Morgunblaðið - 31.03.2016, Page 56

Morgunblaðið - 31.03.2016, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er þekkt,að mis-vindasamt sé í stjórnmálum. Persónufylgið lýt- ur þeim lögmálum líka. Stjórnmála- menn kynnast því flestir, hér sem erlendis, að vinsælda- kúrfan er iðulega jafnbrött og þakklætiskúrfan. Kjósendum þykir víst að óvinsældir stjórnmálamanna séu fyrst og síðast sjálfskap- arvíti. Þeir uppskeri eins og sáð var. Margt er til í því, en ekki allt. Stundum árar betur en endranær án þess að stjórn- málamönnum verði þakkað, en þeir njóta þess samt. Formerk- in verða öfug þegar illa árar. Það munaði litlu að Viðreisn- arstjórnin héldi velli í þriðja sinn 1971. Kannski réð stjórn- málaleg þreyta úrslitum. Kannski sviplegt fráfall mikils leiðtoga. Eða kannski var það hvarf síldarinnar af Íslands- miðum og kaupmáttarhrun næstu ár á eftir sem munaði mestu. Kannski kom allt þetta þrennt og jafnvel fleira við sögu. Um þessar mundir er van- traust á stjórnmálamönnum útbreitt, hvert sem litið er. Evrópa er talandi dæmi. Þar koma leiðtogar 28 ríkja ótt og títt saman á fundum og taka undir morgun ákvarðanir sem hafa afleiðingar fyrir milljónir manna. Þessir leiðtogar sækja umboð sitt til mjög ólíkra flokka en þess gætir ekki á þessum furðulegu fundum. Þar breytast allir eins og hendi sé veifað í samkynja elítuflokk og glittir hvergi í hugsjóna- eða meiningarmun. Þessi vinnubrögð senda kjósendum heima fyrir þau skilaboð að þingkosningar þar séu sýndarleikur. Í Bandaríkjunum er ríflega helmingur stuðningsmanna Repúblikanaflokksins í öngum sínum yfir því að sitja senni- lega uppi með Donald Trump sem forsetaefni. Margir þeirra kenna reyndar Obama forseta um Trump, svo skrítilega sem það hljómar, því enginn forseti í manna minnum hafi ýtt jafn kröftuglega undir þjóðar- sundrungu og Obama og reiðin sem magnast hafi upp skili sér í ótrúlegu fylgi Trumps og sósíalistans Sanders (væri Sanders á hægri vængnum myndu fjölmiðlar skeyta orð- inu „öfga-“ framan við póli- tísku skilgreininguna). Á Íslandi heimta stjórnar- andstæðingar afsögn forsætis- ráðherrans. Þetta er sama fólkið, sem sat í ríkisstjórn í tvö ár eftir að sú hafði misst sinn meirihluta. Vegna fram- göngu sinnar gera þeir sig ómarktæka nú með hrópum sínum og köllum. Eitt, umfram annað, veldur þessari vaxandi fyrirlitningu á stjórnmála- mönnum og það er einmitt ósamræmið í orðum og athöfn- um, sem fylgir þeim svo oft. Það er stundum líkast því að dr. Jekyll sé í framboði, en herra Hyde sé sá sem komi upp úr kassanum. Það er furðu víða svipað viðhorf uppi til stjórnmálamanna núna} Traust er gulls ígildi Argentínumennfögnuðu í vik- unni þegar nefnd Sameinuðu þjóð- anna um mörk landgrunnsins komst að þeirri niðurstöðu að tilkall Suður-Ameríkuríkisins til 350 mílna efnahagslögsögu ætti sér stoð í alþjóðalögum. Skipti þá engu að með slíkri útfærslu myndi yfirráðasvæði Argentínu umlykja Falklands- eyjar, þar sem Bretar hafa haft nær óslitin yfirráð í hér um bil tvö hundruð ár. Bretar voru enda fljótir til að benda á að álit nefnd- arinnar hefði ekkert lagalegt gildi, og að hún gæti ekki úr- skurðað um mál sem sneru að fullveldi ríkja. Þeir segja það skjóta skökku við að nefnd á vegum alþjóðasamtaka, sem stofnuð voru um réttinn til sjálfsákvörðunar, telji rétt að afhenda Argentínumönnum nær allt hafsvæðið sem umlyk- ur eyjarnar, jafnvel þó að vilji eyjarskeggja til þess að til- heyra Bretlandi sé skýr. Þrátt fyrir þess- ar mótbárur er nefndarálitið nokkur sigur fyrir Argentínumenn og túlkaði utanríkisráðherra landsins álitið á þann veg að það „stað- festi fullveldisréttindi okkar yfir auðlindum landgrunnsins okkar“. Ætla má að Argentína muni á grundvelli álitsins stór- auka umsvif sín í nágrenni Falklandseyja, meðal annars í sjávarútvegi, en einnig á sviði olíu, sem fundist hefur í tölu- verðu magni á svæðinu. Deilan um yfirráð yfir Falk- landseyjum verður augljóslega ekki leyst á grundvelli þessa álits. Líklegra er að álitið geri lausn deilunnar enn flóknari en ella. En álitið er einnig umhugsunarvert þar sem það kann að hafa áhrif víðar um heiminn, meðal annars hér í Norður-Atlantshafi, nema það eigi að vera einnota í þágu Argentínumanna. Nefnd Sameinuðu þjóðanna skilar um- deildri niðurstöðu} Þrengt að Falklandseyjum É g var með fjörutíu milljónir króna í jakkavasanum mínum um daginn. Ég er hins vegar ekki alveg viss hvort ég hafi skilið jakkann eftir hjá Möggu frænku í Kópavoginum eða Siggu vinkonu í Keflavík. Ég hef svosem ekkert verið að at- huga það neitt sérstaklega. Enda lánaði ég Gunnu systur jakkann og það var hún sem skildi hann þarna eftir. Þetta er reyndar algjör steypa. Ég veit al- veg í hvaða vasa, geymslu eða hólfi þúsund króna seðill eða klink í stöðumælinn leynist. Samt þarf ég ekki að koma umgjörðinni á fót með formlegum hætti með tilheyrandi skjöl- um og fjármálastofnanir minna mig ekki á þetta með reglulegu millibili. Fjármálaráðherra, yfirmaður fjármála Ís- lands, virðist hins vegar ekki vera í sömu stöðu. Hann átti fjörutíu milljónir króna einhvers staðar og vissi ekki í hvaða landi þær voru. Vinur hans stofnaði nefnilega félagið sem þær voru geymdar í. Óþarfi að at- huga það eitthvað frekar. Þetta kann að hljóma fullkomlega rökrétt í eyrum sumra. Líkt og t.d. í eyrum innanríkisráðherra sem var skráð fyrir félagi í skattaskjóli sem átti að taka við kaup- réttargreiðslum eiginmanns hennar. Eða t.d. í eyrum forsætisráðherra sem fannst það ekki í frásögur færandi að eiginkonan ætti 500 milljóna króna kröfur í slitabú föllnu bankanna í gegnum aflandsfélag. Kannski er bara í alvörunni erfitt að tengja og átta sig á undrunarsvipnum á andliti flestra kjósenda um þessar mundir. Þar liggur hins vegar vandamálið og þegar svona mál koma upp er furðulegt að hugsa til þess að fólkið í þessari stöðu skuli sjá um að forgangsraða peningunum sem hinir greiða til samfélagsins. Flestir án milligöngu aflandsfélaga. Skilningsleysi ráðamanna á skilningsleysi landsmanna birtist síðan í ýmsum myndum. Meðal annars í því að forsætisráðherra skuli hlakka til framlagningar á vantrausts- tillögu til þess að geta stært sig af öllum þeim góðu verkum sem ríkisstjórnin hefur unnið. Minni virðingu er vart hægt að bera fyrir úr- ræðinu. Virðingin fyrir kjósendum virðist ekki miklu meiri þegar ráðamenn gera lítið úr fyrrnefndri forundran með því að snúa út úr einföldum spurningum og neita að svara öðrum. Betra er að hafa eigin bloggsíðu, líkt og forsætisráðherra, þar sem auð- velt er að setja fram eigin spurningar og svara þeim um- svifalaust aftur. Eða bara að tjá sig í gegnum stöðuupp- færslur á Facebook. Best er að skrá sig síðan út og leyfa fólki að röfla. Staðreyndin er hins vegar sú að flestir hafa aldrei sýsl- að með félög í útlöndum, skilja ekki af hverju ráðamenn þurfa endilega að gera það og hvers vegna þeir geyma ekki bara peningana sína á Íslandi líkt og aðrir. Fyrsta skrefið í átt að trausti er gott samtal. sunnasaem@mbl.is Sunna Sæ- mundsdóttir Pistill Skilningsleysið á skilningsleysinu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Störfum heldur áfram aðfjölga á vinnumarkaði og erhlutfall starfandi af mann-fjöldanum nú að nálgast töl- ur eins og þær voru hæstar á sein- ustu árunum fyrir hrun. Seinustu vísbendingar um þetta má finna í Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar fyrir febrúarmánuð en hún leiðir í ljós að hlutfall starf- andi er komið í 79,8% af mannfjöld- anum. Til samanburðar var þetta hlutfall 81,5% á árinu 2007. Atvinnu- leysi í seinasta mánuði samkvæmt Hagstofukönnuninni var komið nið- ur í 3,1%. Fleiri atvinnulausir í vinnu Fjölgun starfa og minnkandi at- vinnuleysi haldast í hendur en starf- andi einstaklingum fjölgar að sjálf- sögðu einnig í takt við mann- fjöldaþróunina. Nú kemur líka sífellt betur í ljós að þúsundir einstaklinga sem hurfu út af vinnumarkaði í kreppunni og fóru í nám eða annað og töldust því ekki meðal atvinnu- lausra, eru í vaxandi mæli að koma aftur út á vinnumarkaðinn. Starfandi einstaklingum á vinnumarkaði, þ.e.a.s. samanlagður fjöldi fólks í aðal- og aukastarfi, fjölgaði um 2.800 á árinu 2014 og nýjar tölur Hagstofunnar sýna að fjölgunin var ríflega tvöfalt meiri í fyrra ef horft er á ársmeðaltöl en þá fjölgaði starfandi einstaklingum um 5.900. Hlutfallið af mannfjöldanum var þá 79,2%. Greina má fjölgun starfa eftir atvinnugreinum út frá tölum úr Vinnumarkaðsrannsóknum Hag- stofunnar. Þar má sjá að fjölgun starfa hefur verið mjög misjöfn eftir greinum. Ferðaþjónustan og aðrar ferðaþjónustutengdar greinar hafa verið drifkraftur í batanum á vinnu- markaði ásamt öðrum útflutnings- greinum. Um seinustu áramót hafði t.d. störfum við rekstur gististaða og veitingarekstur fjölgað um 4.800 frá árinu 2008. Á seinasta ári nam fjölg- unin í þessum geira 600 störfum. Hagstofan flokkar eina atvinnu- grein undir liðinn flutningar og geymsla en undir hann heyra m.a. hópferðaflutningar. Þar nam fjölgun starfa í fyrra 1.200. Störfum við heild- og smásöluverslun og við- gerðir á vélknúnum ökutækjum fjölgaði einnig um 1.200 í fyrra. Ef eingöngu er litið til könn- unar Hagstofunnar fyrir febr- úarmánuð sl. bendir margt til að uppgangurinn í ferðaþjónustunni haldi áfram yfir vetrartímann sem aldrei fyrr. Ólafur Már Sigurðsson, sérfræðingur hjá Hagstofunni, bendir í samtali á að aldrei hafi eins margir unnið í ferðaþjónustunni á þessum árstíma og nú. Fjölgunin mest meðal kvenna Þegar greining Hagstofunnar á fjölgun starfa eftir atvinnugreinum er skoðuð með tilliti til atvinnuþátt- töku kynjanna kemur í ljós mikill munur. Þannig standa konur í miklu meira mæli undir fjölgun starfa í ferðaþjónustunni en karlar. Í fyrra fjölgaði störfum kvenna í rekstri gististaða og veitingarekstri um 800 en körlum fækkaði um 200 í þeirri grein. Störfum kvenna í atvinnu- greinaflokknum flutningar og geymsla fjölgaði um 700 að meðaltali í fyrra en störfum sem karlar sinntu í þessari grein fjölgaði um 400. Kon- um sem störfuðu við heildsölu- og smásöluverslun og viðgerðir á öku- tækjum fjölgaði um 1.000 á sama tíma og körlum sem sinna þessum störfum fjölgaði aðeins 400. Fjölgun starfa ólík eftir atvinnugreinum Morgunblaðið/Eggert Við Deildartunguhver Ferðamönnum fjölgar yfir vetrartímann og aldrei hafa verið eins margir við störf í ferðaþjónustu á þessum árstíma og nú. Sé litið á atvinnuþróunina í ýmsum atvinnugreinum skv. ársmeðaltalsupplýsingum Hagstofunnar má sjá að lang- flestir starfa við opinbera stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og fé- lagsþjónustu eða 54 þúsund. Fjölgaði þeim um 1.300 í fyrra. Fjölgunin var langmest í fræðslustarfseminni þar sem störfum fjölgaði um 1.200 á liðnu ári. Hins vegar fækkaði störfum við landbúnað um 200 á seinasta ári og um 500 við fiskveiðar en þar hafði átt sér stað umtalsverð fjölgun starfa á árunum frá 2009 til 2012. Störfum í bygging- arstarfsemi og mann- virkjagerð fjölgaði í fyrra um 1.100 samkvæmt greiningu Hagstofunnar á fjölgun og fækkun starfa eftir atvinnu- greinum. Fleiri hjá hinu opinbera STARFANDI EFTIR GREINUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.