Orð og tunga - 01.06.2011, Page 136
126
Orð og tunga
Brúamýri og Brúavíkur í tengslum við Brúar. Þá er fyrri liðurinn í
eignarfalli fleirtölu. Slík bæjanöfn er hvergi að finna í bæjatalinu.
3 Brúar og aðrar fleirtölumyndir orðsins brú
Bæjarnafnið Brúar er í hópi fjölmargra annarra slíkra nafna sem höfð
eru í fleirtölu. En sem orð er það forvitnilegt fyrir þær sakir að það er
forn fleirtölumynd kvenkynsorðsins brú sem er að uppruna ö-stofna
orð. Þar er orðið í hópi með nokkrum einsatkvæðisrótarorðum af
gerðinni (~)V:tt sem skv. Noreen (1923:261) mynda fleirtölu með -ar,
t.d. -stó og kví. Þau orð sem síðar fengu á í stofni mynda fleirtölu með
-r (bls. 262), sbr. t.d. á, brá og gjá.8
Noreen (1923:261) segir að auk brúar séu til aðrar fleirtölumyndir.
Hann nefnir myndina brúr og segir hana mjög sjaldgæfa.9 I Ordbog
over det norrme prosasprog (2000:834) er dæmi um brúr í einu handrita
Hákonar sögu Hákonarsonar sem talið er vera frá 1450-1475; raunar
er fleirtöluna brúar að finna þar rétt hjá.10 Þess má geta að í Cleasby
og Vigfússon (1874:83) segir að nútímamálsmyndin („mod. pl.")
brýr hafi aldrei verið notuð í fornu máli og Jón Þorkelsson (1890-
1894:123) segir brúar vera fornmál. Þeir segja hins vegar ekkert um
það hvenær brýr varð allsráðandi. Jón sér þó ástæðu til að gefa dæmi
um brýr frá 1879. I ritmálssafni Orðabókar Háskólans* 11 er heimild
um nefnifallsmyndina brýr frá síðasta þriðjungi átjándu aldar. Næstu
dæmi spanna alla nítjándu öld. Til dæmis er talað um jarðbrýr í heim-
ild frá 1825. I skránni eru dæmi um brúar frá 1842 og um þágufalls-
myndina flotbrúum frá miðri tuttugustu öld. Frá lokum 19. aldar er
heimild um eignarfallsmyndina brúanna en nokkrum línum neðar í
sömu heimild stendur brúnnað2 Þetta sýnir að beygingin hefur verið
eitthvað á floti þar sem brúanna er eignarfallmynd tvíkvæðrar nefni-
8 í nefnifalli þessara orða er stofnsérhljóðið ó.
9 Noreen (1923:261) nefnir líka fleirtöluna brýr sem hann segir fornnorska. Dæmi
eru úr norskum fombréfum, sbr. Ordbog over det norrone prosasprog (2000:834),
sbr. líka http://www.onp.hum.ku.dk (værkregister). Enn fremur brár sem Noreen
segir líklega fyrst komna úr miðnorsku.
10 Aldur handritsins er að finna á http://www.onp.hum.ku.dk (værkregister).
11 Sjá á vef Stofnunar Arna Magnússonar í íslenskum fræöum, http://www.arnastofnun.
is.
12 Dæmið um eignarfallið brúnna fannst þegar heimildin um brúnanna var skoðuð.
Greinin sem um ræðir, Þjórsárbrúin og flutningsvegur þangað, merkt Br. J., er í
ísafold, 22. tölublaði 1894, bls. 84.