Orð og tunga - 01.06.2011, Qupperneq 97
Guðrún ÞórhaUsdóttir: Að kaupa til karnaðar sér ambátt
87
heldur líklegt til að vera tökuorð byggt á lat. caro 'hold' eða leitt af
slíku tökuorði.
Tvær af þeim tillögum, sem Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:448)
nefndk einblína ekki á holdlegar fýsnir, og þær geta báðar fundið
orðinu karnaðr grundvöll innan norrænu. Hugmyndin um að karnaðr
merki 'þrif' eða 'umhirða', sbr. ísl. kara 'hreinsa, sleikja slím', kar hk.
'slím, óhreinindi', tengir orðið við heimilisstörf. Það er erfitt að hugsa
sér að Grágásartextinn hefði tilgreint sérstaklega til hvaða verka amb-
áttin væri keypt og því væri þessi hugmynd ekki freistandi nema orð-
ið karnaðr hefði losað sig við hreingerningamerkinguna.
Hin hugmyndin tengdi orðið karnaðr við gotn. kara, fe. cearu 'um-
hyggja' (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:448), en eins og fram kom í
grein 3.1.1, leit Ásgeir ekki svo á að forníslenska orðið kgr væri skylt
þeim. Það hefði þó ótvírætt kosti að geta tengt öll germönsku kven-
kynsorðin, sem endurgera má sem frgerm. *karö-, saman, eins og þeir
Bjorvand og Lindeman (2000:458) hafa m.a. gert. Að baki gotn., fs.
kara, fe. cearu 'áhyggja, umhyggja', fhþ. kara 'kveinstafir' og afleiddum
sögnum (frgerm. so. *karön > gotn. karön, fe. cearian 'hafa áhyggjur',
fhþ. karön 'kveina') er oft talin liggja indóevrópsk rót með hljómmerk-
ingu, frie. *gar- 'hrópa, æpa' (Pokorny 1959:352; *gar- hjá Kluge og
Seebold 1989:356). Bjorvand og Lindeman endurgera heldur frie. rót-
ina *ger- 'hrópa, æpa, kvarta' (sú rót hjá Pokorny 1959:383) og hentar
það betur.6 7 Þótt menn hafi endurgert rótina á ólíka vegu hafa þeir
miðað við að kveinstafir séu hin upprunalega merking, en hún þróist
í áttina til sorgar, áhyggju og umhyggju, eins og sjá má á merkingu
orðanna sem tilfærð eru hér að framan.
Ef íslenska orðið kör er talið eiga sama uppruna og þessi orð mætti
rekja þróun þess þannig: físl. kgr < frgerm. *kar-ö < frie. no. *gor-eh2
(kvenkynsorð myndað með o-stigi frie. rótarinnar *ger-)7 Þar með eru
6 Endurgerð rótar með n-hljóði höfðu menn áður valið vegna meints skyldleika
germanska orðsins við orð í keltneskum málum, en það kemur illa heim við
hugmyndina um að no. kgr og so. kæra séu skyld orð (sjá Bjorvand og Lindeman
2000:458).
7 I fyrirlestri sínum á málþinginu Orðaforði 7. nóv. 2009 vakti Haraldur Bernharðsson
(2009) athygli á því að no. kgr birtist í samsettum orðum ýmist sem kar- (lo.
karlægr) eða kgr- (lo. kgrlægr o.fl.). Taldi Haraldur (/-hljóðverptu myndirnar benda
til þess að orðið kgr kunni að hafa haft wö-stofna beygingu (ef. *kgrvar) við hlið
hreinnar ö-stofna beygingar (ef. karar). Eins og ég hef rakið i fyrirlestri (Guðrún
Þórhallsdóttir2010) tel ég þessa vísbendingu þó ekki tilefni til álykta að wö-stofna
beyging hljóti að hafa verið eldri þannig að taka beri frgerm./fmorr. endurgerðina
*karwö fram yfir *karö og ekki er ástæða til að hafna því að físl. kgr eigi sama
uppmna og margnefnd áhyggjuorð í hinum germönsku málunum. Það er alls