Morgunblaðið - 31.12.2015, Page 10

Morgunblaðið - 31.12.2015, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Við sendum landsmönnum hlýjar kveðjur 569 6900 08:00–16:00www.ils.is Með ósk um gleðileg jól og farsæld á komandi árum Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Veðurhamurinn yfir jólahátíðina hefur verið sögulegur víða í heim- inum. Óveður, hitabylgja, skógar- eldar og fellibyljir – svo fátt eitt sé nefnt. Stormurinn sem gekk yfir Ísland í gær gerði víða usla á leið sinni hing- að til lands og gæti orsakað að frost- laust verði á norðurpólnum, sem er afar sjaldgæft í desember. Tölu- verður hiti fylgir þessari djúpu og hvössu lægð sem gæti orsakað frost- leysið. Sjaldan hefur nokkurt íslenskt veður fengið jafnmikla athygli er- lendra fjölmiðla og stormurinn sem geisaði í gær. Bandaríska veð- urstofan fylgdist vel með og veð- urfræðingar víða um heim tjáðu sig um veðurhaminn og eftirmál hans tengd norðurpólnum. Fellibylur í Texas Alls hafa 49 látist vegna veðurs víða í Bandaríkjunum yfir hátíðirnar en 68 hvirfilbyljir hafa mælst þar í 15 ríkjum það sem af er desember. 35 dauðsföll má rekja til storma; 13 í Missouri, 11 í Dallas í Texas, fimm í suðurhluta Illinois, fimm í Okla- homa og einn í Georgíu. Flest fólkið lést þegar bílar, sem það var í, hrif- ust á brott af flóðum. Fellibylurinn Rowlett sem reið yfir Texas á laug- ardag var sá stærsti í 90 ár og að- fangadagur var sá heitasti í sögu New York og Philadelphiu. Í Paragvæ, Argentínu, Brasilíu og Úrúgvæ voru verstu flóð í 50 ár. Skógareldar geisa í Ástralíu og aldr- ei hefur rignt jafn mikið í Bretlandi. Þá hefur veður víða verið vont í Danmörku og Noregi, svo fátt eitt sé nefnt. „Ef heimurinn er skoðaður þá er alltaf eitthvað að gerast í veðurfræð- inni og öfgakennd veður að finna,“ segir Hrafn Guðmundsson, veð- urfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að fellibyljatímabilið standi ekki yfir í Texas en bendir á að óvenjuhlýtt hafi verið í suðaust- urhluta Bandaríkjanna. „Þá getur vindur rokið upp og býður upp á fellibyl. Það gekk hitabylgja þarna yfir þannig að það er svo sem ekkert ótrúlegt að allskonar met hafi fallið víða á þessum slóðum í desember. Það eru einnig flóð í Illinois og Chi- cago sem voru leifar af veðrinu sem gekk yfir Texas,“ segir Hrafn. Frostlaust á norðurpólnum Allir helstu fréttamiðlar heims hafa fjallað um undrin í veðrinu víða um heim á einn eða annan hátt að undanförnu. Fjölmiðlar eins og NRK, CNN, Washington Post og BBC hafa veitt veðrinu hér á landi í gær töluverða athygli. Blaðamað- urinn Andrew Freedman, sem fékk verðlaun fyrir skrif sín um veður og breytt hitastig á jörðu í Bandaríkj- unum 2012, segir í pistli sínum á vef- síðunni mashable.com að storm- urinn sem gekk hér á land muni hafa áhrif á hitastig á norð- urheimskautinu. Í staðinn fyrir að vera í kringum 30 stiga frost verði hitastig jafnvel yfir núllinu. Þá bendir hann á að flug frá London til New York hafi á mánudaginn aðeins tekið fimm klst. og átta mínútur en hafi tekið um sjö klukkustundir á leiðinni til baka vegna kröftugra há- loftavinda. Hrafn segir að veðrið sé öfga- kennt í eðli sínu, heimurinn sé alltaf að minnka og því auðveldara að fá fréttir af veðri en áður. „Það er allt- af hægt að finna einhvers staðar met sem falla ef maður skoðar veðr- ið í heiminum. Og það má örugglega gera ráð fyrir að einhver met hafi fallið á landinu í dag [í gær] í tengslum við þessa óvenjudjúpu lægð.“ AFP Bretland Samsett mynd tekin með dagsmilli- bili í York á Englandi. Blái bíllinn fór á kaf á nokkrum klukkustundum. AFP Bandaríkin Hvirfilbylurinn Rowlett gekk yfir Texas þar sem 11 létust. Sjaldgæft er að slíkir byljir komi í desember. AFP Mexíkó Íbúar í Chihuahua-fylki í Mexíkó vissu vart hvað á sig stóð veðrið þeg- ar tók að snjóa á mánudag. AFP Argentína Hitinn fór í 33 gráður í Buenos Aires á mánudag og fólk kældi sig í gosbrunni. Ljósmynd/ Gunnar Gunnarsson Ísland Gamla brúin yfir ána Jóku á hring- veginum í gegnum Skriðdal gaf sig í vatnavöxtunum á Austurlandi. Furðuveður úti um allan heim  Jólaveðrið hefur verið heitt, kalt og allt þar á milli  49 dauðsföll rakin til veðurs í Bandaríkjunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.