Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Side 30
L e n a B e r g m a n n
30 TMM 2008 · 4
Á Íslandi skrifaði hann leikrit, gaf út skopblað, leikstýrði og gerði
kvikmyndir fyrir sjónvarp.
En nú skal það rifjað upp að Magnús bjó hjá okkur í risinu fyrsta vet-
urinn okkar á Íslandi og enginn vafi á því að hann bjargaði mér frá
taugaáfalli. Hann passaði strákinn litla þá sjaldan að við fórum út að
skemmta okkur og tók að sér að fræða barnið um ýmislegt sem við
höfðum vanrækt.
Einu sinni þegar við sátum við eldhúsborðið bauð hann okkur að
kynnast þeim árangri sem hann hafði náð í að kenna drengnum á heim-
inn.
– Snorri, sagði Maggi og lyfti fingri hátíðlega upp í loft. – Hver er
þarna?
– Guð, svaraði drengurinn.
– Fínt. En hver er svo þarna? – og benti þá fingurinn beint niður.
Snorri hikaði við … þessu var hann víst búinn að gleyma. Maggi beið
ásakandi á svip.
– Nágrannarnir! gall þá stráksi við.
Magnús dó ungur, fertugur að aldri, hjartað sem hann hafði knúið
áfram á mesta hraða, það gaf sig. Mikið sakna ég hans! Og mörg voru
þau ágætu plön sem fóru í gröfina með honum sem hafði loks fundið sér
leið og fundið þá rósemd og sannfæringarkraft sem þroskinn gefur.
Skrýtið hvað það tekur stuttan tíma að manneskjan gerist íhaldssöm. Ég
var aðeins 28 ára þegar við fluttum til Íslands, en ég gekk með ýmsar
fastmótaða siði og venjur, og eitur „stórveldisþjóðrembu“ og megalo-
maníu hafði sest að í sálinni.
Mér, sem hafði alist upp við háhýsin sem kallaðar voru „tertur Stal-
íns“ fannst í fáfræði minni að Reykjavík væri eins og brúðuhúsabær eða
sveitaþorp, sem var enn verra, og eina byggingin sem vert væri að taka
eftir væri Morgunblaðshöllin – þetta viðurkenni ég með sárri iðran! Og
sá mikli eldspýtnastokkur mun hafa verið á flestum ljósmyndum sem ég
fyrst sendi til Sovétríkjanna.
Soðin ýsa fannst mér hrein villimennska en pakkasúpur frábær sið-
menningarafurð.
Það vakti undrun mína hve glæsileg íslensk heimili voru, allir voru
með eitthvað hangandi á veggjum og standandi á hillum og litlum borð-
um, utan um hvern kaffisopa risu skrautlegir bollar, gafflar og servíett-
ur, mjólkurkönnur og sykurkör. Í Sovétríkjunum var einskonar mein-
lætalifnaður með miklum þrengslum enn ríkjandi, fæstir áttu neitt
annað en það allra nauðsynlegasta og ef þeir sem eldri voru áttu eitthvað