Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Page 25
Þ e g a r é g va r ð Í s l e n d i n g u r
TMM 2008 · 4 25
sér varla út um glugga, auðn og tóm eins og hinn fyrsta dag: eldhúsborð,
þrír kollar, tveir dívanar og barnarúm. Að vísu er farangur okkar á leið-
inni, en hvað er í honum? Ekki einn einasti pottur! Ég segi það satt, ég
ætlaði að pakka þeim niður en Árna fannst lítið til um þann auvirðilega
smáborgaraskap í mér:
Ætlarðu að drattast með potta yfir Atlanshafið?
Og ég var nógu vitlaus til að skammast mín og hlýða honum! Hvernig
átti ég að vita að pottur í hinu frjálsa vestri var jafndýr og stígvél (sem ég
átti ekki heldur) og að nú þyrfti ég í fyrsta skipti að hafa áhyggjur af pen-
ingum. Ég skildi að í Moskvu höfðum við búið eins og miljónamæringar
eða kannski betur, því miljónamæringar þurfa víst að hugsa um peninga
og bókhald. En við höfðum þann sið að geyma okkar hógværu tekjur á
bak við ritsafn Tsjekhovs í bókaskápnum og sóttum þangað seðil og seðil
eftir þörfum án þess að skoða hve mikið var eftir. Svo kom að því einn
góðan veðurdag að auðn og tóm var á bak við Tsjekhov. Þá voru gerðir
nauðsynlegustu útreikningar og mamma eða frændi minn lánuðu það
sem á vantaði þar til næst var borgað út. Þvílíkt áhyggjuleysi!
Meðan Árni flæktist um Reykjavík og gekk frá risinu til búsetu vorum
við Snorri nokkra daga í Keflavík. Í húsinu litla við Suðurgötuna var
okkur tekið afar hlýlega, í bland við ákveðið ráðleysi þó. Við sátum í
eldhúsinu, gleyptum miljón kaffitár, frænkurnar litu við, ég þjáðist
mikið af málleysi. Asni gat ég verið, fábjáni og letibikkja, ég komst aldrei
lengra en í fimmtu lexíu í kennslubók Stefáns Einarssonar í íslensku.
Eins og ég vissi ekki að ég mundi komast í hann krappan. Eða hvað?
Kannski trúði ég því ekki fyrr en í síðustu lög að ég yrði að fara til
Íslands, kannski vonaði ég að eitthvað yrði til að koma í veg fyrir það.
Amma sýnir mér mikla þolinmæði, talar við mig eins og manneskju,
spyr einhverra spurninga um foreldra mína, um fóstru mína og Snorra
litla, um fólk sem hún hitti þegar þau afi drengsins komu í heimsókn til
Moskvu. Ég kreisti upp úr mér með súrum svita þessi fáu íslensku orð
sem ég kann. Stundum eru þau ensk ef mér finnst að þau hljóti að
hljóma eitthvað svipað og íslensk.
– Hvernig líður gamla konan, læknir?
Tengdamóðir mín er að spyrja um Rósalíu, nefstóra áttræða kerlingu
sem annaðist Snorra þegar hann var nýfæddur.
– Hún … hún … vinna, já gera gymmnastiks, já … hún kúka self …
alltaf … .
Mér fannst ég vera að hrósa gömlu konunni fyrir að hún „cooks her-
self“.