Morgunblaðið - 31.03.2016, Qupperneq 69
MINNINGAR 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016
✝ Bergur SnærSigurþóruson
fæddist 17. sept-
ember 1996. Hann
lést 18. mars 2016.
Foreldrar hans
eru Sigurþóra
Steinunn Bergs-
dóttir vinnusálfræð-
ingur, f. 21. mars
1972, uppeldisfaðir
Rúnar Unnþórsson,
dósent í iðnaðar-
verkfræði, f. 8. október 1971, og
Haukur Sigurður Ingibjargarson
matreiðslumaður, f. 28. septem-
ber 1961. Systkini Bergs Snæs
eru Margrét Rán Rúnarsdóttir, f.
22. febrúar 2003, og Eyjólfur Fel-
ix Rúnarsson, f. 19. desember
2006.
Foreldrar Sigurþóru Stein-
unnar eru Bergur Felixson, fyrr-
eru Gunndór Ísdal Sigurðsson, f.
22. febrúar 1940, og Ingibjörg
Ingólfsdóttir, f. 30. október 1941.
Bergur Snær fæddist í Reykja-
vík og ólst fyrstu ár ævi sinnar
upp á Túnsbergi og síðar Hjarð-
arhaga í Vesturbæ Reykjarvíkur,
að undanskildum tveimur árum
þegar hann og móðir hans
bjuggu á Egilsstöðum. Þegar
Bergur Snær var 10 ára fluttist
fjölskyldan á Seltjarnarnesið þar
sem hún býr enn. Bergur Snær
hóf skólagöngu sína í Melaskóla
og síðar Mýrarhúsaskóla á Sel-
tjarnarnesi og lauk grunnskóla-
námi sínu í Valhúsaskóla. Vet-
urinn 2012-2013 lagði hann stund
á nám við Kvennaskólann í
Reykjavík og haustið 2013 flutti
hann til Akureyrar þar sem hann
gekk í Verkmenntaskólann á Ak-
ureyri. Síðastliðin ár vann Berg-
ur ýmis þjónustustörf, ýmist með
námi eða í fullu starfi, lengst af
hjá frænda sínum á Bergsson
mathúsi.
Útför Bergs Snæs fer fram í
Neskirkju í dag, 31. mars 2016,
og hefst athöfnin klukkan 13.
verandi fram-
kvæmdastjóri, f. 14.
október 1937, og
Ingibjörg Sigrún
Guðmundsdóttir
hjúkrunarfræð-
ingur, f. 8. febrúar
1942. Systkini
Sigurþóru Stein-
unnar eru Felix
Bergsson, Þórir
Helgi Bergsson og
Guðbjörg Sigrún
Bergsdóttir. Foreldrar Rúnars
eru Guðmundur Unnþór Stef-
ánsson, f. 6. júní 1948, og Mar-
grét Guðlaugsdóttir, f. 12. des-
ember 1949.
Sambýliskona Hauks er
Brynja Kristbjörg Jósefsdóttir, f.
17. mars 1966. Dætur Brynju eru
Bára Kristbjörg, Guðrún Dögg
og Ástrós Líf. Foreldrar Hauks
Vegir drottins eru órannsak-
anlegir.
Hann Bergur Snær, drengur-
inn okkar sem okkur þótti svo
undur vænt um, er dáinn. Nítján
ára kveður hann í blóma lífsins,
allt lífið framundan. Hjarta okk-
ar grætur, við erum harmi slegin.
Bergur var með okkur alla
sína tíð, fyrst með móður sinni,
síðan góðum fósturföður og
systkinum. Það var svo margt
sem gladdi hann, samvera með
fjölskyldunni, ferðalög og úti-
vera, sem hann elskaði og ótal-
margt fleira.
Eftir sitja minningar um
þennan góða og fallega dreng,
sem öllum vildi gott og var alltaf
með faðminn opinn. Hann var
brosmildur, nærgætinn og hug-
ulsamur.
Tilfinningum okkar á þessari
stundu verður best lýst með til-
vitnun í Hávamál:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Afi og amma,
Bergur og Ingibjörg.
Elsku Bergur Snær.
Ótal spurningar vakna þegar
ungur maður, sem hefði átt að
eiga allt lífið framundan, er
skyndilega kallaður burt.
Af hverju þurfa sumir að berj-
ast við of mörg ljón?
Það er fátt um svör. Trúin seg-
ir að vegir Guðs séu órannsakan-
legir en hún segir líka að Guð
veiti líkn með þraut
Í þessu tilfelli eru það minn-
ingarnar, sem birtast smám sam-
an ein af annarri og mynda þann
fjársjóð sem eftir lifir og aldrei
gleymist.
Og trúin á það að nú sé dreng-
urinn okkar kominn á annað og
bjartara tilverustig, þar sem
engin ljón eru lengur á veginum,
hjálpar líka.
Elsku Sigga og Rúnar, Hauk-
ur og Brynja og allir aðrir að-
standendur.
Við sendum ykkur okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Minningin um góðan og falleg-
an dreng lifir.
Gunndór afi og Guðrún.
Elsku Bergur.
Við vorum svo heppnar að fá
þig inn í líf okkar fyrir þó nokkr-
um árum, þökk sé pabba þínum,
og fyrir það verðum við ævinlega
þakklátar. En þú fórst allt of
snemma og nú syrgjum við tím-
ann sem við fáum ekki með þér.
Það er hægt að hugsa til baka og
sjá eftir því að hafa ekki hist oft-
ar, eða verið meira saman, en við
viljum frekar minnast góðu tím-
anna sem við áttum með þér. Við
minnumst þess hversu fyndinn
þú varst, klár, skemmtilegur,
umhyggjusamur og umfram allt
góðhjartaður. Þannig munum við
minnast þín og geyma minn-
inguna í hjörtum okkar út lífið.
Það eru svona atburðir sem fá
mann til þess að hugsa og átta
sig á hvað við höfum í raun
skamman en dýrmætan tíma í
þessu lífi. Við erum þakklátar
fyrir hverja mínútu sem við feng-
um með þér. Þú munt alltaf eiga
sérstakan stað í hjörtum okkar
og við munum alltaf elska þig.
Okkur langar að votta móður
þinni, föður, systkinum, vinum og
ættingjum okkar dýpstu samúð.
Drengur góður fallinn er frá,
við gefum þér grið.
Guði á himnum ertu nú hjá,
vonandi finnur þú loks frið.
Sárið er nýtt og ennþá opið,
þú flúðir frá lífi þínu.
En þó jarðvist þinni sé lokið
verður þú ætíð í hjarta mínu.
(Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir)
Þínar
Bára Kristbjörg, Guðrún
Dögg og Ástrós Líf.
Í dag kveðjum við góðan
dreng og fallegan. Bergur Snær,
sonur Siggu og Rúnars, hefur yf-
irgefið okkur. Hann var bara 19
ára. Alltof ungur. Harmur fjöl-
skyldunnar er mikill. Við hlökk-
uðum svo mikið til að fara saman
til Spánar í sumar og fagna 50
ára brúðkaupsafmæli mömmu og
pabba. Bergur Snær hafði sjálfur
talað um ferðina af gleði og til-
hlökkun. En dauðinn spyr ekki
um stað og stund. Nú er allt
breytt. Stórt skarð hefur verið
höggvið í hópinn.
Þegar Bergur Snær fæddist
höfðum við nýlega hafið sambúð
okkar og það var dásamlegt að fá
fallegt lítið barn inn í fjölskyld-
una. Börnin okkar, Guðmundur
og Álfrún Perla, tóku litlum
frænda opnum örmum. Hann var
elskaður af allri fjölskyldunni.
Sigga var ein með Berg Snæ
fyrstu árin og með aðstoð
mömmu og pabba fékk hann gott
og ástúðlegt uppeldi. Rúnar kom
svo inn í myndina þegar Bergur
var tveggja ára. Þá bjuggu Sigga
og Bergur Snær á Egilsstöðum
en Rúnar lét sig ekki muna um
að sækja þau þangað og koma
með þau aftur heim til okkar
hinna.
Rúnar og Sigga settu upp fal-
legt heimili í Vesturbænum og
Bergur Snær var í leikskólanum
Sæborg og svo Melaskóla. Þegar
fjölskyldan flutti í fallega ástar-
hreiðrið sitt á Seltjarnarnesi
fluttist Bergur Snær yfir í Mýr-
arhúsaskóla. Þá var hann 11 ára.
Á þeim tíma vorum við komin á
Túnsberg, æskuheimili okkar
systkina, og oftar en ekki kom
Bergur Snær í hjólatúra til okkar
og sat með okkur við eldhúsborð-
ið og þáði kakó og brauð. Það
voru dýrmætar stundir sem við
munum alltaf geyma í hjartanu.
Bergur Snær var dulur dreng-
ur en það var stutt í brosið og
hlýjuna. Hann var uppátækja-
samur og stundum fór hann fram
úr sér en hann var alltaf vinur
okkar og það var gott að hafa
hann nálægt sér.
Á unglingsárum fór að bera á
erfiðleikum Bergs Snæs við að
finna festu í lífinu. Hann fjar-
lægðist okkur á tímabili og það
var erfitt að ná til hans. Kannski
reyndi maður ekki nóg. Maður
tekur alltaf fólkinu sínu sem
gefnu. Við tókum hann og Áka
vin hans með í mikla ævintýra-
ferð með hópi af krökkum á
Hornstrandir árið 2010. Þar var
mikið brallað enda barnæskan að
enda og unglingsárin að taka við,
stelpur komnar í spilið og margt
sem var meira spennandi fyrir 13
ára gutta en eitthvert labb með
gömlum köllum í óbyggðum.
Ferðin var frábær og enn safn-
aðist í góðan minningabankann.
Hin síðari ár voru Bergi Snæ
erfið. Hann reyndi að finna orku
sinni og áhuga brautir en ekkert
virtist ganga og hann gafst upp
að lokum. Samt virtist hann alltaf
glaður, alltaf brosandi þegar
maður sá hann. Tók fast utan um
mann, lét okkur finna að sér
þætti gaman að sjá okkur. Maður
vissi um þungan skugga þung-
lyndisins en við gerðum okkur
ekki grein fyrir að vandamálið
væri svona alvarlegt. Það var því
mikið áfall að fá fréttirnar af frá-
falli hans föstudaginn 18. mars.
Hugur okkar er hjá elsku
Siggu og Rúnari, Margréti Rán,
Eyjólfi Felix, mömmu og pabba,
vinum og fjölskyldunni allri.
Sofðu rótt, elsku Bergur
Snær. Far í friði.
Felix og Baldur.
Mig langar að skrifa nokkur
orð um frænda minn, Berg Snæ,
sem kvaddi þennan heim alltof
snemma.
Bergur Snær var þriðja
barnabarn foreldra minna en fyr-
ir átti hann tvo eldri frændur
sem voru honum eins og bræður.
Bergur var einstaklega lífleg-
ur og kröftugur drengur. Hann
var sérstaklega efnilegur í fim-
leikum og enginn hoppaði betur á
trampólíni en Bergur. Alltaf var
hann brosmildur og kátur og
stundum var eins og orka hans
væri óþrjótandi. Þegar ég opnaði
veitingastaðinn Bergsson Mat-
hús fékk ég Berg Snæ til að
koma og vinna fyrir mig og var
hann þá byrjaður í Kvennaskól-
anum. Það var svo margt sem
minnti á mig á mínum yngri ár-
um í fari Bergs að mig verkjar að
hugsa til þess. Ég hafði oft orð á
því við konu mína og langaði mik-
ið til að hjálpa honum.
Bergur Snær átti ekki erfitt
með að eignast vini og kunningja,
en fjölskyldan skipti hann samt
mestu máli. Hann var óþreytandi
við að leika sér við yngri frænd-
systkinin sem héldu mikið upp á
hann og var hann alltaf til í að
hjálpa, nú síðast í veislu í tilefni
af 100 ára afmæli afa okkar og
stóðu allir afkomendur upp og
klöppuðu fyrir Bergi.
Bergur var allra mesta ljúf-
menni, alltaf brosandi og að því
er virtist glaður. En það var ekki
allt sem sýndist. Bergur lenti í
hræðilegu ofbeldi sem hann gat
ekki fengið af sér að segja frá.
Við fjölskyldan vissum ekki af
því fyrr en við fengum fréttir af
því frá þriðja aðila tveimur árum
seinna. Var þá allt reynt til að
hjálpa honum að vinna úr afleið-
ingum þess. Ekki er hægt að
ímynda sér hvað hefur gerst en
vanlíðanin hefur verið mikil,
elsku Bergur. Þín verður sárt
saknað hvort sem þér líkar það
betur eða verr. Þú varst frábær
drengur sem áttir svo margt
framundan. Það er því með sorg
og harm í hjarta sem ég kveð þig,
elsku besti drengurinn minn.
Við á Íslandi missum marga
unga flinka, yndislega og góða
drengi alltof fljótt. Vonandi get-
um við hjálpað þessum drengjum
að finna aðrar leiðir út úr ógöng-
um sem þeir lenda í.
Megir þú hvíla í friði og megi
allar góðar vættir vaka yfir þér.
Ég mun minnast þín með gleði í
hjarta og alls þess góða sem þú
komst með í þennan heim.
Þinn frændi,
Þórir Bergsson.
Elsku Bergur minn.
Það eru engin orð sem komast
nálægt því að lýsa sársaukanum
við að missa þig. Ég vona svo
innilega að þú sért kominn í betri
heim og líði betur.
Þú munt alltaf eiga stóran
part í lífi mínu, eins stóran og
hann var líka áður, allar minn-
ingarnar okkar, yndislegar í alla
staði og öll umhyggjan – það er
enginn eins og þú. Þitt hlýja bros
og örugga faðmlag.
Ég sakna þín endalaust og
mun aldrei hætta að gera.
Þín
Móeiður (Mósa).
Enn ég um Fellaflóann geng,
finn eins og titring í gömlum streng,
hugann grunar hjá grassins rót
gamalt spor eftir lítinn fót.
(Jón Helgason)
Elsku Sigga mín, Rúnar, Mar-
grét Rán og Eyjólfur Felix.
Megi bjartar minningar um
fallegan hrokkinhærðan dreng
lifa.
Ykkar,
Þorgerður Sigurðardóttir,
Sveinbjörn og börn.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Elsku fallegi Bergur Snær,
mér er svo sárt að kveðja þig nú,
allt of snemma. Ég mun aldrei
gleyma símtalinu sem ég fékk frá
mömmu þinni þar sem hún sagði
mér að þú værir farinn frá okkur.
Heimurinn hrundi og ekkert
verður eins og áður, allt er
breytt. Missir okkar er meiri en
orð fá lýst.
Nú streyma fram í hugann all-
ar minningarnar um þig, dásam-
lega drenginn, sem varst svo
blíður og góður, fallegur og
sjarmerandi. Ég hef alltaf haldið
því fram að þú hafir fengið „þetta
extra“ í vöggugjöf sem gerði það
að verkum að það var svo auðvelt
að elska þig, þykja óendanlega
vænt um þig og vilja allt fyrir þig
gera. Þú vissir það líka og not-
aðir það óspart frá unga aldri til
að sjarmera fólkið í kringum þig
upp úr skónum og þá sérstaklega
kvenfólkið. Ég man stundir þar
sem ég reyndi að skamma þig
fyrir eitthvað. Þú settir upp
sjarmasvipinn og ég reyndi á
móti: „Ekki gera þetta, Bergur
Snær, þetta virkar ekki á mig.“
En auðvitað virkaði þetta og þú
vissir það.
Minningarnar eru óteljandi
allt frá því að ég sá þig fyrst á
Landspítalanum þar sem þið Áki
fæddust með tveggja daga milli-
bili, sumrin sem við vorum sam-
an í Flatey, þegar þú bjóst hjá
mér hálfan vetur fyrir norðan og
allt stússið og vesenið á ykkur
vinunum frá unga aldri í Vestur-
bænum.
Ég er svo óendanlega þakklát
mömmu þinni og pabba fyrir að
hafa fengið að eiga pínulítið í þér
og fyrir allar stundirnar sem ég
hef fengið að eyða með þér. Þú
varst svo lánsamur, elsku Bergur
Snær, að eiga stóra og sam-
heldna fjölskyldu sem reyndist
þér öll svo vel. Þú vissir að þú
varst elskaður og þér leið alltaf
best í faðmi foreldra þinna og
litlu systkina, sem þér þótti svo
óskaplega vænt um.
Þetta átti ekki að fara svona
en ég hugga mig við að þú hafir
loks fundið friðinn sem þú þráðir
að finna og þetta var þín leið. Síð-
ustu ár hafa verið þér óskaplega
erfið og oft hef ég óskað þess að
geta tekið sársaukann frá þér því
þú barst svo sannarlega ekki
ábyrgð á því að verða rændur
unglingsárunum og þeim sárum
sem sál þín svo þjáðist af.
Elsku hjartans drengurinn
minn, við söknum þín öll svo sárt
en við varðveitum minningarnar
um þig í hjarta okkar alla tíð, þú
varst svo brosmildur, blíður og
góður. Megi góður Guð vernda
þig.
Elsku Sigga, Rúnar, Margrét
og Eyjólfur, megið þið finna
styrk til þess að takast á við sorg
ykkar og missi.
Sofðu vinur vært og rótt
verndi þig Drottinn góður.
Dreymi þig vel á dimmri nótt
dýrð þíns Jesú bróður.
(Þorkell G. Sigurbjörnsson)
Svanfríður Dóra Karlsdóttir.
Orð. Fullkomlega vanmáttug í
svo yfirgengilegri sorg.
Vissulega hlýtur heimurinn að
stöðvast, að minnsta kosti í eitt
andartak, svo veröldin átti sig á
óréttlætinu.
En ekkert gerist. Og lífið
neyðist til að halda áfram að
ganga sinn endalausa vanagang.
Dýrmætum demanti fátækara.
Sofðu unga ástin mín,
úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar
nætur.
Það er margt, sem myrkrið veit,
minn er hugur þungur.
Oft ég svarta sandinn leit
svíða grænan engireit.
Í jöklinum hljóða dauðadjúpar
sprungur.
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
Meðan hallar degi skjótt,
Að mennirnir elska, missa, gráta og
sakna.
(Jóhann Sigurjónsson)
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til þín, elsku Sigga, miss-
ir þinn er mikill. Ólýsanlega sárs-
aukafullur og óskiljanlegur í
tilgangsleysi sínu. Hjartans
kveðjur til fjölskyldu þinnar með
von um að þið finnið styrk til að
komast í gegnum þessa ósann-
gjörnu þrekraun.
Hvíl í friði, elsku fallegi, ljúfi
og yndislega einstaki Bergur.
Guðrún Eiríksdóttir
og fjölskylda.
Fyrir nokkrum árum kynnt-
umst við fjölskyldan yndislegum
dreng, honum Bergi Snæ. Þessi
fallegi drengur sem var með svo
gott hjartalag átti strax hug okk-
ar og hjörtu. Okkur þótti óend-
anlega vænt um þennan dreng
sem varð strax hluti af fjölskyldu
okkar og þótti okkur alltaf svo
gaman að hitta hann þegar hann
kom í heimsókn með pabba sín-
um og fjölskyldu hans. Hjörtu
okkar eru brostin yfir þeirri stað-
reynd að hann er ekki lengur
með okkur í dag og að hann
skyldi hafa kvatt þennan heim
aðeins 19 ára gamall. Elsku
Bergur, við vonum að þér líði
betur núna og við vitum að engl-
arnir og Guð vaka yfir þér þarna
hinumegin í ljósinu. Við elskum
þig af öllu hjarta, elsku vinur.
Litli vinur lífið kallar
leiðir okkar skilja í dag.
Góðar vættir vaki allar
verndi og blessi æ þinn hag.
Kærleikskveðjur,
María Guðfinna Davíðs-
dóttir, Kári Gunndórsson,
Gabríel Dagur Kárason,
Birgitta Ósk Káradóttir,
Emilía Dögg Káradóttir og
Sunna María Káradóttir.
Fallegan septemberdag fyrir
tæpum tuttugu árum varð Sigga
vinkona okkar móðir. Hún var
fyrst okkar í vinkvennahópnum
að eignast barn og taka endan-
lega stökkið inn í heim fullorð-
inna. Drengurinn var yndislega
fallegur, fallegasta barn sem við
höfðum séð enda urðum við allar
mini-mæður þennan dag. Í fram-
haldinu urðum við guðmæður,
skemmtimæður, vinkonumæður
og alls konar mæður án þess þó
að ná að fylgja Siggu í ferlinu að
fullorðnast og verða alvöru móð-
ir. Sigga gerði það ein. Við fífl-
uðumst með og elskuðum Berg
frá deginum sem hann fæddist.
Hann var barnið okkar allra, var
alltaf með okkur með fallegu bláu
augun sín og brosið sitt aðeins á
ská. Við pössuðum hann og allar
þekktum við yndislegheitin sem
og fiktið, vesenið og „hlaupa
burtu“-Berg. Ein af annarri urð-
um við mæður og skildum hversu
vanþroska og fákunnugar við
hefðum verið og kunnum enn
frekar að meta yndislega af-
sprengið hennar Siggu. Hann
passaði fyrir okkur, var elstur og
reyndastur, þvingaður til að hitta
vinkvennahópinn með smákrökk-
um og alls konar mökum og var
skemmtilegastur allra.
Það var auðvelt og áreynslu-
laust að elska Berg enda gaf
hann það tilbaka margfalt. Að
elska sjálfan sig reyndist honum
þrautin þyngri. Hann eignaðist
pabba, yngri systkin sem sáu
hann og elskuðu hann, en samt
sem áður var óþolið og ókyrrðin
fylgifiskur. Styrkleikar og veik-
leikar eru sín hvor hliðin á sama
peningnum og yndislegur dreng-
ur með leitandi sál varð vondum
manni að bráð. Hversu mikið
sem Bergur var elskaður þá
hjálpaði það ekki þegar hann gat
ekki elskað sjálfan sig og sá ekki
ljósið handan fjallsins. Fjallið
varð ókleift.
Þegar við kveðjum Berg Snæ,
barnið hennar Siggu, barnið hans
Rúnars, barnabarn Ingibjargar
og Bergs, bróður Margrétar og
Eyjólfs, frænda, vin og fyrsta
barn okkar vinkvennanna þá
finnum við fyrir sorg, tilgangs-
leysi og vanmætti. Það á enginn
að þurfa að fylgja barninu sínu til
grafar eins og Sigga og Rúnar
gera í dag. Sporin hans Bergs
hverfa ekki úr hjörtum þeirra
sem þekktu hann og minningin
um fallegan, góðhjartaðan dreng
lifir.
Við spyrjum drottin særð, hvers vegna
hann hafi það dularfulla verkalag
að kalla svona vænan vinnumann
af velli heim á bæ um miðjan dag.
Og þó, með trega og sorg, skal á það
sæst
að sá með rétti hvílast megi
í friði, er hafði, fyrr en sól reist hæst,
fundið svo til, að nægði löngum degi.
(Jóhann S. Hannesson)
Erla, Eva, Hildur,
Matthildur og Snjólaug.
Bergur Snær
Sigurþóruson