Orð og tunga - 01.06.2005, Side 65

Orð og tunga - 01.06.2005, Side 65
Erla Erlendsdóttir: Um tökuorð úr málum frumbyggja 63 (pure loanwords), samkvæmt flokkun Einars Haugen (1969:402), en einungis örfá eru tökuþýðingar. 3 Nokkur indíánaorð í íslensku Eins og fyrr er getið urðu mörg orð af „indóamerískum"4 uppruna hluti af orðaforða ýmissa menningarmála, svo sem ensku, frönsku, þýsku og norrænna mála, og sum orðanna bárust alla leið til Islands á hjara veraldar - reyndar með viðkomu í allmörgum tungumálum. í flestum tilvikum hefur danska haft það hlutverk að miðla þessum orðum til íslenskunnar; í sumum tilvikum hefur enska verið millilið- urirm, einkum hin seinni ár. Mörg orðanna eru nú orðin okkur svo töm að því fer fjarri að við tengjum þau við fjarlæga menningarheima Mið- og Suður-Ameríku. Oft kemur það okkur á óvart að um töku- orð sé að ræða, vegna þess að mörg þeirra hafa lagað sig svo vel að beygingar- og hljóðfræðireglum málsins að þau þykja góð og gild ís- lenska í dag. Hér er um að ræða orð eins og tómatur, kópall, kondór, tóbak, alpakkadýr, pihna, lamadýr, sígaretta5, /rwískorn/baunir. Sum orð- anna hafa öðlast þegnrétt sökum langrar vistar í málinu, orð eins og kakó, kókó, súkkulaði, gúanó, orkan, kdtsjúk, kókaín; önnur hafa á sér fram- andi yfirbragð, s.s. kanó, papaja, kínin, avócadó, ponsjó, gvava svo einhver dæmi séu nefnd. Ekki er neinum blöðum um það að fletta að mörg þessara orða eru hluti af hinum daglega orðaforða Islendinga. Lítum nánar á nokkur þessara orða. 3.1 Kanó Elstu heimildir um orð sem rekja má til tungumála frumbyggja í spænsku Ameríku eru leiðarbækur6 úr fyrstu siglingu Kólumbusar til 4Hér er um hugtak að ræða sem vísar til orða sem eiga rætur að rekja til einhverra þeirra tungumála sem frumbyggjar Ameríku tala eða hafa talað. 5Þess ber að geta að margir fræðimenn eru þeirrar skoðunar að tóbak og sígar(etta) séu ekki úr maya-máli eins og svo margir hafa haldið fram allt til þessa. 6Frumrit leiðarbókanna úr Vesturferðunum fjórum eru glataðar. Dagbækur Kól- umbusar úr fyrstu og þriðju ferðinni hafa varðveist í afritum sem m.a. dóminik- anamunkurinn og trúboðinn Bartolomé de Las Casas gerði og eru varðveitt í Þjóð- arbókhlöðunni í Madríd. Leiðarbækur annarrar fararinnar vestur um haf hafa glatast endanlega, en hins vegar hefur skýrslan sem Kólumbus skrifaði og sendi spænsku konungshjónunum um ferðina varðveist. Afrit af bréfi því sem Kólumbus sendi kon-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.