Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Side 29
Þ e g a r é g va r ð Í s l e n d i n g u r
TMM 2008 · 4 29
síðar. Á Landspítalanum lá gömul kona og þegar dagblöðum var útbýtt
til sjúklinga einn morguninn fékk hún Þjóðviljann í sinn hlut. Hún
sagði hressri hjúkku sem blöðum dreifði að fara burt með þetta.
Hvað er þetta, sagði hún, lestu ekki Þjóðviljann?
Æ nei, elskan, sagði gamla konan. Ég er ekkert fyrir pólitík. Ég les
bara Morgunblaðið.
Hvað um það: á þeim árum var ekki borgað út kaup á „málgagninu“,
það er að segja, borgað var því aðeins að viðkomandi bæri fram skýra
kröfu um það. Árna tókst sjaldan að ná verulegum árangri í einvíginu
við Eið Bergmann gjaldkera Þjóðviljans. Kannski fékk hann tvö hundr-
uð kall og hefði hann fengið þúsund kom hann heim með sigurbros á
vör eins og hann hefði unnið í happdrætti.
Því var það svo, að ef nauðsyn bar til að fjárfesta til dæmis í skóm eða
kápu meira að segja, hverju guð forði, tók ég drenginn mér við hönd og
fór til Eiðs. Og aldrei, ég staðfesti það enn og aftur: aldrei lét hann mig
tómhenta frá sér fara, jafnvel þótt Árni hefði kannski fengið eitthvað hjá
honum sömu vikuna!
Magnús Jónsson kom til Moskvu árið 1959, langur og mjór eins og Óli
prik, með svartan makka og alls ekki líkur þeim Íslendingum sem ég
hafði þá kynnst. Hann geislaði allur af hugmyndum, ásthrifni, gæsku og
undrun. Hann gekk með svo margar hugmyndir og áform að þær tróðu
hver aðra niður þegar þær ruddust margar í einu að útgöngudyrum til
framkvæmda. Hann hafði þá gáfu sem sjaldgæf er, einkum meðal karl-
manna, að hafa einlægan áhuga á fólki, bæði vinum og þeim sem hann
þekkti ekki mikið, á gömlu fólki og börnum. Hann var stöðugt ástfang-
inn af einhverri og sú hrifning gat vakið upp furðulegustu tengingar.
– Hugsaðu þér bara, hrópaði hann fullur aðdáunar þegar hann var að
eigin sögn að farast úr ást til Doddíar kornungrar (Þórunnar Ashkenazi).
– Hún hefur aldrei heyrt Marx nefndan á nafn!
Hann hafði merkilega fjölbreyttar gáfur, enginn vafi á því, En ímynd-
unaraflið bar hann einatt langt út fyrir veruleikann og einhvernveginn
gleymdi hann því í fullri einlægni að til að koma áformum í fram-
kvæmd þurfti ótal margt: peninga, tíma, samvinnu við aðra.
Hann hafði til dæmis skrifað handrit að lokaverkefni sínu í kvik-
myndaskólanum um Tímann. Hvorki meira né minna. Ef haft er í huga
að stúdentar fengu takmarkaðan skammt af filmu og öðru sem til þurfti
er ekki að undra þótt í ljós kæmi að „Tíminn“ hans kæmist ekki fyrir í
því Prókrústesarrúmi sem honum var ætlað. Þá tók Maggi á fáeinum
dögum ágæta stuttmynd um æfingu í balletskóla.