Orð og tunga - 01.06.2011, Page 12
2
Orð og tunga
árið 1945. Árið 1947 var Ásgeir ráðinn að Orðabók Háskólans og
starfaði þar til ársloka 1979 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Á útlegðarárunum úr skóla sinnti Ásgeir ýmsum störfum eins og
áður sagði. Hann tók þátt í félagsmálum og stjórnmálastarfi, starfaði
bæði í kommúnistaflokknum og sósíalistaflokknum. Hann samdi
og þýddi rit og ritgerðir á þessum vettvangi. Hann frumsamdi ritið
Marxisminn, sem út kom 1937. Þótt ég tali hér um útlegðarár úr
skóla, sótti hann samt skóla á þessum rúma áratug áður en hann tók
stúdentspróf. Veturinn 1937-38 var hann í Sovétríkjunum og stund-
aði nám við Leninháskólann í Moskvu. Ekki tileinkaði hann sér þó
hina opinberu tungu, rússnesku, heldur hlýddi á kennslu á ensku og
þýsku. Rúmlega áratug síðar þýddi hann ritið Uppruni fjölskyldunnar,
einkaeignarinnar og ríkisins eftir Friedrich Engels, sem út kom 1951.
Hann fékkst áfram nokkuð við þýðingar á ýmsum efnum öðrum, t.d.
þýddi hann skáldsöguna Skipið siglir sinn sjó eftir Nordahl Grieg, sem
út kom 1951, og ævisögu leikhúsmannsins K.S. Stanislavskís, Lífí list-
um, sem út kom 1956.
Ásgeir Blöndal var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigríður Sigur-
hjartardóttir frá Siglufirði. Þau eignuðust þrjá syni. Sigríður féll frá
langt fyrir aldur fram árið 1951. Um tveimur áratugum síðar kvænt-
ist hann Njólu Jónsdóttur frá Stokkseyri. Þau bjuggu í Reykjavík, þar
sem Ásgeir andaðist 25. júlí árið 1987.
*
Ásgeir Blöndal Magnússon var ráðinn til starfa við Orðabók Háskólans
árið 1947 eins og áður sagði. Sama ár var Jakob Benediktsson ráðinn
sem forstöðumaður. Fyrir var Árni Kristjánsson cand. mag. sem hafði
þá unnið að orðabókarstarfinu næstliðin þrjú ár. Reyndar kom Jakob
ekki til starfa fyrr en ári síðar, 1948, þar eð hann var forstöðumaður
Máls og menningar í fjarveru Kristins E. Andréssonar.
Á þessum fyrstu árum Orðabókar Háskólans og lengst af starfsævi
Ásgeirs var hið daglega viðfangsefni orðasöfnun: gömul rit og ný,
bækur, blöð og tímarit voru lesin yfir og orðtekin sem kallað er, þ.e.
úr þeim valin orð í safn til væntanlegrar orðabókar. Enn fremur voru
orðtekin handrit frá síðari öldum, einkum orðasöfn í handritum, en
einnig ljóðmæli og kvæðasyrpur eftir nafngreind skáld, svo og skjala-
gögn eins og bréfabækur, úttektir og vísitasíur prófasta og biskupa.
Auk þess var, þegar frá leið, farið að safna orðum úr mæltu máli,
þegar starfsmenn Orðabókarinnar tóku að sér þáttinn „íslenskt mál"