Orð og tunga - 01.06.2011, Side 140

Orð og tunga - 01.06.2011, Side 140
130 Orð og tunga nöfn, og að bæimir því eigi geta haft þau nöfn, er engir hlutir hafa. Seinni staðhæfing Jóns um að bæjanöfnin séu hlutanöfn varðar nöfn eins og t.d. Fljótar, Giljar/Giljir og Nesjar, sbr. nöfn sem nefnd voru í fjórða hluta. Þessi hlutir eru ekki til, segir Jón, og þess vegna er ekki heldur hægt að nota orðin sem nöfn á bæjum. Það sem mestu máli skiptir þó hér og nú, og Jón segir berum orðum, er að nöfn á bæjum séu sjaldnast í nefnifalli. Líklegt má telja að hann sé ekki aðeins að vísa til liðins tíma heldur einnig til samtíma síns. En þetta sama staðfesta raunar rannsóknir á nútímamáli því að algengast er að örnefni séu í þágufalli. Þetta kemur fram hjá Haraldi Bernharðssyni (2004:26) sem byggir á tíðnitölum úr íslenskri orðtíðnibók (1991:1156-1157). A hinn bóginn er almennt litið svo á að nefnifallið sé ómarkað, sbr. t.d. Eirík Rögnvaldsson (1990:63-65), enda algengasta fallið. Hin föllin eru þá mörkuð, mismunandi þó eins og Eiríkur rekur. Niðurstöðurnar úr íslenskri orðtíðnibók sýna hins vegar að miðað við tíðnina hlýtur þágufallið að vera hið ómarkaða fall örnefna.19 Þetta er ekki eingöngu bundið við íslensku. Haspelmath (2002:243) segir t.d. að orð sem tákni stað séu algengari í staðarfalli en nefnifalli. Staðarorðin séu þannig í andstöðu við önnur nafnorð. Jón Þorkelsson sagði að ein afleiðing þess að bæjanöfn væru sjaldn- ast í nefnifalli væri sú að nefnifallsmyndin gleymdist og röng mynd kæmi fram. Um þetta geymir sagan fjölmörg dæmi. Nilsson (1975:92) nefnir t.d. Kirkjubóll sem nefnifallmynd þágufallsins Kirkjubóli. Hann bendir á hliðstæðuna -hóll og -hóli sem áhrifavald. Hér má benda á að kyn samnafnanna ból og hóll skiptir engu máli enda ekkert í beygingu sérnafnanna eða eitthvað sem tengist henni, eins og t.d. greinir sem gefur kynið til kynna. Það er aðeins formið sem skiptir máli. Við þetta má bæta að sumum hefur ekki verið ljóst nefnifall bæjarins sem svo oft er sagt frá í veðurfregnum. Bærinn heitir Hæll, búið er að Hæli. Bærinn á Vindhæli heitir hins vegar Vindhæli.20 Sumir hafa talið að nafn fyrrnefnda bæjarins væri Hæli og hefur því raungerst þannig í hugum þeirra. Á sama hátt er alveg eins við því að búast að nafn síðarnefnda bæjarins yrði *Vmdhæll; merkingin gæti þó staðið þar í veginum. 19 Þess skal getið að í Islenskri orðtíðnibók er í þessu tilviki ekki gerður greinarmunur á eintölu og fleirtölu. 20 Hér er átt við Hæl í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Vmdhæli í Skagabyggð. Báðir bæimir eru í bæjatali.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.