Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Qupperneq 24
L e n a B e r g m a n n
24 TMM 2008 · 4
gyðingalukka sem Sholem-Aleikhem lýsir svo ágætlega í sögum sínum.
Svo er heldur ekki hægt að halda því fram að maðurinn minn hafi reynt að
blekkja mig, hann var einu sinni búinn að koma með mig í heimsókn til
foreldra sinna, það var um hásumar og allt eins og í ævintýri.
Í fyrsta lagi: ég settist, þá 24 ára gömul, í fyrsta sinn upp í flugvél. Ég
held það hafi verið fátítt þá að fólk flygi innan Evrópuhluta Sovétríkj-
anna, menn sátu sallarólegir í járnbrautarlestum, átu lygilega mikið af
kjötbollum og drukku marga lítra af dísætu te, horfðu út um gluggana,
spiluðu á spil, kynntust þeim sem samferða voru …
Semsagt: ég var loks komin á flug og meira að segja til Evrópu, til út-
land-a! Við vorum nokkra daga í Kaupmannahöfn. Það fyrsta sem ég
tók eftir var þetta: útlönd lykta öðruvísi. Var það sígarettureykurinn?
Kaffi? Ilmvötn? Rakspíri? Þetta voru framandi lyktir en viðkunnanlegar
… Örvandi einhvern veginn.
Svo lentum við í Reykjavík og foreldrar Árna komu frá Keflavík að taka
á móti okkur (mikið voru þau ung!) og óku okkur suður. Þetta var á grárri
og rakri júnínótt, uppi í Öskjuhlíð sátu þrír ungir garpar og létu ganga á
milli sín flösku sem þeir veifuðu til okkar. Við steinsofnuðum og um
morguninn var hann kominn á norðan með glaðasólskini og nú byrjaði
hátíð sem stóð í tvo mánuði: Gullfoss, Borgarfjörður, útilega, Leikhús-
kjallarinn. Þrír pottar af kaffi á dag, undurfagrar tertur og mín fyrsta ást
á Íslandi: pönnukökur. Við vorum meira að segja boðin upp í Gljúfrastein,
rútan kom þangað alltof snemma, við földum okkur í tvo tíma í heiðinni
handan við hús Auðar og Halldórs og tíndum krækiber, yfirfull af áhyggj-
um af því hvernig við mundum koma fyrir. Sumarið var hlýtt og sólríkt
og því fékk ég áreiðanlega ranghugmyndir um þetta norðlæga eyland. Allt
var eins og best mátti verða, einkum vegna þess að ég vissi að við mund-
um fljúga heim aftur þann 28. ágúst. Vinir okkar mundu taka á móti
okkur, ég fer með gjafir til þeirra allra, svo verður slegið upp veislu og allir
munu skilja hver annan og ekki má ég gleyma að kaupa áskriftarkort í sal
Tónlistarháskólans og svo er bráðum komið haust, eftirlætisárstíð mín og
við Júra bróðir förum klukkan sex með fyrstu lest í sveppaleit og ráfum
allan daginn í skógi sem er að fella lauf og með guðs hjálp fyllum við körf-
urnar af rauðhettum og þá verður mikil hátíð! Þess vegna fannst mér það
kæmi mér ekki við þótt stundum væri hvínandi rok úti fyrir. Verið þið
sæl, þökk fyrir, komið og heimsækið okkur!
Og nú, þremur árum síðar, lendi ég ofan í þessa nótt sem virðist eilíf
með tveggja ára gamalt barn, sem gubbaði alla leiðina og þá einu hugg-
un að ég var með farmiða til baka í vasanum.
Við settumst að í lítilli risíbúð í Hlíðunum. Litlir kringlóttir kvistir og