Morgunblaðið - 23.01.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.01.2016, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 2016 Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2016 verða sendir til íbúa á næstu dögum. Fasteigna- gjöldin verða innheimt í gegnum netbanka þar sem jafnframt er hægt að prenta út greiðsluseðil. Greiðsluseðlar verða ekki sendir út en hægt er að óska eftir heimsendum greiðsluseðlum á mínum síðum á www.reykjavik.is eða í gegnum þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar annast álagningu og innheimtu á fasteignaskatti, lóðaleigu og sorphirðugjaldi. Fasteignagjöld ársins 2016, yfir 25.000 kr., greiðast með níu jöfnum greiðslum á gjalddögum 1. febrúar, 2. mars, 2. apríl, 2. maí, 1. júní, 3. júlí, 2. ágúst, 3. september og 2. október. Gjalddagi fasteignagjalda undir 25.000 kr. er 1. febrúar. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar, sem fengu lækkun á fasteigna- skatti og fráveitugjaldi á liðnu ári, fá einnig að óbreyttu lækkun fasteignaskatts og fráveitugjalds fyrir árið 2016 að teknu tilliti til tekju- og eignaviðmiða. Fjármálaskrifstofa framkvæmir breytingar á fast- eignaskatti og fráveitugjaldi eftir yfirferð skattframtala elli- og örorku- lífeyrisþega. Það þarf því ekki að sækja sérstaklega um lækkun eða niðurfellingu þessara gjalda. Við álagningu fasteignagjalda í janúar verður afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins 2014. Þegar álagning vegna tekna ársins 2015 liggur fyrir haustið 2016, verður afslátturinn endanlega ákvarðaður og verða þá allar breytingar tilkynntar bréflega. Skilyrði lækkunar eru að viðkomandi sé elli- eða örorkulífeyrisþegi, sé þinglýstur eigandi fasteignar, eigi þar lögheimili og geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignaskatt. Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Borgarráð hefur ákveðið að tekjumörk elli-og örorkulífeyrisþega vegna niðurfellingar/lækkunar fasteignaskatts á árinu 2016 verði eftirfarandi: 100% lækkun: Einstaklingar með tekjur allt að 2.850.000 kr. Samskattaðir aðilar með tekjur allt að 3.970.000 kr. 80% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 2.850.000 til 3.260.000 kr. Samskattaðir aðilarmeð tekjur á bilinu 3.970.000 til 4.420.000 kr. 50% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 3.260.000 til 3.800.000 kr. Samskattaðir aðilarmeð tekjur á bilinu 4.420.000 til 5.280.000 kr. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á gjaldi fyrir meðhöndlun úrgangs í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið sorphirda@reykjavik.is. Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, annast álagningu og innheimtu vatns- gjalds og fráveitugjalds og veitir upplýsingar í síma 516 6000. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið or@or.is. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar, Höfðatorgi, Borgartúni 12-14, veitir upplýsingar varðandi álagningu fasteignaskatts og lóðarleigu og breytingar á þeim í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is. Hægt er að leita upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is Fasteignagjöld 2016 Borgarstjórinn í Reykjavík, 23. janúar 2016. www.reykjavik.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í vikunni var landað úr verksmiðju- togaranum Tai An í borginni Ushu- aia, sem er í syðsta fylki Argentínu, reyndar er borgin sú syðsta á jarðarkringlunni. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að um óvenju mikinn afla var að ræða og skip- stjóri og stýri- maður um borð eru þeir Sigur- geir Pétursson og Magnús Þór- arinsson. Afli upp úr sjó var um 7.100 tonn á 56 dögum og með millilönd- un fyrir jól var alls landað 1760 tonnum af frosnum afurðum og 300 tonnum af mjöli. Uppistaða í aflan- um var kolmunni og hokinhali, en einnig um 180 tonn af tannfiski. Kol- munninn og hokinhalinn er allur unninn í marning í surimi, sem er selt til Japan og var aflaverðmætið tæplega 1,1 milljarður íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum Sig- urgeirs. Mettúr bæði í afla og verð- mæti. Sigurgeir er Húsvíkingur, en bjó einnig á Vopnafirði. Hann hefur um árabil verið búsettur á Nýja- Sjálandi og verið á skipum þaðan og frá Ástralíu. Sigurgeir hefur verið með Tai An frá árinu 2007. Mikil ferð á fiskinum Hann segir að veiðarnar séu á ýmsan hátt ólíkar togveiðum við Ís- land. „Hér eru afar miklir straumar sem gera togveiðarnar oft mjög erf- iðar og mikil ferð er á fiskinum. Miklum tíma er eytt í að leita að fiski þar sem ekkert þýðir að toga nema í lóði þar sem annað skilar engum árangri. Ekki er óalgengt að keyra um og leita tímunum og jafn- vel sólarhringunum saman, án þess að kasta. Vinnslugetan er líka mjög mikil og þurfum við um og yfir 300 tonn upp úr sjó á sólarhring til að halda henni á fullum afköstum,“ segir Sigurgeir. 90 manns eru í áhöfn Tai An og eru langflestir frá Argentínu, en einnig Kínverjar auk Íslendinganna tveggja og norsks skipstjóra sem fer annan hvern túr á móti Sigurgeiri. Reyndar var Sigurgeir á útleið aftur í gær vegna veikinda Norðmanns- ins. Fyrirtækið sem á skipið er i eigu japanska risafyrirtækisins Nic- himo Corporation og Argent- ínumannsins Eduardo Gonzales Lemmi, sem stofnaði fyrirtækið og stjórnar rekstri þess. Fyrirtækið á annað skip sem heitir San Arawa ll og eru Íslendingarnir Halldór Guðnason skipstjóri og Ingvar Jó- hannesson framleiðslustjóri. Veiðarfæri frá Hampiðjunni Aflann sækir Sigurgeir á mið und- an suðausturströnd Argentínu allt frá Hornhöfða í suðri og norðaustast ná þeir að miðlínunni við Falklands- eyjar. Öll veiðarfæri eru frá Hamp- iðjunni; flottroll, botntroll, hlerar og DynIce togtaugar. Straumar geta torveldað togveiðar  Sigurgeir Pétursson skipstjóri veiðir kolmunna og hokinhala frá Hornhöfða að Falklandseyjum Mettúr í afla og verðmætum Verksmiðjuskipið Tai An að veiðum, en aflaverðmæti í síðasta túr fór yfir milljarð. Sigurgeir Pétursson ARGENTÍNA FALKLANDSEYJAR Ushuaia HORNHÖFÐI Laugardaginn 23. janúar kl. 18 verður gengin helgi- og bænaganga frá Hallgrímskirkju til Fíladelfíu með viðkomu á Hlemmi. Safnast verður saman í kórkjallara Hall- grímskirkju, austanmegin, þar sem fram fer stutt helgistund áður en lagt er af stað. Sr. Gunnþór Inga- son, sérþjónustuprestur á sviði helgihalds og þjóðmenningar, leiðir gönguna. Í Fíladelfíu verður borin fram súpa gegn frjálsum fram- lögum og síðan er blásið til loka- samveru Alþjóðlegrar, samkirkju- legrar bænaviku fyrir einingu kristninnar kl. 20. Þar prédikar herra Dávid B. Tencer, nývígður Reykjavíkurbiskup Kaþólsku kirkj- unnar á Íslandi. Það er Samstarfs- nefnd kristinna trúfélaga á Íslandi sem stendur að bænavikunni hér- lendis. Bænaganga frá Hall- grímskirkju í kvöld „Áfram er afar mikið álag á bráðadeildum okkar sem og bráðamóttöku. Mikið aðstreymi sjúklinga er til spítalans og út- skriftir full- meðhöndlaðra sjúklinga ekki sem skyldi,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í föstudagspistli á vefsíðu spítalans í gær. „Áfram er unnið að lausnum á þessum málum og ég vonast til að geta kynnt þær á næstu dögum. Ég veit að víða hefur keyrt algerlega um þverbak í álagi á starfsfólk og þó það sé létt í vasa vil ég þakka ykkur öllum fag- mennsku og yfirvegun við þessar erfiðu aðstæður,“ skrifar Páll. Sl. fimmtudag var tekin í notkun ný flæðilína á rannsóknarstofum á spítalanum við Hringbraut og segir Páll m.a. ánægjulegt að flæðilínan sameini svo margt varðandi framþróun verkefna, öryggi sjúk- linga aukist með styttri biðtíma eft- ir niðurstöðum rannsókna, öryggi starfsmanna aukist vegna minni höndlunar með blóðsýni o.fl. Álagið á starfsfólk keyrir um þverbak Páll Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.