Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Page 20
Á s g e i r H . I n g ó l f s s o n
20 TMM 2008 · 4
ískum réttum, rótsterku rakíja, bosnísku kaffi og ávaxtadjús. En ég tek
að mér hlutverk týnda sonarins, Saša nýtur ekki við en ég verð óvænt
tenging hennar við hans heim. Heim skáldskaparins, heim vestursins,
heiminn handan þess heims sem við erum stödd í nú. Bókin er rétt
óútkomin í Bosníu, þau hafa ekki enn lesið hana enda hvorki talandi á
þýsku né íslensku. Seinna hringir pabbi Saša. Þau hjónin búa nú í
Bandaríkjunum, hann hefur áhyggjur af því hvað þjóðernishyggjan er
orðin sterk þar – og hver veit betur hversu hættuleg þjóðernishyggjan
getur orðið en Bosníubúi? Seinna hringir Saša sjálfur, hann spáir rétti-
lega fyrir um nágrannakonurnar sem eru í heimsókn og allan matinn og
biður mig að lokum að skila kveðju. Skila kveðju til Drínu.
Af brúnni
Amman biður mig fyrir bréf til Saša og ég skrifa mitt eigið bréf þar sem
ég sit og horfi á brúna frá kaffihúsinu við árbakkann. Fáeinir heima-
menn standa og dorga og ég segi Saša að ég sé ekki alveg að skilja
Višegrad, spyr hann hvort bærinn hafi breyst svona mikið eða hvort
maður þurfi kannski að vera barn til þess að skilja þennan bæ, hvort
galdrar hans séu faldir fullorðnum, útlendingum. Ég segi honum hvern-
ig bærinn minni mig samt á minn eigin fimmtán þúsund manna
heimabæ í Eyjafirðinum – og ég segi honum hversu dýrmætt það sé að
tala við fólk sem talar ekki sama tungumál, að tala með höndunum,
augunum og fáeinum orðum sem hugsanlega gætu skilist. Ég spyr hann,
kannski ættum við bara að hætta að tala?
En ég færi Drínu kveðju hans. Ég sendi henni flöskuskeyti í tómri
bjórflösku og segi Saša frá grun mínum um að ég ferðist aðallega út af
brúnum. Ég segi honum frá Drekabrúnni í Ljubljana og brúnni í Mostar,
Karlsbrúnni sem sendi mér eldingu þegar ég steig undir brúargöngin og
kenndi mér að gráta í bíó. Brúin sem ég stend á er aðalpersóna mestu
bókmennta þessarar þjóðar, önnur brú er hennar helsta friðartákn. Svo
má alltaf kíkja til Mitrovica í Kosovo þar sem brúin er ekki plástur á
sárið heldur ókleifur múr milli tveggja menningarheima sem seint
munu fyrirgefa. Samt labbaði ég yfir án þess að nokkur varðmanna
Sameinuðu þjóðanna stoppaði mig, múrarnir eru nefnilega flestir í
hausnum á okkur. Yfir þá múra þurfum við að byggja brýr ekki síður en
fljótin. Með skáldskap og ljóðlist jafnt og steinum og steypu. Eða svo ég
gefi Alihodzja gamla lokaorðin (sem finna má í íslenskri þýðingu Sveins
Víkings á Brúnni á Drínu sem er nánast ófáanleg á Íslandi en er á sínum
stað í Ivo Andrić-safninu í Belgrad):