Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Side 8
Þ o r l e i f u r H a u k s s o n
8 TMM 2008 · 4
Þóra giftist Kristni E. Andréssyni magister 8. október 1934. Þóra
sagði oft frá því hvernig þau kynntust. Þeim var boðið ásamt fleira fólki
heim til Einars Olgeirssonar og fóru að tala saman og töluðu saman allt
kvöldið og rönkuðu ekki við sér fyrr en þau voru ein eftir, allir hinir
gestirnir farnir. Og síðan voru þau nánast óaðskiljanleg.7 Á Lands-
bókasafni eru varðveitt bréf sem Kristinn skrifaði Þóru, og þau elstu eru
frá því í apríl 1934.
Þóra var einstök manneskja, mjög minnisstæð þeim sem henni
kynntust. Þáttur hennar í starfi og hugðarefnum Kristins hefur engan
veginn verið metinn til fulls, en þess má geta að á Handritadeild Lands-
bókasafns eru varðveittar dagbækur hennar sem ná yfir marga áratugi
og eru enn að mestu ókannaðar. Sjálf ritstýrði hún tímaritinu Melkorku,
sem var framsækið tímarit, helgað kvenfrelsi, þjóðfélagsmálum og bók-
menntum, í 18 ár, 1944–62. Þóra andaðist 28. maí 1980, á 87. aldursári.
Bréfin til Þóru
Bréf Davíðs eru mjög persónuleg og gefa drjúga innsýn í líf hans og líðan
fyrstu ár hans á Akureyri. Af þeim má ráða að kynni hafi tekist með
honum og Þóru fljótlega eftir að hann fluttist þangað norður 1925.
Fyrsta bréfið er dagsett á Akureyri 15. nóvember 1927, skömmu eftir
brottför Þóru til Kaupmannahafnar. Upphaf þess er svohljóðandi:
Eins og þú hefur heyrt mig hvísla nafn þitt innilegast, eins hvísla ég það í kvöld,
elsku, elsku Þóra mín. Þú manst eftir stundum þegar ég gat ekkert sagt nema
nafn þitt eitt. Í því fólst blessun mín og þakklæti, aðdáun mín á þeirri konu sem
elskar eins og þú, gefur eins og þú, er þú og heitir Þóra. […]
Því berðu ekki að dyrum í kvöld? Inni hjá mér er allt eins og áður. Sami stóll-
inn, borðið, skápurinn, ævintýrateppið. Bækurnar liggja eins og hráviði út um
allt. Brennandi hiti. Og svo má opna inn í litla herbergið ef þér finnst of heitt …
og jafnvel þó –
Það kemur enginn í kvöld. Þú ert farin. Enn þá eru sporin þín ósaurguð,
ævintýrateppið minnir á þig eina, og þegar ég opna hurðina saknar allt þín, þín
einnar, Þóra, hjartans þökk.
Þetta bréf er innblásið frá upphafi til enda og væri full ástæða til að birta
það í heild. Minningarnar hrannast upp um samfundi þeirra, sem muni
lýsa honum í lífi sínu og skáldskap. Hann lýsir á ljóslifandi hátt örvilnan
sinni þegar skipið lagði úr höfn og hvernig hann beið eftir bréfi, eftirvænt-
ingarfullur eins og 17 ára unglingur. Og hvílíkur fögnuður það var þegar
það loksins barst. Inn í bréfið fléttast lýsing á daglegri önn og fögrum