Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Page 9
Þ ú g a f s t m é r a l l a g l e ð i s e m é g á
TMM 2008 · 4 9
kvöldum á Akureyri: „Ég hef skilað kveðju þinni til stjörnunnar yfir
Vaðlaheiðinni. Þú átt allar stjörnurnar og allar biðja þær hjartanlega að
heilsa þér.“
Skipin sigla milli Danmerkur og Íslands: Drottningin, Brúarfoss,
Ísland og Goðafoss, og með hverri ferð er von á bréfi, stundum tveimur,
og mikil vonbrigði ef það bregst. Davíð skrifar ekki alveg eins oft, en
varðveitt bréf hans frá miðjum nóvember 1927 fram í marsbyrjun 1928
eru þó 10 talsins. Og það er sami tónn í þeim öllum, einlægni og til-
beiðsla: „Þú hefur eitthvert undraafl, Þóra, sem þú veist ekki af. Þú ert
voldug í blíðu þinni og ástúð.“ Inn í eitt bréfið leggur hann fífu sem
hann hefur kysst; „hún á að hvísla að þér því sem enginn getur sagt“.
Hann lætur í ljós mikla umhyggju fyrir Þóru og kjörum hennar í Kaup-
mannahöfn í ljósi þeirra þjáninga og erfiðleika sem hún eigi að baki,
biður hana að ofreyna sig ekki við námið, spyr hvort það sé ekki „voða-
lega þreytandi að sitja og lesa kemi“.
Þegar hér er komið eru nokkur misseri liðin síðan Davíð fluttist til
Akureyrar og tók við starfi amtsbókavarðar. Bréfin eru allgóð heimild
um þessi fyrstu ár hans þar. Hann er að safna í nýja ljóðabók og er
„fagnandi“ þegar hann getur ort. Hann umgengst heldur fáa en virðist
una sér allvel í bænum. En þegar bæjarslúðrið ber á góma er hann
ómyrkur í máli og neitar að játast undir kröfur almenningsálitsins:
„Almenningur sættir sig við langa, gráa og tilbreytingarlausa daga og
Þeim var ekki skapað nema að skilja. Davíð og Þóra.