Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Síða 21
A m m a h ö f u n d a r i n s
TMM 2008 · 4 21
Faðir minn sálugi sagði mér, þegar ég var drengur, og hafði það eftir
Sjeh Dedija, hvernig brýrnar hefðu orðið til í veröldinni. Þegar hinn
voldugi Allah skapaði heiminn, var jörðin rennislétt og flöt eins og hefl-
uð fjöl. Þetta gramdist fjandanum og vildi ekki unna mönnunum þess
að njóta þessarar gjafar drottins. Og þegar jörðin var þarna, rök og mjúk
eins og óbrenndur leir, eins og Allah hafði skilið við hana, laumaðist
hann að því að klóra með nöglunum í ásjónu jarðarinnar. Og þannig er
sagt að árnar og gljúfrin hafi orðið til, sem skilja að bæði lönd og þjóðir
og gjöra alla umferð örðuga um þá jörð, sem Allah gaf mönnunum til
dvalar og mataröflunar. Þegar Allah kom auga á, hvað paurinn hafði
gjört, en sá engin ráð til að laga þetta, þar sem hann vildi ekki snerta á
því, sem fjandinn hafði saurgað, sendi hann engla sína til þess að létta
mönnum umferðina. Þegar englarnir sáu, að aumingja mennirnir kom-
ust ekki yfir gljúfrin og stórfljótin, gátu ekki stundað sín störf, heldur
stóðu eins og þvörur og reyndu árangurslaust að kallast á yfir torfær-
urnar, þá tóku þeir það ráð að breiða út vængina og á þeim gengu menn
yfir fljótin. Með þessum hætti kenndu englarnir mönnunum að brúa
árnar. Og þess vegna er það mesta góðverkið – næst því að grafa brunna
– að brúa á, og stærsta syndin að eyðileggja brú eða skemma hana, því
sérhver brú, hvort heldur er yfir lítinn fjallalæk eða þrekvirkið hans
Mehmed Pasha, á sér sinn verndarengil svo lengi sem henni er ætlað að
standa.