Orð og tunga - 01.06.2011, Side 104
94
Orð og tunga
manska og keltneska orðsins um 'járn' (4.1 Eldri upprunaskýringar
og athugasemdir við þær. 4.2 Ný greining orðanna). 5. Niðurstöður.
1 Myndir orðsins jám í fornnorrænu málunum
í fornnorrænu málunum kemur hið hvorugkennda orð um 'járn'
fyrir í tveimur myndum: „éarn" og iárn, auk myndarinnar ísarn (sjá
kafla 3). Myndin éarn er tvíkvæð og um rithátt hennar höfum við að-
eins eina beina heimild, þ.e. Fyrstu málfræðiritgerðina svokölluðu.
Reyndar má draga í efa að þessi ritháttur endurspegli upprunalegan
framburð hennar (sjá hér að neðan og kafla 2). Við áherzlufærslu eða
svokallaðan samdrátt breyttist hún í iárn (sbr. Noreen 1923:117). Is-
lenzkt nútíðarmál geymir þessa mynd (með breyttum framburði: járn
[jau(r)dn]).
Sumir fræðimenn hafa gert ráð fyrir að fornnorræna hafi að auki
haft myndina iarn sem ekki hafi orðið til úr iám heldur hafi frá fornu
fari verið til við hlið tvíkvæðu myndarinnar „éarn". Hreinn Bene-
diktsson (1972:156-58) dró þessa ályktun af vitnisburði dróttkvæða.
Astæðu þess að orðið hafi verið til í þessum tveimur myndum reynir
hann ekki að skýra. Hann hafnar því að hendingar eins og arnar: iárne/
iarne (sjá hér að neðan) skýrist þannig að langa «-ið í iárn hafi stytzt á
undan samhljóðaklasa (svo t.d. Konráð Gíslason 1866:288-89, Kahle
1892:58 og Noreen 1923:112). Honum finnst ótrúlegt að öll dæmi um
slíkar hendingar, fjögur að tölu, beri vott um sérhljóðastyttingu.
Norðmennirnir Bjorvand og Lindeman eru sammála Hreini um
að fornnorræna hafi haft myndina iarn sem ekki geti verið komin af
iárn. Röksemdafærsla þeirra er á þessa lund (Bjorvand-Lindeman
2007:544): Þar sem samdráttur éa í iá þekkist ekki m.a. í fornsænsku3
geta austurnorrænu myndirnar, fda. iarn (nda. jærn, jern) og fsæ. iarn,
iærn (nsæ. járn), ekki verið komnar af iárn, sem aftur er orðið til úr
éarn. Fyrir tíma samdráttar hlýtur norræna því að hafa haft bæði éarn
og iarn. Austurnorræna varðveitir einungis seinni myndina.
En hví skyldi tvíkvæða myndin í fornnorrænu hafa verið éarn
en ekki íarn?4 Langlíklegast er að þetta orð sé ættað úr írsku eins og
3 I þessu samhengi vísa þeir til fsæ. séa andspænis vnorr. siá.
4 Mismunandi er hvernig hin tvíkvæða mynd orðsins er rituð í orðabókum. T.d. hafa
Egilsson-Jónsson 1931:328 éarn en Falk-Torp 1910:472 (einnig Torp 1919:248) íarn;
de Vries 1962:291 og Asgeir Blöndal Magnússon 1989:430 hafa bæði éarn og íarn.
-1 dróttkvæðaútgáfu sinni hefur Finnur Jónsson á einum stað íarn (íarnmunnum,
FJ B 1:194), á öðrum stöðum éam (éarnmunnum, FJ B 1:151, éarnhringar, FJ B 1:269).