Morgunblaðið - 31.03.2016, Síða 26

Morgunblaðið - 31.03.2016, Síða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 Guð réð Foreldrar systkinanna frá Öxl voru Karl Eiríksson bóndi, sem varð 81 árs og Anna Ólafsdóttir sem varð 82 ára. Þau kynntust þegar Anna kom sem kaupakona að Gröf í Breiðuvík- urhreppi þar sem Karl bjó ásamt foreldrum sínum. Þau eignuðust börnin 15 á 19 árum. „Pabbi sagði bara að guð réði, það var ekkert flóknara en það,“ segir Guðbjörg og hlær. „Ég talaði einu sinni við mann sem hafði komið vestur að vinna við skurðgröft. Hann talaði um hvað það hefði verið gott að vera þarna, alltaf nóg að borða og svona. Þegar ég spurði hann hvenær það hefði verið sagði hann: Ég man nú ekki hvaða ár það var en börnin voru 14 og pabbi þinn sagðist vera hættur. Ég sagði honum að það hefði verið 1958 og hann hefði ekki verið hættur því þá átti ég eftir að koma.“ Í torfbæ fyrstu árin Miklar breytingar hafa orðið á búsháttum í sveitum landsins frá uppvexti systkinahópsins. Karl og Anna fluttu á Öxl árið 1941, þegar Jóhannes var nýfæddur og elsti sonurinn, Reimar, var eins árs. Fyrstu fjögur árin bjó fjöl- skyldan á Öxl í torfbæ sem var að- eins eitt stórt rými, með panel- klæðningu að innan og eldavél fyrir miðju og svo var sofið meðfram veggjunum. Þau byggðu sér þó fljótlega lítið steinhús, með þremur herbergjum og eldhúsi sem þau fluttu inn í árið 1945, þá með fimm börn. „Fyrstu árin var notaður mór til hitunar,“ segir Jóhannes. „Það var skemmtilegur tími, þar sem maður þurfti að taka hann upp og þurrka.“ „Já, það var mikil vinna í kring- um það, stinga hann upp og keyra á hjólbörum,“ grípur Sigurður inn í. Guðbjörg hlær, kannski að svipn- um á blaðamanni yfir skemmtun gamla tímans, og segir skemmt- unina við móinn hafa falist í því að fá að fara af bænum. „Það þurfti ekki mikið meira en það. Og að fá að heyja annars stað- ar var rosalegt ævintýri, þó maður hitti jafnvel ekki neinn.“ Steinaldarmenn í augum yngri kynslóðar Ofangreindar uppeldisaðstæður voru mjög svo hverfandi á seinni hluta aldarinnar og afar fjarlægar flestum þeim sem ólust upp í þétt- býli. Móhitun, rafmagnsleysi og fjórtán systkin þekkja nútímabörn- in síðan nánast aðeins af afspurn. „Yngri kynslóðin horfir svolítið á mann eins og steinaldarmann,“ seg- ur Guðbjörg. „Ég rek mig líka svo- lítið á það í vinnunni þegar ég rifja upp eitthvað svona, þá finnst mér ég vera 150 ára!“ Kristlaug segir það eitt að fylgj- ast með framvindu í heyskap segja ýmislegt um hversu mikið hafi breyst á skömmum tíma. „Við erum alin upp við hrífu og hestasláttuvél en nú kemur mannshöndin hvergi nærri.“ Á Öxl voru kindur og kýr og börnin voru látin ganga í öll verk hvort sem það var að heyja eða keyra vinnuvélarnar, sem Karl snerti sjálfur helst ekki á. Drátt- arvél kom ekki á bæinn fyrr 1957 og rafmagnið kom 1964. Á rúntinum Fyrsta dráttarvélin kom á Öxl árið 1957. Börnin lærðu að keyra hana en faðir þeirra hafði lítinn áhuga á að aka henni. 15 systkin Hópurinn er fjölmennur og þykjast sumir sjá „sama sauðarsvipinn“ á þeim öllum. Því eru systkinin sjálf ekki endilega sammála en kímnigáfan erfist hinsvegar jafnvel til systkinabarnanna. Hjónin frá Öxl Þau Anna og Karl áttu miklu barnaláni að fagna en það var víðar. Anna kom sjálf úr fjórtán systkina hópi og bróðir Karls eignaðist ellefu börn. AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR SKODA • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.