Morgunblaðið - 31.03.2016, Side 61
UMRÆÐAN 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016
Við leitum að sölufulltrúum
um allt land
Ótakmarkaðir tekjumöguleikar !
Hafðu samband í síma 577 2150 eða anna@actehf.is
Afsláttarsprengja 40%afsláttur af öllumAVON vörumOpið laugardaginn 2. apríl frá kl. 11-16
ACT ehf | Dalvegur 16b | 201 Kópavogurshop.avon.is
Alpine margmiðlunartæki með
leiðsögukerfi fyrir þá sem víða rata
Reykjavík - Raufarhöfn - Róm
Síðumúla 19 • Sími 581 1118 • nesradio.is
Eftir hrun reis al-
menningur upp með
óþol gagnvart græðgi,
spillingu og vina- eða
frændhygli. Fólk sá að
ríkjandi kerfi var
meingallað, kallaði eft-
ir nýrri stjórnskipan
og endurskoðun sam-
félagsins. Sú vinna er
enn í gangi og því er
mjög mikilvægt að við
vöndum valið á nýjum
forseta.
Mér finnst mikilvægt að við byrj-
um með hreint borð með næsta for-
seta og því þurfum við manneskju
sem ekki er tengd inn í neinn stjórn-
málaflokk. Við höfum séð hvernig
stjórnmálaflokkakerfið elur á bak-
tjaldamakki, undirferli, spillingu og
vinahygli og það er ekki eitthvað
sem við viljum hafa á forsetastóli.
Forseti má hins vegar hafa skoðanir
á hvernig við getum bætt samfélagið
og vera fylgjandi breytingum.
Af sömu ástæðu þurfum við for-
seta sem kom ekkert nálægt
hruninu og er óháður fjármálaöflum
í samfélaginu. Það kemst aldrei á
jöfnuður í samfélaginu ef forseti er
hluti af þeim sem eiga stærstan
hluta fjármagnsins hér á landi, að ég
tali nú ekki um reikninga í aflands-
félögum. Forseti getur stutt við út-
flutning og greitt fyrir viðskipta- og
menningarsamböndum við útlönd án
þess að vera tengdur fjármálaöflum.
Við þurfum forseta sem álítur fólk
mikilvægara en peninga. Forsetinn
á að vera úti á meðal fólksins, beina
athygli að öllu því góða sem er að
gerast til að byggja upp fólk og
bæta samfélagið. Hann eða hún á að
hlusta á fólkið og vera málsvari þess
hvar sem kostur er. Það er mikil-
vægt að forseti fari ekki í mann-
greinarálit og heimsæki alls konar
vinnustaði og stofnanir.
Forseti þarf að hafa áhuga á
menningu og bera virðingu fyrir og
hafa þekkingu á menningararfinum,
ekki bara Íslendingasögunum held-
ur ævintýrum og þjóðsögum, þjóð-
háttum og þjóðmenningu. Þetta eru
ræturnar okkar sem við megum
ekki glata því rótleysi veldur óör-
yggi og veikri sjálfsmynd. Þjóð-
remba er allt annað en þjóðarstolt.
Hið fyrra gefur til kynna að við
séum betri en aðrir, hið síðara að við
séum ekki síðri en aðrar þjóðir.
Mér finnst mikilvægt að forseti sé
hlynntur nýju stjórnarskránni og öt-
ull talsmaður hennar, því forseti
getur talað gegn henni og hindrað
að hún komist í gegn.
Forseti þarf ekki að vita allt best,
heldur þvert á móti leita álits sem
flestra og mynda sér síðan sjálf-
stæða skoðun út frá því.
Forseti þarf ekki að vera sérfræð-
ingur í málum norðurslóða því ég
reikna með að fráfarandi forseti vilji
sinna þeim málum
áfram. Ég tel hins veg-
ar mikilvægt að forseti
beiti sér fyrir friði í
heiminum með því að
mynda tengsl við aðra
leiðtoga og leita leiða til
að sætta stríðandi fylk-
ingar. Við getum sem
þjóð ákveðið að standa
alltaf með friði, hvort
sem er í Nató, hjá Sam-
einuðu þjóðunum eða á
sjálfstæðum vettvangi.
Forseti þarf að vera
verðugur fulltrúi meðal annarra
þjóða, tala tungumál annarra þjóða
og kunna sig í almennum mannasið-
um. Hann verður að geta umgengist
fyrirfólk jafnt sem alþýðuna. Hann
verður ávallt að vera boðberi friðar
og sátta.
Forsetinn verður að endurspegla
þau góðu gildi sem við viljum hafa.
Hann má ekki verða uppvís að
hroka eða yfirlæti. Hann má ekki
skilja eftir sig slóð sleggjudóma eða
meiðandi ummæla. Þvert á móti á
forsetinn að vera kurteis, hlýr, kær-
leiksríkur, skilningsríkur, for-
dómalaus og alþýðlegur. Hann þarf
að hvetja til samvinnu í stað sundr-
ungar og efla fólk til dáða hvar sem
hann kemur.
Ég tel sjálfa mig mæta öllum
þessum kröfum. Ég er ótengd póli-
tískum flokkum og fjármálaöflum og
átti engan þátt í hruninu. Ég er ötull
talsmaður nýju stjórnarskrárinnar
og tel hana vera undirstöðu betra
samfélags. Ég hef skilning á þeim
breytingum sem samfélagið er að
fara í gegnum og vil leggja þeim lið.
Til að breyta samfélagi þarf bæði að
breyta stjórnskipan ofan frá, sem og
vinna með þeim sem minna mega
sín. Undanfarin ár hafa kraftar mín-
ir einmitt beinst að þeim úrræðum
sem byggja upp einstaklinga.
Ég er þjóðfræðingur að mennt og
þekki því þjóðararfinn. Ég hef skrif-
að leikrit, unnið á listasafni og sæki
ýmsa menningarviðburði. Ég treysti
mér til að standa á móti þeim sem
sýna hroka og yfirlæti, stjórnsemi
og yfirgang án þess að fara niður á
þeirra plan. Umfram allt þykir mér
vænt um fólk, sama hvar það er
statt í lífinu, og vil leggja mitt af
mörkum til að búa til betra sam-
félag.
Hvernig forseta
þurfum við?
Eftir Hildi
Þórðardóttur
Hildur
Þórðardóttir
»Ég treysti mér til að
standa á móti þeim
sem sýna hroka og yfir-
læti, stjórnsemi og yfir-
gang án þess að fara
niður á þeirra plan.
Höfundur er þjóðfræðingur og rithöf-
undur og gefur kost á sér til embættis
forseta Íslands.
Það er öllum ljóst að
það eru vandamál í
þjóðfélaginu sem má
rekja til vanhæfni
margra embættis-
manna. Það eru haldn-
ar ráðstefnur og skip-
aðar nefnir og
þingmenn velta vöng-
um en engin lausn
finnst. Svo þegar al-
mennir borgarar láta í
sér heyra er ekki hlustað og umræð-
an bæld niður af einhverjum orsök-
um sem ekki er auðvelt að sjá hverj-
ar eru. Það er mikil tortryggni í garð
manna sem ekki eru með háskóla-
gráðu. Þekkingin nær ekki alltaf yfir
heilbrigða skynsemi.
Ég er með dæmi eins og vandræð-
in með Landeyjahöfn sem hafa
gengið í fimm ár og kostað þjóðina
milljarða. Ekki er hlustað á þá sem
eru með hugmyndir um lagfæringu,
allt þaggað niður.
Svo er það mygluráðgjafinn sem
reynir að laga rakamyndun í húsum
en fer ekki rétt að og rakinn heldur
áfram aftur og aftur, hann heldur
skemmtiræður á ráðstefnum. Fjöldi
borgara þjáist vegna rakavanda-
mála, Landspítalinn,
velferðarráðuneytið og
fleiri.
Alltaf er sami ráð-
gjafinn, verk-
fræðistofan Efla, sem
er með ranga ráðgjöf
og ekki tekst að gera
við neitt. Milljónum er
varið í lagfæringar sem
bera engan árangur.
Hann skilur ekki að
raki verður til í hita-
skilum í veggjum. Það
hefur ekkert að gera
með loftun í húsnæðinu. Það er
reyndar Mannvirkjastofnun sem ber
ábyrgðina.
Í Landeyjahöfn er hafaldan látin
æða beint inn í höfnina og eys með
sér sandi svo höfnin fyllist. Þetta
hefur átt sér stað í fjögur ár og millj-
örðum er eytt í að dæla sandinum.
Þótt bent hafi verið á að það vanti
brimbrjót sem nær fyrir hafnar-
mynnið er ekkert gert til að hefja
lagfæringar.
Vestmannaeyingar eru að verða
gjaldþrota vegna þess að höfnin er
ekki nothæf. Það var talið að ný
ferja myndi laga þetta allt saman en
nú eru menn farnir að skilja að það
er ekki ferja sem vantar heldur þarf
að laga höfnina fyrst. Sigurður Ás
Grétarsson er einráður um aðgerðir
og þjóðin borgar alla vitleysuna þeg-
ar ákveðið var að kópera höfnina í
Hanstholm í Danmörku sem Land-
eyjahöfn.
Ráðherrar og þingmenn eru
blekktir og eru ráðalausir og eiga
erfitt með að sjá að æviráðnir emb-
ættismennirnir eru vanhæfir í sínum
embættum.
Vanhæfir embættismenn
Eftir Árna Björn
Guðjónsson » Það er öllum ljóst að
það eru vanhæfir
embættismenn sem
bera ábyrgð.
Árni Björn Guðjónsson
Höfundur er húsgagnasmíðameistari.
– með morgunkaffinu