Orð og tunga - 01.06.2011, Síða 136

Orð og tunga - 01.06.2011, Síða 136
126 Orð og tunga Brúamýri og Brúavíkur í tengslum við Brúar. Þá er fyrri liðurinn í eignarfalli fleirtölu. Slík bæjanöfn er hvergi að finna í bæjatalinu. 3 Brúar og aðrar fleirtölumyndir orðsins brú Bæjarnafnið Brúar er í hópi fjölmargra annarra slíkra nafna sem höfð eru í fleirtölu. En sem orð er það forvitnilegt fyrir þær sakir að það er forn fleirtölumynd kvenkynsorðsins brú sem er að uppruna ö-stofna orð. Þar er orðið í hópi með nokkrum einsatkvæðisrótarorðum af gerðinni (~)V:tt sem skv. Noreen (1923:261) mynda fleirtölu með -ar, t.d. -stó og kví. Þau orð sem síðar fengu á í stofni mynda fleirtölu með -r (bls. 262), sbr. t.d. á, brá og gjá.8 Noreen (1923:261) segir að auk brúar séu til aðrar fleirtölumyndir. Hann nefnir myndina brúr og segir hana mjög sjaldgæfa.9 I Ordbog over det norrme prosasprog (2000:834) er dæmi um brúr í einu handrita Hákonar sögu Hákonarsonar sem talið er vera frá 1450-1475; raunar er fleirtöluna brúar að finna þar rétt hjá.10 Þess má geta að í Cleasby og Vigfússon (1874:83) segir að nútímamálsmyndin („mod. pl.") brýr hafi aldrei verið notuð í fornu máli og Jón Þorkelsson (1890- 1894:123) segir brúar vera fornmál. Þeir segja hins vegar ekkert um það hvenær brýr varð allsráðandi. Jón sér þó ástæðu til að gefa dæmi um brýr frá 1879. I ritmálssafni Orðabókar Háskólans* 11 er heimild um nefnifallsmyndina brýr frá síðasta þriðjungi átjándu aldar. Næstu dæmi spanna alla nítjándu öld. Til dæmis er talað um jarðbrýr í heim- ild frá 1825. I skránni eru dæmi um brúar frá 1842 og um þágufalls- myndina flotbrúum frá miðri tuttugustu öld. Frá lokum 19. aldar er heimild um eignarfallsmyndina brúanna en nokkrum línum neðar í sömu heimild stendur brúnnað2 Þetta sýnir að beygingin hefur verið eitthvað á floti þar sem brúanna er eignarfallmynd tvíkvæðrar nefni- 8 í nefnifalli þessara orða er stofnsérhljóðið ó. 9 Noreen (1923:261) nefnir líka fleirtöluna brýr sem hann segir fornnorska. Dæmi eru úr norskum fombréfum, sbr. Ordbog over det norrone prosasprog (2000:834), sbr. líka http://www.onp.hum.ku.dk (værkregister). Enn fremur brár sem Noreen segir líklega fyrst komna úr miðnorsku. 10 Aldur handritsins er að finna á http://www.onp.hum.ku.dk (værkregister). 11 Sjá á vef Stofnunar Arna Magnússonar í íslenskum fræöum, http://www.arnastofnun. is. 12 Dæmið um eignarfallið brúnna fannst þegar heimildin um brúnanna var skoðuð. Greinin sem um ræðir, Þjórsárbrúin og flutningsvegur þangað, merkt Br. J., er í ísafold, 22. tölublaði 1894, bls. 84.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.