Morgunblaðið - 31.03.2016, Síða 44

Morgunblaðið - 31.03.2016, Síða 44
VALS TÓMATSÓSA ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA AFP Góður Andy Murray með þjálfara sínum Amelie Mauresmo á æfingu. Hann er einn af bestu tennisleikurum heims. SVIÐSLJÓS Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Þegar Vanda Sigurgeirsdóttir var ráðin þjálfari knattspyrnuliðs Neista frá Hofsósi árið 2001 og varð fyrsta konan til að taka við stjórn meistaraflokks karla í knatt- spyrnu hér á landi vakti það at- hygli út fyrir landsteinana. En árið 2016 þykir ekkert tiltökumál að kona sé í þjálfarateymi eða jafnvel aðalþjálfari. Elsa Sæný Valgeirs- dóttir og Ana María Vidal Bouza eru einu kvenþjálfarar karlaliðs hér á landi. Báðar stýra þær blakl- iðum en Ana María stýrir Þrótti Neskaupstað en Elsa hefur gert frábæra hluti með HK og vann þrefalt árið 2012. Úti í hinum stóra íþróttaheimi eru tvær konur þjálfarar í knatt- spyrnu. Corinne Diacre stýrir Clermont Foot 63 í annarri deild í Frakklandi og Shelley Kerr stýrir Stirling í fimmtu deild skoska bolt- ans. Konur eru einnig byrjaðar að láta til sín taka í þjálfarateymum liða í amerískum íþróttum þó engin sé enn orðin aðalþjálfari. Þannig er Becky Hammon að- stoðarþjálfari San Antonio Spurs í NBA-deildinni og Nancy Lieber- man er í þjálfarateymi Sacramento Kings. Báðar áttu þær afbragðs- feril og fengu starfið því þær þóttu einfaldlega hæfastar. Hammon er að klára sitt annað tímabil með Spurs sem er næstbesta lið NBA- deildarinnar á eftir Golden State. Hún leiddi liðið til sigurs í sum- ardeild NBA 2014 en lærifaðir hennar er Gregg Popovich, sem unnið hefur NBA-deildina fimm sinnum. Hann hefur miklar mætur á henni. „Hún er leiðtogi og strákarnir hlusta á hana enda hefur hún mikla þekkingu á leiknum. Ég lít ekki á hana sem einhvern brautryðjanda af því hún er kona. Hún er frábær þjálfari og er góð í því sem hún gerir,“ sagði Popovich sem hefur spáð því að Hammon gæti tekið við sem aðalþjálfari í NBA-deildinni. Hlusta á þá sem geta gert þá betri Í amerískum ruðningi, NFL, var Jen Welter ráðin sem aðstoðar- þjálfari innherja hjá Arizona Cardi- nals. Sarah Thomas var svo ráðin í fyrra sem fyrsti dómarinn í deild- inni og þykir hún góð í sínu starfi. Samningur Welter var stuttur og var ekki endurnýjaður. Washington Post fjallaði um ráðningu hennar og talaði við Dr. Justine Siegal sem sagði að íþróttamenn hlustuðu á alla sem geta gert þá að betri leikmönnum. Skiptir þar engu hvort það er karl eða kona. Siegal veit alveg hvað hún er að segja því fyrir utan að vera með doktorsgráðu í íþróttasál- fræði varð hún fyrsta konan til að stýra karlaliði í amerískum hafna- bolta þegar hún tók við Brockton Rox í Boston deildinni. Samningi hennar var rift eftir aðeins sex vik- ur vegna peningaleysis. Hún hefur séð þær Hammon og Lieberman að störfum og segir að þær njóti stuðnings. „Ef einhver leikmaður vill ekki gera það sem þær leggja upp er hann í vandræðum. Ef stuðningurinn er ekki til staðar er auðvelt fyrir leikmenn að koma konunni út en ekki ef stjórn og að- alþjálfari styðja þétt við bakið á þeim. Ef liðunum gengur ekki vel er auðvelt að kenna þjálfaranum um og hann er yfirleitt rekinn, sér- staklega ef þjálfarinn er kona.“ Reyndar eru þjálfarar í liðs- íþróttum yfirleitt látnir fara ef úr- slitin eru ekki rétt, hvort sem þjálfarinn er karl eða kona. Allt hægt Þær Lieberman og Hammon þykja líklegar til að verða fyrstu konurnar til að verða aðalþjálfarar liða í NBA-deildinni. „Núna er kona að bjóða sig fram til forseta. Það eru breytingar að gerast beint fyrir framan nefið á okkur. En ef enginn kemur á eftir okkur, þá hef- ur okkur mistekist,“ sagði Lieber- man nýlega við New York Times þar sem þær voru í viðtali. „Bara út af því að eitthvað hefur aldrei verið gert þarf það ekki að þýða að það sé ekki hægt,“ sagði Hammon og bætti við: „Leiðtogi hefur ekk- ert kyn. Við erum ekkert að biðja karlmenn að yfirgefa svæðið. Bara færa sig aðeins og búa til pláss fyr- ir okkur konurnar.“ Leiðtogi hef- ur ekkert kyn  Kvenþjálfarar í íþróttum ekkert til- tökumál  Tvær þjálfa karlalið á Íslandi Aðalþjálfari Becky Hammon er spáð bjartri framtíð í NBA. Morgunblaðið/Kristinn Árangur Blaklið HK hefur náð góðum árangri undir stjórn Elsu Sænýjar. 44 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.