Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 89

Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 Berglind Jóna Hlynsdóttir ræð- ir við gesti um sýningu sína, Class Divider, í D-sal Hafnar- hússins í dag kl. 17. „Í Class Divider fjallar Berglind um fyr- irbæri sem er hannað í þeim til- gangi að aðgreina flugfarþega. Class divider, sem þýðir einfaldlega stéttaskipting, vekur spurningar um það hvernig búin eru til tæki og kerfi til að flokka fólk eftir sam- félagsstöðu,“ segir í tilkynningu. Listamannaspjall um Class Divider Berglind Jóna Hlynsdóttir Leikarinn Ian McKellen og söng- konan Adele eru meðal þeirra sem tilnefnd eru til bresku BAFTA- sjónvarpsverðlaunanna sem afhent verða í London 8. maí nk. Þar er sjónum beint að þeim sem standa fyrir framan kvikmyndatökuvél- arnar, en 24. apríl nk. verða BAFTA-verðlaunin veitt þeim sem starfa að tjaldabaki, en meðal þeirra sem tilnefndir eru er tónlist- armaðurinn Ólafur Arnalds sem til- nefndur er fyrir tónlist sína í hinum margverðlaunuðu sjónvarpsþátt- unum Broadchurch. Idris Elba er tilnefndur fyrir bestan leik í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Luther í samnefndum þáttum. Hann etur kappi við m.a. Mark Rylance í Wolf Hall og Ben Whishaw í London Spy. Ian McKel- len er tilnefndur fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir The Dresser. Í flokki skemmtiþátta eru til- nefndir m.a. Stephen Fry fyrir QI og Graham Norton fyrir The Gra- ham Norton Show, en söngkonan Adele er einmitt tilnefnd fyrir þátt- töku sína í þættinum Adele at the BBC sem Norton stýrði. Allar nánari upplýsingar um verðlaunin og tæmandi lista yfir alla þá sem tilnefndir eru má nálg- ast á vefnum bafta.org. AFP Söngkonan Adele. Ólafur og Adele tilnefnd til BAFTA-verðlauna Morgunblaðið/Kristinn Tónskáldið Ólafur Arnalds. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Nýtt leikverk leikhópsins Jóel og Jenný, Djúp spor, í leikstjórn Bjartmars Þórðarsonar, verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20.30. Verkið er heimildaverk, unn- ið og leikið af leikurunum Jennýju Láru Arnórsdóttur og Jóel Sæ- mundssyni og byggist á raunveru- legum atburðum. Jenný Lára hefur áður unnið verkið Elska með sömu aðferð, þ.e. upp úr viðtölum við fólk og í það skipti um hugmyndir þess um ástina og ástarsambönd. Djúp spor fjallar um baráttuna við ástina, áföll og fyrirgefninguna og unnu höfundar það út frá við- tölum við einstaklinga sem þekkja afleiðingar ölvunaraksturs af eigin raun. Í því segir af fyrrverandi kærustupari, Selmu og Alex, sem hafa ekki hist í fimm ár og hittast aftur fyrir tilviljun og þurfa að gera upp drauga fortíðar, ákveða hvort þau séu tilbúin til að axla ábyrgð á gjörðum sínum og fyrirgefa. „Smám saman raðast saman sú at- burðarás sem varð til þess að þau slitu sambandi og er ástæða þess að þau eiga erfitt með að halda áfram með líf sitt. Er hægt að fyr- irgefa þeim sem þú elskar glæp sem framinn er í gáleysi?“ segir um verkið í tilkynningu. Viðtal við geranda kveikjan „Ég sá viðtal við einstakling sem var gerandi og það kveikti í raun hugmynd hjá mér varðandi þetta málefni, að það hefði ekki verið tek- ið fyrir í leikhúsi,“ segir Jóel, spurður að því hvers vegna þau Jenný hafi ákveðið að vinna leik- verk upp úr þessum efnivið, afleið- ingum ölvunaraksturs. „Út frá því fór ég að tala við Jennýju og úr urðu samræður um að taka þetta út frá báðum hópum, þ.e. gerendum og þolendum,“ segir hann. Auk þess að taka viðtöl hafi þau leitað heimilda, bæði innlendra og er- lendra. „Þetta viðtal hafði mjög mikil áhrif á mig og okkur Jennýju lang- aði að kanna hvað þetta væri og hvaða áhrif þetta hefði á fólk, þessi litla en um leið hrikalega stóra ákvörðun,“ segir Jóel og á þar við þá ákvörðun að aka undir áhrifum áfengis. Hann segir lítið rætt um ölvunarakstur og afleiðingar hans hér á landi. -Voru þetta erfið viðtöl að taka? „Já, hrikalega, maður var alveg eftir sig. Ef ég tala fyrir sjálfan mig var það algjörlega þannig.“ -Erfitt fyrir fólk að rifja þetta upp, væntanlega? „Já, og það kom mér svolítið á óvart hvað fólk var tilbúið að gera til að hjálpa og það fannst mér mjög gott,“ segir Jóel. Í ein- hverjum tilfellum hafi fólk hins vegar ekki treyst sér til þess að tala við þau Jennýju og nefnir Jóel viðmælanda sem var til í viðtal einn daginn en ekki þann næsta. „Sárs- aukinn fer ekkert,“ bendir hann á. Frekari upplýsingar og miðasölu má finna á tjarnarbio.is. „Sársaukinn fer ekkert“  Djúp spor, heimildaverk unnið upp úr viðtölum við fólk sem þekkir afleið- ingar ölvunaraksturs af eigin raun, verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld Fyrirgefning „Það er erfitt að hata einhvern þegar þú þarft mest á honum að halda,“ segir í kynningu á verkinu Djúp spor sem frumsýnt verður í kvöld. Hér sjást Jenný Lára og Jóel á æfingu í Tjarnarbíói. BATMAN V SUPERMAN 3D 6, 9(POWER) MY BIG FAT GREEK WEDDING 2 5:50, 8, 10:10 KUNG FU PANDA 3 5:50 ÍSL.TAL BROTHERS GRIMSBY 10 FYRIR FRAMAN ANNAÐ FÓLK 8 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar POWERSÝNING KL. 21:00 LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Verslunin LOKAR á Laugavegi 30-50% afsláttur Úr – demantar –gull – silfur giftingahringir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.