Morgunblaðið - 31.03.2016, Page 48

Morgunblaðið - 31.03.2016, Page 48
48 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 er lokið. Ætlaðar eru 200 klukku- stundir til reynsluflugs en síðan taka við sýningarferðir með fulltrúa hugsanlegra kaupenda. „Við erum stolt af því að vera breskt fyrirtæki og með 80% birgja okkar í Bretlandi,“ segir forstjóri Hybrid Air Vehicles, Stephen McGlennan. Fyrirtækið er aðili að mikilli sókn fyrir breskar vörur og breskt hugvit á alþjóðavettvangi sem hjálpa mun HAV að markaðs- setja Airlander-loftfarið. Um 60% lyftikraftsins fær loftskipið úr helí- uminu í belg þess. Því sem á vantar skilar annars vegar loftaflsfræðileg lögun búksins og hverfilblásnir V8- dísilhreyflarnir fjórir, sem hver um sig er 325 hestöfl. Tim Robinson, ritstjóri tímarits- ins Aerospace, segir að kostnaður við helíumið gæti virkað fráhrind- andi og sömuleiðis áhrif veðurfars á getu skipsins til flugs. Hann sagði þó, að tala mætti um loftskipið sem nýjan snjallsíma; enginn vissi hversu mikla þörf hann hefði fyrir hann fyrr en hann væri orðinn að veruleika. Fleiri í sömu hugleiðingum „Endurkomu loftskipanna hefur áður verið spáð án þess að það rætt- ist. Því hugsa sumir sem svo að hér sé gömul tugga að skjóta aftur upp kolli. En hér er um nýja kynslóð loftfara að ræða þar sem nýjustu efni og tækni er brúkuð. Þurfi menn að flytja vörur er loftskipið ódýrara en flugvélar og fljótar í förum en skip. Því gæti verið að finna markað fyrir það. Til dæmis vegna mann- úðarverkefna og ég yrði ekki hissa þótt Sameinuðu þjóðirnar keyptu eitt slíkt. En sem stendur bíða menn eftir því að fyrirtækið sanni ágæti loftfarsins,“ segir Robinson. Hybrid Air Vehicles er ekki eina fyrirtækið sem er að gera tilraunir með loftför. Bandaríski flotinn á í samstarfi við fyrirtæki að nafni Ae- ros um svipað flygildi og flugvéla- og vopnaframleiðandinn Lockheed Martin er sömuleiðis að hanna og þróa loftskip. Stóra spurningin nú er hvort Airlander 10 eigi eftir að verða til að skapa nýjan áhuga á loftförum sem þessum og reynast nytsamlegt. agas@mbl.is Morgunblaðið/AFP Í öllu sínu veldi Verið er að hefja flugtilraunir með Airlander en þeim verður lokið síðsumars eða með haustinu. Hér er hann í öllu sínu veldi í stærsta flugskýli Bretlandseyja. Laugavegi 103 við Hlemm | 105 Reykjavík | Sími 551 5814 | www.th.is Nýjar ferðatöskur frábærar fermingargjafir Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá eru hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki. Verð frá 89.900 kr. Sími 588 8900 | transatlantic.is GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI BUDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Hún var helsta vígi Hansakaupmanna í Evrópu. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar- hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferða- mannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.