Morgunblaðið - 31.03.2016, Page 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Strákar úr 9. flokki Þórs í körfu-
bolta, 15 ára gamlir, unnu til silfur-
verðlauna á Scania Cup í Svíþjóð um
síðustu helgi. Unnu alla mótherja
nema Svíþjóðarmeistara Solna Vik-
ing, sem höfðu betur í úrslitaleik
gegn Akureyringunum, 62:54.
Bestu liðum Norðurlanda er boð-
ið á þetta árlega mót en Þór er
ríkjandi Íslands- og bikarmeistari.
Stjarnan úr Garðabæ var einnig á
meðal keppenda og voru tveir Ís-
lendingar valdir í úrvalslið mótsins;
Þórsarinn Júlíus Orri Ágústsson og
Dúi Þór Jónsson úr Stjörnunni.
Guðmundur Karl Jónsson, for-
stöðumaður í Hlíðarfjalli, var skæl-
brosandi páskahelgina og brosið var
ekki farið af honum í gær! „Þetta
voru bronspáskar,“ sagði hann. Sem
sagt, aðeins tvisvar áður hafa fleiri
verið á svæðinu um páska. „Hingað
komu tæplega átta þúsund manns
núna.“
Flestir gestir um páska voru í
Hlíðarfjalli árið 2013, þá fóru 10.969
í gegnum hliðin á brettum sínum eða
skíðum. „Við teljum þá sem fara í
lyftuna hjá okkur,“ segir Guð-
mundur og segir vonlaust að telja
aðra með. En fleiri eru jafnan á
svæðinu en þeir sem renna sér,
spjalla við mann og annan og njóta
veðursins.
Árið 2013 var mjög gott veður
allan tímann, frá fimmtudegi til
mánudags, en leiðinlegt veður á
sunnudaginn dró úr aðsókn núna. Þá
komu bara 600 manns í fjallið. Færi
var líka þungt á skírdag. „Hefði
veðrið verið gott þessa tvo daga
hefðum við verið nálægt gull-
páskum!“ sagði Guðmundur í gær.
Vert er að geta þess að 2.559
voru á skíðum eða brettum á föstu-
daginn langa að þessu sinni og telst
hann sjötti „stærsti“ dagur í fjallinu
frá upphafi. Aðeins fimm sinnum
hafa sem sagt verið fleiri þar en síð-
astliðinn föstudag.
Fjörið heldur áfram í fjallinu um
helgina þegar vetrarhátíðin mikla,
Íslensku vetrarleikarnir (Iceland
Winter Games), nær hámarki.
Keppni hefst í dag og lýkur á laug-
ardag.
Aðalviðburðir hátíðarinnar í
Hlíðarfjalli eru tveir; annar á morg-
un, hinn á laugardag. Annað kvöld
frá kl. 20 til 22.30 verður snjó-
brettamót, þar sem bestu Íslending-
arnir og „frábærir útlendingar, ein-
hverjir þeir bestu í veröldinni“, eins
og einn aðstandenda leikanna orðaði
það, leika listir sínar á stærsta palli
sem gerður hefur verið hérlendis.
Skíðafimimenn verða einnig á ferð-
inni, boðið verður upp á stökks-
ýningu á vélsleðum og síðan verður
spyrnukeppni á sleðunum.
Á laugardag fer svo fram Meist-
aramót Íslands á snjóbrettum og í
skíðafimi (free-ski). Þar gefst kepp-
endum hérlendis í fyrsta skipti tæki-
færi til að vinna sér inn stig í al-
þjóðlegri mótaröð. Sama dag verður
opið mót fyrir skíða- og brettamenn
á Múlakollu við Ólafsfjörð, sem
margir eru sagðir spenntir fyrir.
Tónlist leikur töluvert hlutverk
á hátíðinni að þessu sinni. Á föstu-
dagskvöld verða reggae-tónleikar í
Sjallanum þar sem Hjálmar spila og
plötusnúðarnir í Reykjavík
Soundsystems kom fram. Á laug-
ardagskvöld verða danstónleikar í
Sjallanum.
Lokahóf Vetrarleikanna og
verðlaunaafhending verður einnig á
laugardagskvöldið, að þessu sinni
niðri við höfn, í stærstu skútu Norð-
ursiglingar sem siglt verður frá
Húsavík af þessu tilefni.
Bylgja Babýlons verður með
uppistand á Græna hattinum í kvöld
og annað kvöld kemur þar fram
rokksveitin Nykur.
Færeyska rokkhljómsveitin
Deiggj verður svo með tónleika á
Græna hattinum á laugardags-
kvöldið. Sveitin heldur upp á 35 ára
afmæli um þessar mundir og spilar
bæði eigin lög og klassískt rokk frá
sjöunda áratugnum.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Trimm Margir nota góða veðrið til útivistar. Þessi léttfætti kvennaflokkur var snöggur fram úr karlmanni við Glerárgötu í gær, enda hann á gönguhraða.
Brons í Hlíðarfjalli og silfur í Svíþjóð
Morgunblaðið/Skapti
Hlíðarfjall Gestur á skíðasvæði Akureyringa um páskana. Þar verða án efa
fjölmargir aftur um komandi helgi, bæði útivistarfólk og áhorfendur.
551 8588 / www.gullbudin.is
1 2
3
1 1.800 kr.
2 2.990 kr.
3 2.990 kr.
4 3.490 kr.
5 3.500 kr.
6 5.200 kr.
7 6.500 kr.
8 6.700 kr.
9 6.990 kr.
10 4.500 kr.
11 5.800 kr.
12 6.500 kr.
13 7.900 kr.
14 7.500 kr.
4
5
6
7
8
910
11
12
13 14