Morgunblaðið - 31.03.2016, Page 47

Morgunblaðið - 31.03.2016, Page 47
til B á eins skömmum tíma og hægt er.“ Airlander getur verið á flugi allt að fimm sólarhringa með áhöfn um borð. Lengja má tímann um hálfan mánuð sé skipinu fjarstýrt af jörðu niðri og enginn maður um borð. Gæti það þess vegna hangið kjurrt yfir sama blettinum þann tíma, eða vel á þriðju viku. Þá gæti það flogið þótt á því væru skotgöt eftir vél- byssur. Gagnlegt til eftirlits Meðal notkunarmöguleika sér HAV fyrir sér að bjóða megi skipið til strandgæslu og eftirlits í þágu bæði herja og borgaralegrar þjón- ustu. Einnig til kvikmyndunar og vísindarannsókna. Fyrirtæki sem þurfa að flytja þungar vélar og tæki til afskekktra heimshorna gætu einnig haft gagn af loftfarinu, segir Daniels. Á neðanverðum skrokknum er nokkurs konar skíði eða flotholt til að auðvelda aðgerðir á láði eða á legi. Þegar þeirra er ekki þörf eru þau dregin inn í búkinn til að minnka loftmótstöðu. Kostnaður við smíði loftfarsins nemur 25 milljónum sterlingspunda, tæplega 4,5 milljörðum króna. Hef- ur það verið níu ár í þróun í stærsta flugskýli Bretlandseyja. Nú fara í gang flugtilraunir með Airlander en vonast er til að loftfarið verði komið á góða siglingu með sumrinu. Í páskavikunni var það látið svífa í skýlinu stóra í fyrsta sinn. Til flugs þarf Airlander 1,3 milljónir rúmfeta af helíum – sem er álíka magn og þarf til að fylla 15 ólympískar sund- laugar. Samsvarar það tæplega 37 þúsund rúmmetrum. Kostir loftfars- ins eru að það getur hafið sig lóðrétt til flugs sem þyrla og lent á næstum því hvaða yfirborði sem er, til dæmis á hafís, í sendinni eyðimörk eða á sjó eða vatni. Til að athafna sig hefur Airlander enga þörf fyrir flugvallarmannvirki með öllu sem þeim fylgir. Með um- talsverða burðargetu og möguleika á að lenda á næstum hvaða yfirborði sem er gæti loftfarið átt mögulega framtíð fyrir sér á sviði vöruflutn- inga í lofti. Aðilar óháðir HAV hafa metið markaðinn fyrir loftskip sem Airlander vera rúmlega 50 milljarða virði næstu 20 árin. Áætlað er að til- koma framleiðslunnar muni hafa í för með sér tæplega tvö þúsund ný störf fyrir fólk með menntun á sviði hátækni. Í fyrra fjölgaði HAV starfsmönnum sínum úr 20 í 115. Bíður spenntur eftir að fljúga „Ég er afar spenntur fyrir að hefja prófanir á Airlander og hlakka mjög til fyrsta flugsins, sem ég er sannfærður um að verði árangurs- ríkt,“ segir þróunarflugstjórinn David Burns. Það hefur ekki verið tímasett en mun eiga sér stað um leið og öllum prófunum á jörðu niðri Óþreyjufullur Þróunarflugstjórinn David Burns bíður þess að hefja flugtilraunir með loftfarið.  SJÁ SÍÐU 48 FRÉTTIR 47Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is INTERFLON Matvælavottaðar efnavörur Nýjar umbúðir, sömu gæða efnin HEILDEHF Rúmfatnaður fyrir hótel og sjúkrastofnanir Stórhöfði 17 • 110 Reykjavík • Sími 5877685 • Netfang: elias@egheild.is • www.egheild.is Vandaður rúmfatnaður 100% cotton satin með 300TH. 60/60μ. Sterk og endingargóð teygjulök, 100% cotton satin með 300TH. Gæða handklæði 500 gsm. Góðar sængur sem má þvo við 95° hita. Dýnuhlífar, þola þvott við 95°, rakaheldnar. Opið frá kl. 13 til 18 virka daga. Vinsamlegast sendið net- skilaboð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.