Morgunblaðið - 31.03.2016, Síða 76

Morgunblaðið - 31.03.2016, Síða 76
76 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 Antík Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Opið frá kl. 10 til 18 virka daga. Þórunnartúni 6, sími 553 0755 – antiksalan.is Til sölu SVEITARFÉLÖG – VERKTAKAR Eru stórframkvæmdir í ljósleiðara- lögnum á döfinni? JABOHÚS útvegar allar gerðir vandaðra ljósleiðararöra frá þýskalandi. Sjá nánar á www.jabohus.is Upplýsingar í síma 5814070 / 699 6303 Ýmislegt Vorið er komið! Glæsilegar sumarhúsalóðir til sölu í landi Leirubakka í nágrenni Heklu. Mikil náttúrufegurð, fjallasýn og veðursæld. Óendanlegir útivistar- möguleikar. Aðeins 100 km frá Reykjavík. Uppl í síma 8935046 og á fjallaland@fjallaland.is Húsviðhald          Húsaviðhald o.fl. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Full búð af nýjum vörum Póstsendum Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Kíktu á heimasíðuna lifstykkjabudin.is Smáauglýsingar Frú Sigurlaug Fylgstu með á facebook Sundbolir • Tankini Bikini • Náttföt Undirföt • Sloppar Inniskór • Undirkjólar Aðhaldsföt • Strandföt Tilboð 15-50% afsláttur af náttfötum og náttkjólum 29. mars – 9. apríl Mjódd s. 774-7377 ✝ Sigríður MaríaElísabet Hall- dórsdóttir fæddist í Reykjavík 10. apríl 1923. Hún lést á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund 19. mars 2016 Foreldrar henn- ar voru Bjarný Málfríður Jóns- dóttir frá Fögru- eyri við Fáskrúðsfjörð, f. 29. ágúst1896, d. 7. nóvember 2003, og Halldór Kiljan Laxness frá Laxnesi, Mosfellssveit, f. 23. apríl 1902, d. 8. febrúar 1998. Hálfbróðir samfeðra er Einar Laxness, f. 9. ágúst 1931. Hálf- systur samfeðra eru Sigríður, f. 26. maí 1951, og Guðný, f. 23. janúar 1954. María giftist 30. desember 1944 Ragnari Ámunda Bjarna- syni járnsmið, f. 3. apríl 1917, d. 5. mars 1948. Foreldrar hans voru Bjarni Ámundarson frá Bjólu í Holtum, f. 13. apríl 1886, d. 20. apríl 1935, og Magnea Ingibjörg Magnúsdóttir frá Hólmfastskoti, Innri-Njarðvík, f. 4. júní 1894, d. 29. júní 1983. Börn þeirra eru: 1) Bjarni Már byggingatæknifræðingur, f. 5.5. 1945, sambýliskona Guðrún eiginkona Gunnþórunn Geirs- dóttir matráður, f. 20.9. 1955. Börn þeirra eru: a) Sigríður María læknanemi, f. 5.8. 1989, b) Kolbeinn viðskiptafræðingur, f. 27.11. 1990, c) Geir viðskipta- fræðingur, f. 27.11. 1990. Börn Gunnþórunnar frá fyrra hjóna- bandi eru Auður lyfjatæknir, f. 27.12. 1978, og Haukur sálfræð- ingur, f. 14.4. 1975. 3) Þór húsa- smíðameistari og viðskiptafræð- ingur, f. 3.11. 1958, eiginkona Lucia Helena Jacques, f. 4.3. 1963. Dóttir þeirra er Irene María nemi, f. 26.3. 1998. Barnabarnabörnin eru sex talsins. María fæddist að Skólavörðu- stíg í Reykjavík og ólst upp hjá móður sinni, Málfríði Jónsdótt- ur, og móðurforeldrum. Hún gekk í Landakotsskóla og síðan lá leiðin í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur við Lindargötu, þá kallaður Ingimarsskóli, og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Eftir skólagöngu vann María ýmis störf, m.a. á saumastofu, við verslunarstörf og seinna á skrifstofu Vélsmiðjunnar Héð- ins í Reykjavík. Lengst af sinnti hún húsmóðurhlutverk- inu meðan börnin voru ung. Árið 1971 stofnaði hún og rak Fatadeildina í Miðbæjarmark- aðnum í Reykjavík til ársins 1982. María bjó í Granaskjóli 17, Reykjavík, í 67 ár meðan heilsan leyfði. Útför Maríu verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 31. mars 2016, klukkan 15. Fjóla Gränz við- skiptafræðingur, f. 18.2. 1949. 2) Ragna María fram- kvæmdastjóri, f. 12.1. 1948, eig- inmaður Guðmund- ur Þ. Harðarson íþróttakennari, f. 10.2. 1946. Börn þeirra eru: a) Ragnar íþrótta- kennari, f. 2.4. 1968, b) Þórunn Kristín lyfja- fræðingur, f. 28.5. 1969, c) Hörður flugstjóri, f. 10.2. 1974, og d) María Björk kvikmynda- gerðarkona, f. 24.5. 1982. María giftist 4. apríl 1954 Kolbeini Karli Guðmundi Jóns- syni véltæknifræðingi, f. 30. ágúst 1925, d. 7. september 1975. Foreldrar hans voru Jón Bergsteinsson, f. 7. júní 1876 í Garðasókn, Gullbringusýslu, d. 6. janúar 1960, og Kristín Andr- ésdóttir f. 16. desember 1885 í Hafnarfirði, d. 26. maí 1953. Synir þeirra eru: 1) Halldór geð- læknir, f. 21.4. 1955, eiginkona Hildur Petersen framkvæmda- stjóri, f. 2.8. 1955. Börn þeirra eru: a) Helga Huld læknir, f. 21.2. 1984, og b) Kolbeinn lækn- ir, f. 23.12. 1987. 2) Kristinn við- skiptafræðingur, f. 3.4. 1957, Þegar við minnumst Maríu móður og tengdamóður okkar koma upp margvísleg minning- arbrot. Sérlega sú létta lund sem hún bjó að og einstök glaðværð sem geislaði frá henni. Hún var líka næm á fólk, djúpvitur og auk þess mikill dugnaðarforkur. Í móðurætt er María komin af Long-ættinni sem er austan af fjörðum, mikið langlífi er í þeirri fjölskyldu. María varð 92 ára og móðir hennar Málfríður 107 ára en hún var næstelsti Íslending- urinn þegar hún dó. Þórunn, móðir Málfríðar, varð 101 árs gömul. Allar bjuggu þessar kjarnakonur í Granaskjóli 17 sem María byggði árið 1947 með Ragnari fyrri manni sínum. Þeg- ar ég kynntist Halldóri, syni Maríu og seinni manns hennar Kolbeins, heyrði ég fjölskyldu- sögurnar þar sem hver kynslóðin af annarri hlúði að þeirri eldri og yngri. Halldór Laxness var faðir Maríu og þó að hún hafi ekki alist upp með honum var ætíð gott samband á milli fjölskyldn- anna. Sigríður móðir Halldórs bjó í Laxnesi. Henni var mjög annt um Maríu barnabarn sitt. Frá tveggja ára aldri bjó María í Laxnesi í fjögur sumur þar til Sigríður móðir Halldórs lagði niður búskap og flutti til Reykja- víkur. Systur Halldórs Laxness, Sigríður og Helga, litu á hana sem systur sína og góður vin- skapur var með Maríu og föð- urfólki hennar alla tíð. María var talin hafa svip af föður sínum og strax í upphafi var sagt að María hefði „augun hans Dóra“. Seinni kona Halldórs, Auður Laxness, hélt stórfjölskyldunni vel saman og voru þær góðar vinkonur. María hafði ávallt sæti við hægri hlið Halldórs föður síns í öllum þeim glæsilegu veislum í Gljúfra- steini sem Auður reiddi fram á afmælum og stórhátíðum. María bar líka mikinn hlýhug til systra sinna Sigríðar og Guðnýjar og bróður, Einars Laxness, og fjöl- skyldu. Sjálf átti María ekki alltaf auðvelda ævi, en hún missti tvo eiginmenn sína langt um aldur fram. Fyrri eiginmaður hennar, Ragnar, lést þegar hún var 24 ára gömul og Kolbein, seinni eig- inmann sinn, missti hún þegar hún var 52 ára. Þessi bitru örlög settu vissulega svip sinn á líf Maríu en hún spjaraði sig vel enda gefinn dugnaður og góð lund úr báðum ættum. Hún hélt þétt utan um börnin sín fimm og öll barnabörnin og reyndist þeim firnavel því hún hafði hlýja nær- veru og var fordómalaus og við- ræðugóð. Verslunarstörf áttu líka vel við Maríu og hún naut sín mjög vel þegar hún rak Fatadeildina, sína eigin verslun, í Miðbæjar- markaðnum í um áratug. Sú skemmtilega tilviljun átti sér stað í október 1981 að móðir mín Helga Petersen kom að versla hjá henni. Þær þekktust aðeins í sjón sem gamlir Reykvíkingar. En María sagði okkur að þarna hefðu þær tekið tal saman og farið svo vel á með þeim að það var eins og þær hefðu þekkst alla ævi og ættu eitthvað sameigin- legt. Það kom því á Maríu þegar hún heyrði viku síðar að Helga hefði látist skyndilega. Næsta sumar kynntumst við Halldór og þótti okkur afar vænt um þessa fallegu minningu. María var mjög trúuð og fór í Hallgrímskirkju þar sem hún eignaðist góða vini og fann fyrir velvild. Guð blessi minningu Maríu og hvíli hún í friði Hildur Petersen, Halldór Kolbeinsson. Meira: mbl.is/minningar Elsku amma mín, þú kvaddir okkur á sólríkum laugardegi fyr- ir rúmri viku. Þú varst nýfarin þegar ég og Kolli komum til að kveðja þig á Grund. Þegar við komum inn í herbergið til þín var mikil kyrrð yfir, sólin skein inn um gluggann hjá þér og fuglarnir sungu fyrir utan. Mitt í sorginni fannst mér gott að geta kvatt þig við þessar aðstæður sem mér fannst svo lýsandi fyrir þig en það var alltaf hlýja sem kom frá henni ömmu minni og henni fannst ekkert jafn yndislegt og að sitja úti á pallinum sínum í sólinni og hlusta á fuglana syngja. Amma María var mér svo hlý og kær alla tíð. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til ömmu og um leið og maður steig inn um dyrnar í Granaskjólinu var maður boðinn hjartanlega velkominn. Hún var alltaf áhuga- söm um hvað við barnabörnin hennar værum að gera og fylgd- ist alltaf með okkur jafnvel þótt við byggjum ekki alltaf nálægt henni. Ég á svo margar góðar minningar um hana ömmu mína. Hún kenndi mér til að mynda að spila á píanóið og ég man hvað mér fannst gaman að fá að sitja með henni við flygilinn heima í Granaskjólinu og spila með henni. Hún gaf sér alltaf tíma til að koma á píanótónleika hjá mér þegar tækifæri gafst og fannst mér alltaf vænt um það. Ég man svo vel hvað mér fannst gaman að fá að róla úti í garði hjá henni sem lítil stelpa og söng ég þá iðu- lega hátt, skýrt og essmælt fyrir hana „Signir sól“. Það voru rifs- ber og rabarbari í garðinum hjá henni sem okkur krökkunum fannst gaman að fá að taka upp og borða. Helst vildi ég borða rabarbarann með rjóma enda gleymdir þú aldrei þegar ég, fimm ára, sagði við þig „amma, ég elska rjóma“. Amma fylgdist alltaf vel með mér, þó ég yrði eldri og flytti til Danmerkur í nokkur ár eða væri á flakki um heiminn vissi hún alltaf hvað ég var að gera og gleymdi aldrei að heyra í mér hvar sem ég var. Það er svo skrýtið að kveðja þig, elsku amma mín, en ég er svo óendanlega þakklát fyrir þau 32 ár sem ég átti þig að. Hvíl í friði. Þín Helga. María Halldórsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.