Morgunblaðið - 31.03.2016, Síða 34

Morgunblaðið - 31.03.2016, Síða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Strákar úr 9. flokki Þórs í körfu- bolta, 15 ára gamlir, unnu til silfur- verðlauna á Scania Cup í Svíþjóð um síðustu helgi. Unnu alla mótherja nema Svíþjóðarmeistara Solna Vik- ing, sem höfðu betur í úrslitaleik gegn Akureyringunum, 62:54.    Bestu liðum Norðurlanda er boð- ið á þetta árlega mót en Þór er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. Stjarnan úr Garðabæ var einnig á meðal keppenda og voru tveir Ís- lendingar valdir í úrvalslið mótsins; Þórsarinn Júlíus Orri Ágústsson og Dúi Þór Jónsson úr Stjörnunni.    Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður í Hlíðarfjalli, var skæl- brosandi páskahelgina og brosið var ekki farið af honum í gær! „Þetta voru bronspáskar,“ sagði hann. Sem sagt, aðeins tvisvar áður hafa fleiri verið á svæðinu um páska. „Hingað komu tæplega átta þúsund manns núna.“    Flestir gestir um páska voru í Hlíðarfjalli árið 2013, þá fóru 10.969 í gegnum hliðin á brettum sínum eða skíðum. „Við teljum þá sem fara í lyftuna hjá okkur,“ segir Guð- mundur og segir vonlaust að telja aðra með. En fleiri eru jafnan á svæðinu en þeir sem renna sér, spjalla við mann og annan og njóta veðursins.    Árið 2013 var mjög gott veður allan tímann, frá fimmtudegi til mánudags, en leiðinlegt veður á sunnudaginn dró úr aðsókn núna. Þá komu bara 600 manns í fjallið. Færi var líka þungt á skírdag. „Hefði veðrið verið gott þessa tvo daga hefðum við verið nálægt gull- páskum!“ sagði Guðmundur í gær.    Vert er að geta þess að 2.559 voru á skíðum eða brettum á föstu- daginn langa að þessu sinni og telst hann sjötti „stærsti“ dagur í fjallinu frá upphafi. Aðeins fimm sinnum hafa sem sagt verið fleiri þar en síð- astliðinn föstudag.    Fjörið heldur áfram í fjallinu um helgina þegar vetrarhátíðin mikla, Íslensku vetrarleikarnir (Iceland Winter Games), nær hámarki. Keppni hefst í dag og lýkur á laug- ardag.    Aðalviðburðir hátíðarinnar í Hlíðarfjalli eru tveir; annar á morg- un, hinn á laugardag. Annað kvöld frá kl. 20 til 22.30 verður snjó- brettamót, þar sem bestu Íslending- arnir og „frábærir útlendingar, ein- hverjir þeir bestu í veröldinni“, eins og einn aðstandenda leikanna orðaði það, leika listir sínar á stærsta palli sem gerður hefur verið hérlendis. Skíðafimimenn verða einnig á ferð- inni, boðið verður upp á stökks- ýningu á vélsleðum og síðan verður spyrnukeppni á sleðunum.    Á laugardag fer svo fram Meist- aramót Íslands á snjóbrettum og í skíðafimi (free-ski). Þar gefst kepp- endum hérlendis í fyrsta skipti tæki- færi til að vinna sér inn stig í al- þjóðlegri mótaröð. Sama dag verður opið mót fyrir skíða- og brettamenn á Múlakollu við Ólafsfjörð, sem margir eru sagðir spenntir fyrir.    Tónlist leikur töluvert hlutverk á hátíðinni að þessu sinni. Á föstu- dagskvöld verða reggae-tónleikar í Sjallanum þar sem Hjálmar spila og plötusnúðarnir í Reykjavík Soundsystems kom fram. Á laug- ardagskvöld verða danstónleikar í Sjallanum.    Lokahóf Vetrarleikanna og verðlaunaafhending verður einnig á laugardagskvöldið, að þessu sinni niðri við höfn, í stærstu skútu Norð- ursiglingar sem siglt verður frá Húsavík af þessu tilefni.    Bylgja Babýlons verður með uppistand á Græna hattinum í kvöld og annað kvöld kemur þar fram rokksveitin Nykur.    Færeyska rokkhljómsveitin Deiggj verður svo með tónleika á Græna hattinum á laugardags- kvöldið. Sveitin heldur upp á 35 ára afmæli um þessar mundir og spilar bæði eigin lög og klassískt rokk frá sjöunda áratugnum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Trimm Margir nota góða veðrið til útivistar. Þessi léttfætti kvennaflokkur var snöggur fram úr karlmanni við Glerárgötu í gær, enda hann á gönguhraða. Brons í Hlíðarfjalli og silfur í Svíþjóð Morgunblaðið/Skapti Hlíðarfjall Gestur á skíðasvæði Akureyringa um páskana. Þar verða án efa fjölmargir aftur um komandi helgi, bæði útivistarfólk og áhorfendur. 551 8588 / www.gullbudin.is 1 2 3 1 1.800 kr. 2 2.990 kr. 3 2.990 kr. 4 3.490 kr. 5 3.500 kr. 6 5.200 kr. 7 6.500 kr. 8 6.700 kr. 9 6.990 kr. 10 4.500 kr. 11 5.800 kr. 12 6.500 kr. 13 7.900 kr. 14 7.500 kr. 4 5 6 7 8 910 11 12 13 14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.