Orð og tunga - 01.06.2011, Side 63

Orð og tunga - 01.06.2011, Side 63
Guðrún Kvaran: Hallgrímur Scheving og tökuorðin 53 inu eru listar með upptalningu á aðkomuorðum frá a-þ, oftast án skýringa, en strikað er yfir alla dálkana með lóðréttu striki. Af því má draga þá ályktun að þetta kver hafi að geyma fyrstu lista sem síðan hafi verið hreinritaðir. Síðan tekur við uppskrift úr bókstafnum a og er heimild og blaðsíðutal við mörg orðanna, t.d. „Fél. R." fyrir Ný félagsrit og „Milt." fyrir þýðingu Jóns Þorlákssonar á Paradísarmissi Miltons en hún var gefin var út 1828. í bögglinum liggja, auk kversins sem þegar er nefnt, sex kver merkt I-V og VII. Kverin virðast einhvern tíma hafa verið í eigu Hins íslenska bókmenntafélags sem gæti bent til þess að félagið hafi fengið þau til skoðunar. Á fyrsta kverið er skrifað „Florilegium Dr. H. Scheving skrifað af Magnúsi Grímssyni". Framan á vantar fl-ið og hefst hreinritið á sögninni að baldýra. Kver I er á fyrsta blaði merkt VII og hefst það á nertugur og endar á þýðverskur. Kver II hefst aftur á móti á b, þ.e. besækja, og kver V endar á kærkominn. í kveri VI ættu að vera orð sem hefjast á l og m. Þau eru þó ekki með öllu glötuð því að í ómerkta kverinu sem ég nefndi að ofan er listi með orðum frá lakk til Löibomma á skipi og máfur til múðra sem ætla má að hafi verið hreinrituð í kveri númer VI. Lítið er um að orð séu merkt staðbundin. Það er þó gert við orðið bródolía. Við það stendur „Álptnesingamál - gjöra einhverja bródolíu = gjöra skandala". Orðið er ekki í orðabók BH. ÁBIM setur það undir flettuna brotalía og gefur einnig myndina brótolía en merkir þær ekki sem staðbundið mál. Engin dæmi fundust í Tm. Þarna er um afbökun að ræða á danska orðinu badulje eða frekar eldri hliðarmynd þess bredulje sem fengin er að láni í dönsku úr frönsku bredouille (ODS 1:1010). Annað orð er sögnin að bringa en um hana skrifar Hallgrímur: „Brínga; d. bringe; ísl. bera. Að brínga rétt í skip, og annað þess- háttar, segja Ólafsfirðíngar - að brínga í og úr skipi Ólafs- og Arnar- fjarðarmál." Finnbogi Guðmundsson benti á að Gísli Magnússon hefði hrein- ritað hluta orðasafnsins (1970:168). Gísli þessi varð stúdent frá Bessa- staðaskóla 1839 og kennari við skólann 1845-1846 (Páll Eggert Ólason II, 1949:70). Ekki eru heimildir um hvenær Gísli á að hafa unnið að hreinrituninni en hugsanlega hafa þeir Magnús fengist við hana á þeim tíma þegar báðir voru á Bessastöðum. Á kver V er skrifað: „Magnús Grímsson. Orðasafn (með innskotsorðum eftir Gísla skólak. Magnússon)," en ef betur er að gáð eru viðbætur með sömu rithönd í öllum kverunum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.