Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Page 7
Þ ú g a f s t m é r a l l a g l e ð i s e m é g á
TMM 2008 · 4 7
heldur fátt um svör. Davíð vildi ekki bindast föstum böndum heldur hverfa „á vit
þess frjálsræðis sem gerir hetjur og skáld.“
Og hjarta mitt sló hraðar með Þóru. Mamma bætti því þó við að Þóra hefði
geymt vandlega öll bréf Davíðs. Þau ætti að opna þegar liðnir væru næstum ótelj-
andi margir áratugir frá láti hennar. Og ég vonaði að ég yrði þá enn á lífi. Gæti
lesið ástarbréf skáldsins til konu sem ég þekkti og fannst bæði falleg og góð.4
Í dagbók Þóru Vigfúsdóttur, sem ég hef undir höndum, stendur 8. júní
1976 m.a.:
Verið heima í allan dag. Farið yfir gömul bréf frá Davíð Stef. og er í einkennilegri
stemningu. Bréfin eru skrifuð fyrir nær 50 árum. Og nú er ég í vafa hvort eigi að
láta þau á Landsb.safnið. Á öll þjóðin rétt á að heyra hvernig skáld hennar fann
til ástfanginn?
Sú hefur orðið niðurstaða hennar tveimur árum seinna. Bréfin voru
afhent 8. september 1978 eins og fyrr segir, „með þeirri kvöð að bréfin
verði undir innsigli næstu 20 ár“. Þetta eru alls 39 bréf frá miðjum nóv-
ember 1927 til ársloka 1932. Ártal vantar á 10 bréf, en nokkuð auðvelt
hefur reynst að marka þeim stað innan bréfasafnsins.
Hver var Þóra?
Þóra Vigfúsdóttir var fædd 26. nóvember 1894. Hún ólst upp í Reykjavík
og lauk prófi frá Verslunarskólanum 17 ára gömul 1912. Hún bjó síðan
um skeið í Vestmannaeyjum og tvö ár í Kaupmannahöfn og lærði þar
m.a. píanóleik. Hún fluttist síðan til Akureyrar og giftist 1917 Jóhanni
Havsteen kaupmanni og fiskimatsmanni, bróður Júlíusar sýslumanns á
Húsavík. Þau Þóra voru barnlaus en tóku fósturdóttur, Höllu Hallgríms-
dóttur, 1925. Á Akureyrarárunum tók Þóra mikinn þátt í starfi Leik-
félagsins og lék þar m.a. aðalhlutverk á móti Ágústi Kvaran og Haraldi
Björnssyni.5
Jóhann Havsteen var vænn maður en óreglusamur, og svo fór að þau
Þóra slitu samvistum árið 1927. Það haust hélt Þóra til Kaupmannahafn-
ar á ný til að mennta sig og standa á eigin fótum, lærði það sem kallað
var nuddlækningar. Frá þessum vetri eru fyrstu varðveittu bréf Davíðs
til hennar. Þóra hefur komið heim vorið 1929 og ári seinna hefur hún
sett á fót nudd- og gigtlækningastofu á Akureyri í samráði við lækna í
bænum.6 Hún er síðast manntalsskráð á Akureyri 1931 og mun hafa
flust til Reykjavíkur 1932.