum tíma árs- ins stöldrum við gjarn- an við, lítum yfir farinn veg og horfum til fram- tíðar. Þegar við, stjórn- armenn í Heimdalli, fé- lagi ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavík, lítum um öxl er okkur efst í huga þakklæti. Á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins nú í haust bárum við fram margar hug- myndir sem ýmsar máttu teljast rót- tækar, enda í eðli ungs fólks að vilja sjá hraðar umbætur. Það gladdi okkur mjög hversu vel okkur var tekið af eldri kynslóðum í flokknum og svo fór að um níu af hverju tíu til- lögum okkar hlutu brautargengi. Efst í okkar huga er því þakklæti, sem elur í brjóstum okkar von um bjartari tíma í þjóðfélaginu, tíma eindrægni og sáttfýsi, þar sem við sem unnum frelsi einstaklingsins getum borið gæfu til að sameinast, landi og lýð til heilla. Ósjálfrátt hvarflar hugur minn til ljóðlína Einars Bene- diktssonar að þessu til- efni: Það fagra, sem var, skal ei lastað og lýtt, en lyft upp í framför, hafið og prýtt. Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt. Fyrir hönd stjórnar Heimdallar óska ég öllum sjálfstæðismönnum til sjávar og sveita gleðilegra jóla, árs og friðar með óskum um enn betra samfélag á ári komanda. Jóla- og nýárs- kveðja frá Heimdellingum Eftir Albert Guðmundsson Albert Guðmundsson »Efst í okkar huga er því þakklæti, sem el- ur í brjóstum okkar von um bjartari tíma í þjóð- félaginu. Höfundur er formaður Heimdallar. Þegar leitað er að handhægri hagræð- ingu fyrir mannkynið er kannski rétt að benda á svefntímann. Vitað er að bæði börn og fullorðnir hafa til- hneigingu til að van- rækja þann und- irstöðuþátt með því að sofa minna en þá átta eða níu klukkutíma á sólarhring sem eru ytri öryggis- mörkin fyrir það sem er hollast fyrir líkama og sál. Þetta er jafnframt hugsjónamál sem auðvelt er að skilja og mæla og er bæði vel þekkt og kostar í flestum tilfellum ekki peninga heldur nokkuð sjálfsagaða forgangsröðun. Dæmi: Barn sem sefur of lítið í uppvextinum verður tiltölulega þreytt, pirrað og þunglynt og er því ólíklegt til að ná þeim þroska, svo- sem til náms, sem efni hefðu annars staðið til. Það að gefa sér nægan tíma til svefns er nefnilega ekki bara spurn- ing um líkamlega endurnæringu heldur fylgir því að setja í forgang að taka lífinu rólega og ætla að rósemi hugans sé forsenda þeirrar ánægju sem hægt er að fá út úr lífinu. Sá sem liggur í rúminu kannski níu tíma á sólarhring fær nefnilega vökukafla þar sem hann hugleiðir líf sitt í rólegheitum og kannar hvað hann fái út úr því andlega þá dagana og forgangsraðar því nú á grundvelli þess. Þá eru svefnmókið og draumfar- irnar bæði forsenda þess að tilfinn- ingalífið fái tíma til að styrkja sig og hvílast í þessum leik sínum og líka að ímyndunaraflið fái lausan tauminn til að láta sér detta í hug nýja hluti og yfirfara gamla og setja þá í frumlegt og skapandi og listrænt samhengi. Varla er þannig hægt að ímynda sér að dugandi listafólk sofi lítið! Ef menn ætla sér drjúgan svefn er líklegt að þeir hagræði svo öðrum hlutum eftir því; fólk ánetjast síður æsingi neyslukapphlaupsins ef það fær friðartíma til að leita í sínum andlega brunni sem mótvægi. Og ef svefninn hamlar yfirvinnu, og jafnvel miklum barneignum, er líklegt að það hefði verið óviturleg forgangs- röðun hvort eð er! Sumir myndu þó spyrja: Er ekki svefn einn af þeim þáttum sem vest- ræn samfélög vilja skera við nögl í æð- isgengnu kapphlaupi sínu við að halda foryst- unni í hagvexti, ríki- dæmi, afþreying- arkaupum og heimsyfirráðum? Ég held þó að það kæmi í ljós að flestir foringjanna í öllum þjóðfélögum séu það skipulagðir að þeir fái jafnan nógan svefn! Og hvað með þá sem búa við svo kröpp kjör að þeir eru tilneyddir til að trassa svefnþarfir sínar? Til dæmis þá sem eru til langframa á veltandi vöktum og í næturvinnu? Eða það fólk í fátækustu útlönd- unum sem hefur ekki tíma til að sofa skipulega? Það er ekkert óeðlilegt við að þetta fólk hugsi sinn gang ef svefninn er sú tiltölulega ódýra og gefandi lausn sem ætla má og auð- velt að bæta lítillega við tímann sem honum er ætlaður með smáhug- arfarsbreytingu! Þá yrði kannski minni offjölgun og vinnuþrælkun (og mengun?) í heiminum líka! Allir menningarhópar sem og öll hryggdýr þurfa að taka svefn sinn alvarlega. Meira kannski um það og fleira hér síðar. En nú er við hæfi að ég endi pist- ilinn minn á ljóði úr eigin ranni er fjallar um svefn. Mér dettur í hug ljóð mitt frá 1989 er nefnist Maíhelgi; en þar segi ég meðal annars þetta: Mjólk og hunang þrýstast inn í svefnherbergi mitt og inn í vitund mína og ég veit að síðdegisblundur í daunillu rökkrinu verður sæt uppskeruhátíð Maíu; ég hendi mér bara útaf með fiðrildaháfinn tilbúinn. Hví er svefninn nú svo frjósamur sem vinnan á að vera? Svefninn í forgang Eftir Tryggva V. Líndal Tryggva V. Líndal » Og ef svefninn haml- ar yfirvinnu, og jafn- vel miklum barneignum, er líklegt að það hefði verið óviturleg forgangs- röðun hvort eð er! Höfundur er menningarmannfræð- ingur og skáld. Tengi óskar landsmönnum Gleðilegs nýs árs Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 Tengi Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.