Orð og tunga - 01.06.2011, Page 116
106
Orð og tunga
Við (2): Ókostur þessarar ættfærslu felst m.a. í óvissunni um end-
urgerð grunnorðsins. Eins og Karin Stiiber (2002:192) bendir á er óvíst
hver mynd þess var í indóevrópsku. Hún telur mögulegt að það hafi
verið tekið að láni úr óþekktu máli. Að hennar mati koma eftirfarandi
myndir til greina: *aios, *h2aios < *h2eios eða jafnvel *h:aios. Hún telur
að merkingin hafi verið 'nytjamálmur'. Hvort sem um gamalt indó-
evrópskt orð eða tökuorð er að ræða hafa stofnmyndir þess í síðindó-
evrópsku verið þessar: nf. þf. et. *(H)ái-os, aukaf. *(H)ái-es-, sbr. find.
áyah, ef. áyasah, lat. aes (með alhæfðri stofnmynd aukafallanna),30 ef.
aeris (< *ai-es-e/os).3' Ef stofn þess hefur komið fyrir með hvarfstigi
bæði rótar og viðskeytis í afleiddum myndum hefur hann litið svona
út: *(H)is-. Þetta hefði ekki gefið langa i-ið sem germönsku myndirnar
krefjast. Til að ráða bót á þessu hafa sumir endurgert indóevrópska
orðið sem *h2eih-e/os- (*h2eiH-e/os-) með óákveðnum „laryngala" í bak-
stöðu rótar (sbr. Schaffner 2001:223 og Casaretto 2004:379; sbr. einnig
Luhr 2000:67 þar sem orðið er endurgert sem *(hm)aih-e/os- og tengt
við sagnrótina „*(hm)ai- 'brennen leuchten'" (~ „?2.*h}ai- 'warm sein'"
í LIV 231) án laryngala í bakstöðu!). Myndin sem orðin um 'járn' í
germönsku og keltnesku eru rakin til er þá endurgerð sem *h2ihsrno-
(*h2iHs-rno-, *(hm)ihs-rno-) án þess að orðmyndunin sé útskýrð. Eins
og sjá má er þessi skýring algjörlega ad hoc. Samkvæmt henni hlýtur
germanska orðið að vera tökuorð úr keltnesku (viðskeytið *->0~no- >
kelt. -arno-, germ. -urna-, sbr. hér að neðan).
Við (3): Samkvæmt þessari upprunaskýringu, sem er ættuð frá
bandaríska málfræðingnum Warren Cowgill, eru germanska og kelt-
neska orðið um 'járn' komin af lýsingarorði sem hafði merkinguna
'blóðugur'. Cowgill (1986:68) endurgerði þetta orð sem „*esr-no-“
án frekari útlistunar. Þessi skýring krefst þess einnig að germanska
orðið sé tökuorð úr keltnesku þar sem é breyttist í i, sbr. t.d. frkelt.
*rig- 'konungur' (í gall. -rix, fír. rí, ríg(-) 'þ.s.' o.fl.) : lat. rex, régis, skr.
ráj- 'þ.s.'. Langa e-ið sem gert er ráð fyrir í endurgerðu myndinni
„*ésr-no-" hefur valdið erfiðleikum. Þeir hverfa ekki við þá uppá-
stungu að um vrddhi-afleiðslu32 af indóevrópska orðinu */zJes/z2-r/n-
30 Þ.e.a.s. eins og hún var áður en s varð að r á milli sérhljóða (rhotacismus).
31 I fomlatínu koma fyrir myndir eignarfalls eintölu af samhljóðastofnum sem end-
urspegla indóevrópsku endinguna *-os, sbr. myndir eins og Diovos og nominus (:
kl.-lat. Iovis og nöminis) á áletrunum. Seinna var endingin *-es (> -is) alhæfð.
32 Fomindverska orðið vrddhi merkir 'aukning, vöxtur'. I orðmyndunarfræði er það
notað um þá tegund afleiðslu þar sem e er skotið inn í stofnmynd gmnnorðsins
eða sérhljóð sem fyrir er í stofni er lengt.