Morgunblaðið - 31.03.2016, Side 46

Morgunblaðið - 31.03.2016, Side 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 SVIÐSLJÓS Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Í dymbilvikunni var hulunni svipt af heimsins stærsta loftfari í flugskýli nokkru í Cardington í Bedford-skíri í Bretlandi. Er það 92 metra langt, eða 18 metrum lengra en stærsta þota heims, Airbus A380. Eigin þungi þess er 20 tonn og mesti flug- hraði 80 hnútar, eða 148 km/klst. Knýja fjórir hreyflar loftskipið nýja en þeir velta um ása, allt að 360 gráður, og lyfta farinu, lækka flugið eða halda því kyrru og stöðugu. Burðargeta þess er 10 tonn. Það er breska fyrirtækið Hybrid Air Vehicles (HAV) sem smíðað hef- ur Airlander 10, eins og loftfarið heitir. Upphaflega var það hannað fyrir bandaríska landherinn til eft- irlits og njósnaflugs. Þegar fé til verkefnisins þvarr keypti HAV her- inn út úr verkefninu. Áætlað er að smíða allt að 12 eintök fram til árs- ins 2018. Þótt Airlander sé í sjálfu risastórt ferlíki stafar engin mengun frá því. Þykir loftfarið vera áhugaverður kostur til bæði borgaralegrar starf- semi og hernaðarlegrar. Svo sem til að gegna hlutverki í fjarskiptum, landmælingum og rannsóknum og vöruflutningum. Til flugs með far- þega er hægt að koma fyrir sætum fyrir allt að 48 manns. Kjörið til útsýnisflugs „Loftfarið er fullkomið til útsýn- isflugs því veggir og gólf farþega- klefans geta verið úr gegnsæju efni. Og það er hægt að opna glugga þar sem hvorki er flogið í mikilli hæð, eins og aðrar farþegafluvélar, né eins hratt,“ segir Chris Daniels, einn af yfirmönnum HAV. Forsvarsmenn HAV telja að loft- farið eigi fyrir sér framtíð í flug- samgöngum. Einn af stjórum þess, Chris Daniels, segir: „Við munum ekki keppa við farþegaþotur á Atl- antshafinu en getum boðið upp á draumaflug fyrir ferðaþjónustuna og magnaðar útivistarferðir. Loft- farið er hið fullkomna far til skoð- unarferða úr lofti því hægt er að hafa gólf og veggi farþegaklefans úr gegnsæju efni. Við getum opnað gluggana því við fljúgum hvorki eins hátt né eins hratt og venjulegar flugvélar. En við munum ekki bjóða upp á flug til að koma mönnum frá A Útsýnisflug Airlander væri meðal annars ákjósanlegur til útsýnisflugs eins og sést á þessari tölvugerðu mynd. Fyrsta tilraunaflugið verður síðar á árinu. Stærsta loftfar heims getur flotið á legi  Í Airlander 10 fara saman hönnun loftskipa og tækni venjulegra flugvéla  Árangurinn ofurskilvirkt loftfar Risi Starfsfólkið á myndinni virðist dvergvaxið í samanburði við ferlíkið. Sölustaðir: Fjarðarkaup, Byko, apótek, og öllum helstu leikfangaverslunum um land allt Safnaðu þeim öllum UMBOÐSAÐILI: www.danco.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.