Orð og tunga - 01.06.1998, Síða 13

Orð og tunga - 01.06.1998, Síða 13
Mörður Ámason: Endurútgáfa íslenskrar orðabókar: Stefna - staða - horfur Þegar Bókaútgáfa Menningarsjóðs var lögð niður árið 1992 ákvað Mál og menning að kaupa íslenska orðabók Arna Böðvarssonar. Það var frá upphafi markmið forlagsins að gefa út nýja endurskoðaða útgáfu, og það verk er nú hafið, meðal annars í samvinnu við Orðabók Háskólans. Mitt erindi hér er að fjalla um þau grundvallarsjónarmið sem liggja að baki þessari endurskoðun af okkar hálfu, reifa nokkur af vandamálunum við slíka endurskoðun einsog þau koma mér fyrir sjónir og segja frá helstu stefnuákvörðunum sem liggja fyrir um þetta verk. Fyrsta útgáfa íslenzkrar orðabókar handa skólum og almenningi (hér eftir IO), einsog hún hét upphaflega, kom út árið 1963, og þetta var fyrsta almenna íslenska orðabókin. Það er erfitt fyrir okkur sem þá vorum ekki komin til vits og ára að skilja hvernig menn komust áður af án slíkrar bókar, hvort sem um var að ræða skóla eða almenning. Þegar verið er að takast á við þriðju útgáfu hálfum fjórða áratug síðar getur þó einmitt verið gagnlegt að íhuga hvemig menn björguðu sér án íslensk-íslenskrar orðabókar, vegna þess að þær aðstæður mótuðu verklag og útgáfustefnu frumherjanna, Arna Böðvarssonar, ritstjórabókarinnar, og samverkamanna hans. Hvað var til? Miðaldafræðingar gera sér stundum að leik að reyna að skyggnast um í bókasöfnum fomra rithöfunda og ritstjóra, geta sér til um hverjar bækur hafi verið í hillu hjá Snorra Sturlusyni og höfundi Njálu. Ef við reynum að skoða á svipaðan hátt í bókaskápinn hjá áhugamanni um íslensku á árunum í kringum 1960 — meðal annars með hjálp hinnar ágætu samantektar Guðrúnar Kvaran um orðabækur og orðasöfn — þá vitum við semsé að þessi áhugamaður okkar á enga almenna íslenska orðabók. Öndvegi í orðabókasafni hans skipar Blöndalsbók, sem er mikil náma, en samt íslensk-dönsk bók frá um 1920. Viðbætinn á hann ekki, hann kemur ekki út fyrr en á sama ári og Árnapostilla. Okkar 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.