Orð og tunga - 01.06.1998, Page 47
Krístín Bjarnadóttir: Orðaforði í skýringum
35
(2) fun: of or pertaining to being hilarious2
Sá sem ekki skilur orðið fun er hvorki líklegur til að skilja orðiðpertain né orðið
hilarious. Sama máli gegnir um íslensku dæmin sem sýnd eru í (3) hér á eftir.
Sá sem ekki skilur orðin afkomandi og afkvœmi skilur sennilega ekki heldur
skýringarorðin niðji, niður, afsprengi og afspringur:
(3) a afkomandi, -a, -endur K niðji, niður.
b afkvæmi, -is, - h afsprengi, afspringur.
2. Af sömu ástæðu eru fornyrði ekki heppileg í skýringum, eins og hér sést:
(4) gull-hamstur k ® smávaxin nagdýrsteg. ættuð frá Balkan og Kákasus,
mikið notuð til tilrauna og sem kofarn (Mesocricetus auratus).
Orðið kofarn er merkt sem fomyrði í IO og skýringin við það hljómar svo:
(5) kofarn, -s, koförn h f stofudýr, kjölturakki, dýr til skemmtunar innan-
húss; k. í skapi skapvargur.
Hér má geta þess að orðið gœludýr er ekki fletta í bókinni. Það er samt sem áður
notað í skýringum, t.d. við orðið kjölturakki.
3. Á sama hátt má segja að mállýskubundinorð séu ekki heppileg sem skýringarorð.
í dæmi (6)a hér á eftir er orð sem merkt er „staðbundið málfar“ (þ.e. © í (6)b) í
ÍO notað til skýringar á orðinu sœti, þ.e. orðið sáta:
(6) a sæti, -is, - h ...2 heysæti, bólstur, lön, sáta: ...3
b sáta, -u, -ur kv 1 © heysæti, oft tvísett en fremur lítið; heysæti á reipum
en óbundið. Mynd H6. ...
4. Ef orðaforði í skýringum á að vera almennur er einnig rétt að gæta þess að stílgildi
orða sem notuð em í skýringum sé ekki þrengra en orðanna sem verið er að skýra.
Þarna snýst afmörkun orðaforðans reyndar ekki um það hversu skiljanlegt orð í
skýringu er en misvísunin á milli málsniða minnir dálítið á það þegar fornyrði
em notuð í skýringu á orðum frá öðrum tíma, eins og þegar orðið kofarn er notað
í skýringunni við orðið gullhamstur. I dæmi nr. (7) hér á eftir sést slíkt misvægi
í stíl. Orðið mamma hefur allt annan stílblæ en orðið móðircins og fram kemur í
því að tekið er fram að fyrra orðið sé gæluorð.
(7) a móðir, móður, mæður (ef ft mæðra) kv mamma, sú sem fæðir af sér
afkvæmi...
b mamma, mömmu, mömmur kv móðir (gæluorð).
2Ekki veit ég hvort þetta dæmi er satt eða logið!
''Orðin bólstur og lön eru flettur (og ekki merktar sem staðbundið málfar); heysœti er ekki fletta.