Morgunblaðið - 31.03.2016, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 31.03.2016, Qupperneq 71
barnanna minna. Hún var vin- kona og hún var fyrirmynd. Hún var klettur í mínu lífi, sú sem ég leitaði iðulega til í bæði gleði og sorg. En ég er áreiðanlega ekki ein um að hugsa þannig um Bistu, því hún var kærleiksríkasta, um- hyggjusamasta og hlýjasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún átti endalausa ást að gefa og hún var aldrei sparsöm á þá ást. Hún var miðpunkturinn í fjöl- skyldu afkomenda foreldra sinna, sú sem passaði upp á að viðhalda tengslum milli systkinabarna og þeirra barna. En Bista hafði líka sterkar skoðanir og lá ekki á þeim. Þess vegna var eins gott að vera ekki að blaðra einhverja vit- leysu í hennar eyru því þá fékk maður að heyra það. Hún kenndi mér umburðarlyndi og virðingu því hún leyfði sannarlega ekki að maður sýndi dómhörku í garð annarra. Bista var einstök manneskja sem hafði reynt margt um ævina. Hún deildi snemma með mér þeirri reynslu að lifa með geð- veiki og hvaða áhrif það hafði á hana og hennar fjölskyldu. Ég er henni afar þakklát fyrir að hafa alla tíð verið opin við mig um veikindi sín enda tel ég mig hafa lært mjög mikið af þeirri innsýn inn í heim geðveikinnar. Hún tal- aði oft um þá fordóma sem geð- sjúkir mæta í okkar þjóðfélagi og hvernig þeim sem veikjast af geð- veiki er tekið á annan hátt en þeim sem veikjast til dæmis af krabbameini. Það er ósanngjarnt og rangt. Af Bistu lærði ég ung að þær byrðar sem á okkur eru lagðar í lífinu eru afar marg- breytilegar og manni ber að taka þeim af æðruleysi. Ég er innilega þakklát fyrir að hafa átt Bistu að og að hafa feng- ið að læra af henni. Hún var lit- rík, ástrík og skemmtileg mann- eskja sem skilur eftir stórt tómarúm sem enginn getur fyllt. Orð fá ekki lýst því hvað ég sakna hennar mikið. Hrafnhildur Huld Smáradóttir. Ég ólst upp í nánum vinskap við frænkur mínar Huldu Dóru og Hönnu Guðrúnu Styrmisdæt- ur, en móðir þeirra Bista var mér alltaf einstaklega góð og hlý vin- kona. Ég vissi að það var sorg í lífi Bistu því að hún barðist stór- an hluta ævinnar við geðsjúkdóm og að sú sorg væri til staðar í lífi dætra hennar og eiginmanns. En mér fannst líka mikil gæfa ein- kenna Bistu því að í henni bjó mannelska, húmor, auga fyrir fegurð og hæfileikinn að sjá dýpra og tjá það sem hún sá og upplifði. Á mínum barnsárum voru tilfinningar yfirleitt ekki settar í orð og því fannst mér Bista þess merkilegri þegar hún tjáði dætrum sínum ást sína óhik- að og á ljóðrænan hátt. Ég gerði mér líka fljótt grein fyrir því að hún sagði alltaf satt, alveg sama hversu óþægilegur sá sannleikur gæti orðið. En hún átti erfitt með ef hún fann að aðrir komu ekki fram við hana af sömu hrein- skilni. Hæfileiki hennar til að tengj- ast fólki náði ekki einungis til dætra hennar en þau eru ótalin börnin í hennar fjölskyldu, synir mínir meðtaldir, sem Bista hefur umvafið sinni hlýju athygli og forvitni. Bista og Stymmi báru mikla virðingu fyrir börnum og þeirra sýn á lífið, en öll börn sem til þeirra komu fundu fyrir því og leið vel hjá þeim. Á Marbakka lærði margt ungt fólk að stunda innihaldsríkar og skemmtilega dramatískar samræður um fólk, sagnfræði, pólitík, bókmenntir og listir. Bista talaði og skrifaði betri íslensku en flestir og hún hafði listræna sköpunargáfu sem sýndi sig í öllum hennar háttum og tali. Samræður við Bistu voru aldrei nein lognmolla og hún hafði þá gáfu að koma mér sífellt á óvart og fá mig síðan til að koma sjálfri mér á óvart. Þegar faðir minn, yngri bróðir Stymma, kynntist Bistu fyrst á sjöunda áratugnum féll hann hreinlega í stafi. Hún var svo glæsileg og skemmtileg að það var eins og hún kæmi úr öðrum heimi. Hún var eiginlega „larger than life“. Eins og hjá svo mörgu slíku fólki varð líf Bistu erfiðara en manni finnst réttlátt, en hennar tilvist var þess mikilvægari og fallegri því að hún snerti fólkið í kringum sig á mannlegan hátt og leyfði því að snerta sig. Ég færi Bistu mín- ar kveðjur og þakka henni fyrir mig og mína í gegnum tíðina. Ellen Gunnarsdóttir. Sem ég keyrði gegnum Foss- voginn eftir að hafa kvatt svil- konu mína Sigrúnu, Bistu, hinstu kveðju varð mér litið út á voginn og yfir að Marbakka. Upp í hug- ann kom mynd af Bistu á skaki á lítilli bátskel úti á vogi. Það var góð tilfinning og um leið rann upp fyrir mér að ég hafði ósjálfrátt alltaf tengt staðinn við Bistu. Þetta var hennar staður – í lífinu – og alltaf. Við Bista vorum svilkonur, giftar bræðrum. Okkar kynni hófust fyrir tæpum fimmtíu árum þegar ég kom inn í tengdafjöl- skylduna, unnusta Gunnars, yngri bróður Styrmis. Við Bista náðum vel saman og urðum fljótt góðar vinkonur. Það var auðvelt að láta sér þykja vænt um Bistu. Hún var greind og skemmtileg og hafði næmt auga fyrir því skop- lega í tilverunni, það var gaman að hlæja með Bistu. En hún var einnig skapstór, fljót upp en líka fljót niður og hún hafði stórt hjarta fullt af gæsku og rausn. Það var ekkert einfalt við hana Bistu, hún var svo ótal margt og – eitt af því voru geðræn veikindi. Þegar ég kynntist Bistu fyrst var hún ung, falleg og full af lífs- gleði og orku. Lífið virtist brosa við þeim, henni, Styrmi og litlu Huldu Dóru og Hanna Guðrún á leiðinni. En fljótt skipast veður í lofti. Yfir huga Bistu lagðist myrkur og áður en varði var hún og þessi unga fjölskylda lent í bálviðri geðsýkinnar. Við tók næstum hálfrar aldar þrauta- ganga í þeim dimma öldudal og átti eftir að marka allt þeirra líf. Það voru erfiðir tímar og það voru góðir tímar. En Bista var ekki ein á þeirri göngu. Við hlið hennar stóð Styrmir, hann barð- ist með henni og fyrir hana. Á þessum tíma ríktu enn fordómar í garð geðsjúkra í þjóðfélaginu. Þess aðdáunarverðara var því hversu opinskátt Bista tjáði sig um veikindi sín. Mér er minnis- stætt hversu ég hrökk við þegar ég heyrði hana segja í fyrsta sinn: Þegar ég varð geðveik. Þess meira dáðist ég að henni fyrir kjarkinn. Barátta þeirra varð ekki bara þeirra eigin og persónulega. Með skrifum Styrmis í Morgun- blaðinu um geðheilbrigðismál eignuðust geðfatlaðir á Íslandi öflugan talsmann. Stærsta fram- lag þeirra og dætranna var þó bókin Ómunatíð, sem Styrmir skrifaði og byggist á sjúkrasögu og sjúkraskrám Bistu. Það þarf mikinn kjark og fórnfýsi til að gefa þannig af sjálfum sér. Eitt af því sem einkenndi Bistu öðru fremur var rík samkennd og næmi fyrir líðan annarra. Og hún var góður mannþekkjari. Gegn- um eigin veikindi hefur hún ef- laust öðlast skarpari skilning og sýn á mannlegt eðli. Að öðrum ólöstuðum þá var Bista og Mar- bakki miðjan í fjölskyldunni frá Marbakka. Hún lét sér mjög annt um fjölskyldu sína. Ekki bara sína nánustu heldur einnig stór- fjölskylduna, systkini sín, börn þeirra og barnabörn. Bista var vinkona allra barnanna í fjöl- skyldunni. Mínar dætur nutu einnig ríkulega umhyggju og vin- áttu hennar. Ég þakka Bistu samfylgdina. Styrmi, Huldu Dóru, Hönnu Guð- rúnu og sonum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Unnur Úlfarsdóttir. MINNINGAR 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 ✝ ChristinaKjartansson Grashoff fæddist 26. mars 1926 í Rotterdam, Hol- landi. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. mars 2016. Faðir hennar var Gerrit Johan Frederik Gras- hoff, skólastjóri og organisti, f. 3. október 1892, d. 5. júlí 1989, sonur Helene Mariu og Sander Gras- hoff lásasmiðs. Móðir hennar var Christina Van Gemert, f. 11. febrúar 1891, d. 29. nóv- ember 1977, dóttir Fenntje og Johannes Van Gemert tré- smiðs. Gerrit Johan Frederik og Christina Van Gemert eign- uðust fjögur börn. Þau eru auk Christinu: Helene Maria, f. 4.4. 1919, d. 26.6. 2009, Teuntje Johanna, f. 16.2. 1922, d. 2.4. 2015, og Sander, f. 13.10. 1933, d. 29.5. 1990. Þann 21. ágúst 1954 giftist Christina Valdimar Guðmundi Kjartanssyni, vélamanni og rennismið, f. 16.6. 1923 í Hnífsdal, d. 2.12. 1975. For- eldrar hans voru Kjartan Helgason sjómaður, f. 14.5. 1897 í Þernuvík, d. 4.10. 1924, dóttir hennar og fyrri eig- inmanns er Anna Rós Sig- mundsdóttir, f. 21.10. 1980, sambýlismaður hennar er Andrés Magnússon, f. 27.12. 1980. Börn þeirra eru: Aldís Rós, f. 2011, og Magnús Axel, f. 2013. Synir Guðrúnar og seinni eiginmanns eru: a) Pét- ur Kristjánsson, f. 10.5. 1988, sambýliskona hans er Sara Pálsdóttir, f. 30.3. 1993. Dóttir hans og Jóhönnu Hauksdóttur er Aþena Rós, f. 2012. b) Valdimar Elí Kristjánsson, f. 15.11. 1990, sambýlismaður hans er Marcel Radix, f. 3.7. 1984. 3) Jóhann Friðrik, f. 5.2. 1959, eiginkona hans er Jónína Guðrún Kristinsdóttir, f. 26.5. 1968. Börn þeirra eru: a) Guð- rún Elín, f. 30.4. 1992, sam- býlismaður hennar er Gunnar Atli Eggertsson, f. 8.6. 1992. b) Kristinn, f. 27.7. 1995. c) Kristína Rannveig, f. 14.9. 2003. 4) Arnór, f. 21.6. 1960, sambýliskona hans er Elísabet Gísladóttir, f. 14.7. 1959. Börn þeirra eru: a) Gísli Berg, f. 20.4. 1983, eiginkona hans er Tinna Arnardóttir, f. 3.6. 1985. Dætur þeirra eru Arna Dís, f. 2010, og Lísa Björg, f. 2015. b) Kristína Björk, f. 1.1. 1989, sambýlismaður hennar er Helgi Þór Leifsson, f. 20.4. 1985. Sonur þeirra er Arnleif- ur Breki, f. 2015. c) Eiríkur Björn, f. 4.12. 1992. Útför Christinu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 31. mars 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. og Guðrún Valdi- marsdóttir ljós- móðir, f. 16.11. 1897 í Ísafjarð- arsýslu, d. 13.3. 1990. Christina og Valdimar bjuggu mestallan sinn bú- skap í Stórholti 39 í Reykjavík þar sem Valdimar stundaði sjó- mennsku fyrstu árin, lærði síð- an rennismíði í Iðnskólanum í Reykjavík og starfaði við það til æviloka. Christina starfaði sem hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsum í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Kjartan Helgi, f. 20.7. 1955, eiginkona hans er Leola Valdimarsson, f. 10.5. 1955. Fyrrverandi eig- inkona er Halldóra Sigurð- ardóttir, f. 1.2. 1956. Börn þeirra eru: a) Valdimar Ás- björn, f. 23.8. 1978, fyrrver- andi eiginkona hans er Stine Munk Rasmussen. Dóttir þeirra er Kamilla, f. 2006. b) Brynja Helga, f. 14.1. 1982, sambýlismaður hennar er Halldór Búri Hallgrímsson, f. 7.6. 1982. Börn þeirra eru: Halldóra Ninja, f. 2006, og Kjartan Nóel Lótus, f. 2014. 2) Guðrún, f. 22.7. 1956, Mig langar að minnast tengdamóður minnar, Christinu Kjartansson Grashoff, með örfá- um orðum. Það var árið 1989 sem leiðir okkar lágu saman fyrst, þegar ég fór að venja kom- ur mínar í Skipholtið þar sem Jóhann bjó hjá mömmu sinni. Christina tók mér afskaplega vel frá fyrstu stundu og bar aldrei skugga á okkar samskipti fyrr eða síðar. Hún var hreinskiptin og heiðarleg, gerði aldrei upp á milli fólks, talaði aldrei illa um nokkurn mann. Svo var hún líka svo skemmtileg. Ég heyri í huga mér hláturinn hennar og bjagaða íslenskuna sem við höfðum svo gaman af að grínast með, en hún tók það aldrei nærri sér eða lét það trufla sína tjáningu, enda var hún ekki upptekin af áliti annarra. Hún var svo heilsteypt- ur persónuleiki, sjálfstæð, vildi aldrei vera upp á aðra komin og einstaklega nægjusöm, jafnvel svo að manni þótti stundum nóg um. Það er líka ómögulegt fyrir okkur að skilja til fulls hvernig það var að alast upp sem ung- lingur við styrjaldarástand þar sem þurfti að borða allt sem hægt var að finna. Christina fór til Suður-Afríku eftir hjúkrunarnám í Hollandi og starfaði þar á sjúkrahúsi þar sem ungur íslenskur sjómaður var lagður inn með sprunginn botnlanga, en hann vann þá á ol- íuskipi í suðurhöfum. Það er skemmst frá því að segja að eftir sjúkrahúsdvöl hans fór hún með honum til Íslands með smá við- komu í Hollandi. Þetta er lýsandi fyrir hana, hún tók sínar ákvarð- anir algerlega óttalaus og tók því sem lífið færði henni. Það var gaman að heyra hana lýsa fyrstu máltíðinni á Íslandi þegar tengdamamma hennar eldaði það allra besta sem hún gat hugsað sér, en það voru svið. Seinna lærði hún að meta þenn- an skrýtna mat eins og annað hér. Þegar Valdimar féll frá árið 1975 kom aldrei til greina að flytja aftur til Hollands, hún vildi vera hér hjá börnunum sínum. Hún hefur líka heldur betur reynst okkur öllum vel, umvafði börn, tengdabörn og barnabörn með kærleika sínum þó hún hefði ekki um það mörg orð. Það var ekki hennar háttur. Fyrir um það bil 20 árum greindist hún með hvítblæði. Hún tók því af miklu æðruleysi og fór í gegnum allar þær með- ferðir sem voru í boði hverju sinni og náði að lifa með þessum sjúkdómi ótrúlega lengi og vel – alltaf sjálfstæð, aldrei upp á aðra komin. Aldrei heyrðist hún kvarta þó við vissum að henni hlyti að líða illa. Nú er hún farin í sitt hinsta ferðalag og við trú- um því og treystum að vel sé tekið á móti henni hinum megin. Efst í huga mínum er innilegt þakklæti fyrir allt sem hún var og vildi vera öllum í kringum sig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Jónína Guðrún Kristinsdóttir. Á fallegum morgni, milli föstudagsins langa og páskadags á 90 ára afmælisdaginn sinn kvaddi Christina þennan heim. Þetta var tíminn sem hún sakn- aði Hollands mest, þegar allt var í blóma en Ísland enn að komast úr klakaböndum. Á dánarstund- inni var hún í faðmi fjölskyld- unnar þar sem allir nánustu ætt- ingjarnir voru samankomnir til að fagna afmælinu. Örlögin sneru upp í að fylgja henni síð- asta spölinn í þessum heimi. Daginn áður hafði hún gert að gamni sínu eins og henni var líkt. Eftir að ljóst varð að hún væri of lasburða til að komast í eigin veislu þá ætlaði hún að stelast til að skála við veislugesti á Skype. Hún yfirgaf okkur nokkrum tím- um fyrir veisluna en var með okkur í anda í afmælisveislunni sem snúið var í minningarstund. Christina var einstaklega ljúf manneskja, hvers manns hug- ljúfi, hógvær og með mikinn húmor. Fyrstu æviárin sín bjó Christina í Rotterdam en fjöl- skyldan fluttist síðar til Scheven- ingen þar sem hún bjó á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Þar tók hún gagnfræðapróf og hjúkr- unarnám. Christina lauk hjúkr- unarnámi 1949 og framhalds- námi í fæðingarhjálp 1950 við Gemeente Ziekenhuis í Haag. Hún starfaði við hjúkrun í Hol- landi frá útskrift þar til hún fór ásamt vinkonu sinni Gretu frá Danmörku, til Cape Town í Suð- ur-Afríku árið 1952. Þar hóf hún störf sem hjúkrunarfræðingur í Cape Town þar sem hún kynnt- ist Valdimar sem varð síðar eig- inmaður hennar árið 1953 en hann var lagður inn á sjúkra- húsið eftir að hann veiktist á skipi sem hann starfaði á. Svo vel hjúkraði hún honum að það tókust með þeim ástir sem end- aði með því að í desember það sama ár fluttist hún með honum til Íslands og giftust þau tæpu ári síðar. Þau lifðu í farsælu hjónabandi þar til Valdimar féll frá aðeins 52 ára gamall. Börn þeirra Valdimars eru fjögur, Kjartan, Guðrún, Jóhann og Arnór og eru barnabörn ellefu og barnabarnabörn nú orðin sex. Hún var vinsæl og dáð af börn- um sínum tengdabörnum og barnabörnum og náði að aðlaga sig að tölvutækni nútímans til að hafa reglulegt samband við ætt- ingja og vini sem bjuggu og störfuðu víða um heim. Christina fór vel með alla hluti enda hafði stríðið kennt henni að það er ekki allt sjálfgefið, eins og að eiga mat alla daga, en hún minntist þess að hafa horft upp á foreldra sína laumast til að taka upp rófur og kartöflur úr eigin garði til að fæða fjölskylduna á stríðstímum þegar öll matvæla- framleiðsla var sett undir stjórn hersins. Hún mat því lífið á þann hátt að kunna að njóta hverrar stundar og bar sig vel í gegnum erfiðar stundir í veikindum sín- um á þeim rúmu tuttugu árum eftir að hún greindist með blóð- sjúkdóm. Hún þakkaði ítrekað Guði og Guðmundi I. Eyjólfssyni lækni fyrir fyrir að eiga gott líf þrátt fyrir sjúkdóminn. Einnig þakkaði hún öllu yndislega starfsfólkinu á blóðmeinadeild Landspítalans. Það er með inni- legu þakklæti og söknuði sem við kveðjum kæru mömmu, tengdó, ömmu og langömmu. Yndislegar minningar um hana fylgja okkur sem verða að fylla í skarð tóm- leikans. Megi Guð blessa þig um eilífð, elsku Christina mín. Elísabet Gísladóttir. Elsku amma Christina. Nú hefur þú kvatt okkur í síð- asta sinn. Þú náðir akkúrat 90 árunum og kvaddir okkur á af- mælisdeginum umvafin ástvin- um. Amma var alltaf brosandi, hún var mikill grínisti og fannst gam- an að skemmta sér með okkur. Hún var umhyggjusöm og spur- ul og þótti gaman að fræðast um það sem var að gerast í kringum hana. Amma Christina var alltaf kölluð amma og meira að segja af tengdaömmubörnum. Amma var mjög dugleg, keyrði um eins og herforingi al- veg fram á síðasta dag og var mjög örugg í umferðinni, passaði sig á að keyra ekki of hægt. Amma var eldklár á tölvur og notaði facebook og skype óspart. Þegar amma greinist með hvítblæði árið 1994, þá 68 ára gömul, þá sagði hún að hún ætl- aði ekki að láta þetta fara með sig og ætlaði að ná 80 ára af- mælinu sínu. Hún gerði gott bet- ur. Við erum mjög glöð með að amma hafi náð að kynnast Örnu Dís og Lísu Björgu, dætrum okkar, og munum við halda áfram að segja dætrum okkar sögur af ömmu svo þær muni hana í gegnum okkur. Hún var stolt mamma og amma sem skilaði góðu verki hér á jörðu. Nú mun hún halda áfram áfram að fylgjast með fjöl- skyldu sinni úr fjarlægð. Við munum minnast hennar með gleði yfir öllum góðu minningum sem hún hefur gefið okkur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Gísli Berg, Tinna, Arna Dís og Lísa Björg. Elsku amma mín, með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja þig. Amma þú ert komin í annan heim, annast guð þig nú og þinn faðir. Með söknuð í hjarta við kveðjum þig, í þínu fallega hjarta geymdu mig. Engill á himnum ég hugsa til þín, sögur af þér heyra börnin mín. Hvernig þú kenndir mér fugladansinn, nú þið afi á ný dansið brúðarvalsinn. Nægjusöm, þakklát, glöð og góð eru orð sem þér lýsa. En ef ég ætti að velja aðeins eitt orð, þá væri það hjartahlýja. Nú fylgjum við þér til grafar. Skilaðu kveðju til afa. Þín nafna, Kristína Björk Arnórsdóttir og fjölskylda. Christina Kjart- ansson Grashoff á Hótel Borg Hlý og persónuleg þjónusta Hótel Borg | Pósthússtræti 11| Sími 578-2020
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.