Orð og tunga - 01.06.2011, Page 140
130
Orð og tunga
nöfn, og að bæimir því eigi geta haft þau nöfn, er engir
hlutir hafa.
Seinni staðhæfing Jóns um að bæjanöfnin séu hlutanöfn varðar nöfn
eins og t.d. Fljótar, Giljar/Giljir og Nesjar, sbr. nöfn sem nefnd voru í
fjórða hluta. Þessi hlutir eru ekki til, segir Jón, og þess vegna er ekki
heldur hægt að nota orðin sem nöfn á bæjum. Það sem mestu máli
skiptir þó hér og nú, og Jón segir berum orðum, er að nöfn á bæjum
séu sjaldnast í nefnifalli. Líklegt má telja að hann sé ekki aðeins að vísa
til liðins tíma heldur einnig til samtíma síns. En þetta sama staðfesta
raunar rannsóknir á nútímamáli því að algengast er að örnefni séu í
þágufalli. Þetta kemur fram hjá Haraldi Bernharðssyni (2004:26) sem
byggir á tíðnitölum úr íslenskri orðtíðnibók (1991:1156-1157). A hinn
bóginn er almennt litið svo á að nefnifallið sé ómarkað, sbr. t.d. Eirík
Rögnvaldsson (1990:63-65), enda algengasta fallið. Hin föllin eru
þá mörkuð, mismunandi þó eins og Eiríkur rekur. Niðurstöðurnar
úr íslenskri orðtíðnibók sýna hins vegar að miðað við tíðnina hlýtur
þágufallið að vera hið ómarkaða fall örnefna.19 Þetta er ekki eingöngu
bundið við íslensku. Haspelmath (2002:243) segir t.d. að orð sem tákni
stað séu algengari í staðarfalli en nefnifalli. Staðarorðin séu þannig í
andstöðu við önnur nafnorð.
Jón Þorkelsson sagði að ein afleiðing þess að bæjanöfn væru sjaldn-
ast í nefnifalli væri sú að nefnifallsmyndin gleymdist og röng mynd
kæmi fram. Um þetta geymir sagan fjölmörg dæmi. Nilsson (1975:92)
nefnir t.d. Kirkjubóll sem nefnifallmynd þágufallsins Kirkjubóli. Hann
bendir á hliðstæðuna -hóll og -hóli sem áhrifavald. Hér má benda á að
kyn samnafnanna ból og hóll skiptir engu máli enda ekkert í beygingu
sérnafnanna eða eitthvað sem tengist henni, eins og t.d. greinir sem
gefur kynið til kynna. Það er aðeins formið sem skiptir máli. Við þetta
má bæta að sumum hefur ekki verið ljóst nefnifall bæjarins sem svo
oft er sagt frá í veðurfregnum. Bærinn heitir Hæll, búið er að Hæli.
Bærinn á Vindhæli heitir hins vegar Vindhæli.20 Sumir hafa talið að nafn
fyrrnefnda bæjarins væri Hæli og hefur því raungerst þannig í hugum
þeirra. Á sama hátt er alveg eins við því að búast að nafn síðarnefnda
bæjarins yrði *Vmdhæll; merkingin gæti þó staðið þar í veginum.
19 Þess skal getið að í Islenskri orðtíðnibók er í þessu tilviki ekki gerður greinarmunur
á eintölu og fleirtölu.
20 Hér er átt við Hæl í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Vmdhæli í Skagabyggð. Báðir
bæimir eru í bæjatali.