Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 59
UMRÆÐAN 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur með dómi sínum þann 22. mars sl., þess efnis að loka skuli flugbraut 06/24 (oft nefnd neyð- arflugbraut), fallist á með Reykjavíkurborg að nægjanlegt sé að viðhalda einungis þol- anlegu flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. Héraðsdómur tekur þannig undir að einungis þurfi að taka tillit til flugöryggis í flutningaflugi, þ.e. far- þega-, vöru- og póstflugi um Reykjavíkurflugvöll, þegar hann kveður á um að loka skuli áð- urnefndri flugbraut, en með því er talið að einungis náist að viðhalda þolanlegu flugöryggi á Reykjavík- urflugvelli í flutningaflugi. Ef hins- vegar er tekið tillit til sjúkra-, neyð- ar- og almannavarnaflugs er ljóst að flugöryggið verður ekki þol- anlegt, en slíku flugi var haldið utan sviga í að því er virðist pantaðri nið- urstöðu úttektar um flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli, væri flugbraut 06/24 tekin úr notkun, en slíkt flug hefur mest þurft að reiða sig á þessa flugbraut enda oft stundað við veðuraðstæður þar sem að flutn- ingaflugi hefur verið aflýst. Sú furðulega fullyrðing fylgdi í þessari úttekt „að hægt hefði verið að lenda í sjúkra- og neyðarflugi á öðrum flugbrautum en 06/24“ þegar hlið- arvindur var á eða utan marka ef brautarástand þeirra væri „gott og þurrt“ en flugmenn ganga þó sjaldnast að slíku brautarástandi vísu við íslenskar veðuraðstæður og því væri verið að storka örlögunum við slíkar lendingar. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur leynt og ljóst unnið gegn almenn- ingsþörfum landsmanna og Land- spítala Íslands með því að þjarma að og beita sér fyrir lokun Reykja- víkurflugvallar, því í skýrslu nefnd- ar um staðarval nýs Landspítala há- skólasjúkrahúss (LSH) frá árinu 2004 segir í 10. kafla um samgöngur við LSH.: „Mikilvæg forsenda fyrir staðarvali við Hringbraut var að sýnt þótti, að þar væri hægt að tryggja gott aðgengi ökutækja og sjúkraflugs“ og síðan segir: „Hlutverk LSH er m.a. að vera þunga- miðja í íslensku heil- brigðiskerfi, en þangað verður leitað ef fjöl- menn slys verða jafn- framt því sem ein- staklingar með smærri vandamál fá þar þjón- ustu“. Þá er í skýrsl- unni fjallað um sam- göngumiðstöð sem þjóni flugi, lang- ferðabílum og stræt- isvögnum og þar með hagsmunum Landspítalans til að uppfylla skyld- ur sínar við landsbyggðina. Þegar ljóst er að þessar mikil- vægu forsendur fyrir staðarvali sjúkrahússins við Hringbraut muni ekki halda, hafi borgarstjórn Reykjavíkur sitt fram, er eðlilegt að menn skoði aðra kosti fyrir stað- setningu nýs Landspítala til fram- tíðar vegna breyttra og þyngri sam- gangna á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega á Hringbrautar/ Vatnsmýrarsvæðinu, gangi bygg- ingaráform borgarinnar eftir, og jafnframt hvað varðar sjúkraflug út frá öðrum flugvallarmöguleikum og forsendum en um Reykjavík- urflugvöll. Markvisst hefur verið unnið að því í heilbrigðiskerfinu að beina neyðar- og sérfræðiþjónustu í landinu á Landspítalann í Reykja- vík og jafnframt draga úr og leggja niður slíka þjónustu úti á lands- byggðinni í sparnaðarskyni. En til að tryggja þjónustu og öryggi sjúk- linga við slíka ráðstöfun eru greiðir sjúkraflutningar að Landspít- alanum lífsnauðsynlegir. Í áðurnefndri dómsniðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er þó ábending um hvernig ríkisvaldið og Alþingi eigi að standa að málum vilji það tryggja almenningsþörf við rekstur Reykjavíkurflugvallar og þar með Landspítalans, en þar seg- ir: „ Í krafti almennra heimilda sinna getur Alþingi einnig, ef því er að skipta, gefið ráðherra fyrirmæli um framkvæmd málefna Reykjavík- urflugvallar, svo og sett sérstök lög um málefni flugvallarins, þ. á m. um stærð og umfang flugvallarins, eftir atvikum þannig að kveðið sé á um heimildir til eignarnáms vegna ákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 10 gr. laga nr. 97/1995 og for- gang laganna gagnvart hvers kyns áætlunum sveitarstjórna samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010“. Í tilvísaðri 72. gr. stjórnarskrár- innar segir: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema al- menningsþörf krefji, þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“ Er því ekki óvarlegt að segja að stjórnarskrárvarin almennings- þörf sé fyrir því að tryggja al- mannavarna-, neyðar- og sjúkra- flutninga að og frá Landspítala Íslands og almenningssamgöngur um Reykjavíkurflugvöll vegna þjón- ustu stjórnsýslu ríkisins í Reykja- vík. Því liggur beinast við að Al- þingi og ríkisvaldið stöðvi áform Reykjavíkurborgar og fari að ábendingu dómsins um hvernig tryggja megi áframhaldandi rekst- ur Reykjavíkurflugvallar og hags- muni almennings um gott aðgengi að Landspítala Íslands, sbr. nið- urstöðu staðarvalsnefndar Land- spítalans, með setningu laga um málefni flugvallarins. Þolanlegt flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli? Eftir Jakob Ólafsson » Borgarstjórn Reykjavíkur hefur leynt og ljóst unnið gegn almenningsþörfum landsmanna og Land- spítala Íslands með því að þjarma að og beita sér fyrir lokun Reykja- víkurflugvallar … Jakob Ólafsson Höfundur er flugstjóri. JURA – If you love coffee Opið virka daga frá kl. 10:00-18:00 og laugardaga frá kl. 11:00-15:00 | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is ƒ Púlsuppáhelling (P.E.P.®) tryggir réttan uppáhellingar- tíma og framkallar fullkominn espresso, eins og hann er gerður af heimsins bestu kaffibarþjónum ƒ Sjálfskipting milli mjólkur og mjólkurfroðu, þannig að auðvelt er að búa til vinsælustu kaffidrykkina með einni snertingu ƒ Vatnskerfið (I.W.S.®) skynjar vatnsfilterinn sjálfkrafa meðan CLARIS Smart tryggir bestu mögulegu vatnsgæði ƒ Fágun, skilvirkni og glæsileg hönnun. Vatnstankur, baunatankur og stjórnborð eru öll aðgengileg að framanverðu JURA – If you love coffee Dásamlegt kaffi – nýmalað, engin hylki. Ármúla 24 • S: 585 2800Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is Cloudy loftljós fráVelgreiddir þúfnakollar nýkomnir undan snjónum á Seltjarnarnesi.Minna helst á Donald Trump. Kristín Halla Jónsdóttir Fréttastofa RÚV og fleira Mér fannst það lágkúra að láta þessar leiknu glamúrauglýsingar hljóma í útvarpinu á svo helgum degi, sem föstudagurinn langi er. Og áfram heldur fréttastofa Sam- fylkingar/VG hjá útvarpinu aðför- inni að forsætisráðherra og hans fólki. Þetta nálgast það að vera ein- elti. Engan skal undra, þótt for- sætisráðherra vilji ekki tala við fjöl- miðil, sem hagar sér svona gagnvart honum og hans frú. Ég skil hann vel, enda er þetta fyrir neðan allar hellur, hvernig þessi fréttastofa, sem er í fjölmiðli að sögn í almanna- eigu, er orðin. Hún er farin að minna meira á áróðursútvarps- stöðvar í einræðisríkjum, gamla Sovétútvarpið, og er sömuleiðis að finna í Kína og öðrum Asíu- og Afr- íkulöndum, sem búa við einræð- isharðstjórnir. Það er nóg komið af þessu. Er einhver hissa á því, þótt vinstriflokkarnir njóti lítilla vin- sælda hjá þjóðinni með þessu áframhaldi? Mál er að linni, enda varla orðið hlustandi á þetta lengur. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Velgreiddir þúfnakollar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.