Morgunblaðið - 31.03.2016, Page 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Mig langar að gera fólk ham-
ingjusamt með söng mínum. Og
ég vil að það geti notið þess að
vera hamingjusamt; slappað af,
komist í þægilegt hugarástand.“
Þannig komst bandaríska djass-
söngkonan Ella Fitzgerald (1917-
1996) að orði í samtali við Matt-
hías Johannessen, ritstjóra Morg-
unblaðsins, þegar hún kom hingað
til lands að halda tónleika fyrir
rúmlega hálfri öld, í febrúar 1966.
Stjarna Ellu, eins og hún var
jafnan kölluð, skein hátt á þess-
um tíma og heimsókn hennar
þótti mikill viðburður í íslensku
tónlistarlífi. Það skyggði hins
vegar á að tónleikahaldarinn taldi
sig þurfa að hafa miðaverðið afar
hátt og leiddi það til þess að á
sumum þeirra fimm tónleika sem
hún hélt hér söng hún fyrir að-
eins hálfum sal, henni sjálfri til
undrunar og vonbrigða.
Sló í gegn 15 ára
Ella fæddist í Virginíu árið
1917 og eru því hundrað ár liðin
frá fæðingu hennar á næsta ári. Í
æsku fékk hún aðeins lágmarks-
kennslu í tónlist. Þegar hún var
15 ára gömul fékk hún tækifæri
til að troða upp ásamt fleiri ný-
græðingum í hinu fræga Apollo-
leikhúsi í Harlem. Var hún ákveð-
in í að dansa sig inn í hjörtu
áhorfenda en var svo taugaóstyrk
að hún gat ekki hreyft fæturna á
sviðinu. En röddin brást ekki og
heillaði alla. Meðal leikhúsgesta
þetta kvöld var einn liðsmanna í
hljómsveit Chicks Webbs, sem
stýrði einn helstu svinghljóm-
sveitinni á þessum tíma, og
hreifst hann af hæfileikum henn-
ar. „Við skulum hafa hana með
okkur til Yale á morgun,“ sagði
hann, „og ef hún fellur í kramið
hjá unga fólkinu fær hún að vera
áfram.“ Eftir það var engra
spurninga spurt. Vorið 1938 söng
Ella inn á hljómplötu lagstúf, sem
gerði hana heimsfræga í einni
svipan, „A-Tisket, A-Tasket“. Var
hann eftir einn af útsetjurum
Webbs og byggður á gamalli
vögguvísu.
Tollur heimsfrægðarinnar
Eftir stríð hófust söngferðalög
Ellu um Bandaríkin í samvinnu
við Fílharmóníuna og síðar lá
leiðin oft til Evrópu og Asíu. Árið
1955 fór hún að koma fram og
syngja inn á plötur með umboðs-
manninn Norman Graz sér við
hlið og hann beindi henni inn á þá
braut að gera hljómplötur með
mönnum eins og Duke Ellington
og Cole Porter. Hann átti líka
mikinn þátt í að hún sneri sér frá
djassklúbbunum og fór að koma
fram á kunnum hótelum, kabar-
ettum og sérstökum hljómleikum.
Það þýddi hins vegar að áheyr-
endahópurinn varð þrengri, fólk
með góðar tekjur sem hafði efni á
að borga sig inn á dýra tónleika,
en ekki alþýðufólkið með tónlist-
ina í blóðinu, hinir sönnu aðdá-
endur djassins sem hún hafði
mestan áhuga á að syngja fyrir.
„Að vera fræg, þar fylgir bögg-
ull skammrifi,“ segir í viðtali
Matthíasar Johannessen við Ellu
1966. Henni leiddust spurningar
blaðamanna og viðtalið gekk
stirðlega fyrir sig að sögn Matt-
híasar. En þó kom að því að hún
opnaði sig: „Einhvern tíma var ég
á hóteli, þar sem ég borðaði sneið
af svínakjöti,“ sagði hún. „Mér
þótti það gott. Ég hélt blaða-
mannafund og sagði við blaða-
mennina til að setja eitthvað: Mér
þykir svínakjöt gott. Næsta dag
kom stór mynd af mér í einu
blaðinu, hræðileg mynd, og stóð
yfir henni: Mér þykir svínakjöt
gott! Það var hræðileg stund. Ég
grét.
Og mér datt í hug að fara í mál
við manninn. En ég lét það liggja.
Það gerðist víst hvort eð var ekki
annað en skilninginn vantaði.
Skilninginn milli tveggja ólíkra
persóna. Kannski var það ekki
síður mér að kenna en blaða-
manninum. Ég er feimin, mér
þykir gott að vera ein.“
Hélt fimm tónleika
Ella hélt fimm tónleika hér á
landi. Þeir áttu upphaflega að
vera fernir, en miðaverð þótti
óheyrilega dýrt. „Brjálæði,“ sagði
eitt blaðanna. Hver miði kostaði
450 krónur. Á verðlagi dagsins í
dag eru það þó ekki nema 7.200
krónur. En Íslendingar voru ekki
jafn ríkir þá og nú. Verðið var
lækkað í 300 krónur á auka-
tónleikunum en dugði ekki til.
Fullyrt var að stórtap hefði orðið
á tónleikunum. En þeir sem áttu
þess kost að hlusta á hana voru í
sæluvímu. Hún var sannarlega
mesta djasssöngkona heims.
Síðustu árin voru Ellu erfið.
Hún veiktist á söngferðalagi 1985,
þá komin á sjötugsaldur. Hún
varð að leggjast á sjúkrahús
vegna mikillar vökvamyndunar í
lungum. Ári síðar fékk hún alvar-
legt hjartaáfall og gekkst þá und-
ir mikinn uppskurð. Árið 1993
leiddi síðan sykursýki sem hún
var haldin til þess að taka varð af
henni báða fætur fyrir neðan hné.
Þegar hún lést í júní 1996 sagði
Bill Clinton Bandaríkjaforseti og
talaði áreiðanlega fyrir munn
allra aðdáenda hennar: „Rödd
hennar mun ylja okkur um
ókomna tíma.“
Mesta djasssöngkona heimsins
Hálf öld frá tónleikum Ellu Fitzgerald á Íslandi „Mig langar að gera fólk hamingjusamt,“ sagði
hún við Morgunblaðið Söngferillinn spannaði yfir 60 ár „Rödd sem yljar um ókomna framtíð“
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Söngkonan Ella Fitzgerald í essinu sínu við hljóðnemann. Hún var dáð um
allan heim. Frægðarganga hennar hófst með fyrstu hljómplötunni 1938.
Á Íslandi Ella Fitzgerald ræðir við Matthías Johannessen ritstjóra í febrúar
1966. Samtalið gekk stirðlega fyrir sig því hún var lítt hrifin af fjölmiðlum.
Heimsókn Ellu Fitzgerald til Íslands
fyrir 50 árum þótti mikil tíðindi.
Heimsfrægt listafólk var ekki daglegir
gestir á Íslandi á þeim tíma. Þó hafði
djassleikarinn Louis Armstrong komið
hingað ári fyrr og haldið þrenna tón-
leika fyrir fullu húsi í Háskólabíói.
„Louis er stórkostlegur,“ sagði Ella í
samtali við Morgunblaðið. „Hann er
eins og ambassadorar eiga að vera.“
Sjálf var hún ekki sérlega hrifin af
þeirri frægð sem fylgdi velgengni
hennar. Gunnar Ormslev, þekktasti
djassleikari Íslendinga á þessum tíma,
og hljómsveit hans hituðu upp fyrir
Ellu á tónleikunum í Háskólabíói og
þótti þeim takast vel upp.
Ekki hrifin af frægðinni
VAKTI MIKLA ATHYGLI
Fræg Blöðin skrifuðu mikið
um heimsókn Ellu.