Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Page 34
L e n a B e r g m a n n
34 TMM 2008 · 4
gluggann sem hann var búinn að gleyma. Vinkonur mínar voru dálítið
vonsviknar yfir því hvernig ég var til höfð.
– Hvað er að sjá, þú kemur í sömu flíkum og þú fórst. Og við sem
hlökkuðum til að sjá útlenska dömu. Hvar eru fínu fötin?
– Hvaða föt svosem! Spyrjið mig heldur hvar peningarnir séu! Þessi
andskotans kapítalismi; það þarf að borga fyrir allt. Vitið þið hvað íbúð
kostar? Eða pottar? Eða skór á drenginn – þeir kosta eins og skór á mig.
Þetta er alveg skelfilegt. Ég verð að finna mér vinnu. En þar vinna svo
fáaar konur sem eru með börn, eða þá barasta hálfan daginn.
– Mikið himnaríki hlýtur það að vera, sögðu vinkonurnar andvarp-
andi.
Við vorum næstum því þrjá mánuði í Smolensk. Mamma og pabbi, og
þó einkum fóstra mín, snerust kringum drenginn, gáfu honum að
borða, létu vel að honum, lásu fyrir hann, fóru með hann að spássera til
skiptis eða öll saman. Aumingja strákurinn, ég er hissa á því að honum
skyldi takast að rísa undir byrði svo takmarkalausrar ástar og vera
áfram meira eða minna eðlilegt barn.
Ég gat gert hvað sem mér sýndist og lifði eins og prinsessa. Því furð-
aði ég mig mjög á því að einn góðan veðurdag langaði mig allt í einu til
Íslands. Ekki bara heim til mannsins míns, heldur einmitt til Íslands. Ég
var allt í einu farin að sakna loftsins gráa og salta, himinsins mikla, ilms
af lyngi, tíu dropa og meira að segja nokkurra manneskja sem ég reynd-
ist vera búin að venjast og mér var kannski farið að þykja vænt um.
Það var því ljóst að einhvernveginn varð ég að skjóta rótum í nýju
landi. En hvernig færi ég að því?
– Vinna! Við ætlum að vinna! – það var þetta sem systurnar þrjár í
leikriti Tsjekhovs létu sig dreyma um.
Og var það ekki eitt af vígorðum byltingarinnar að sá sem ekki vinn-
ur á ekki mat að fá?
Vinna sem sagt. En hvaða vinna og hvar? Hvað kann ég? Ekkert sem
gagnlegt mátti telja. Auðvitað hafði ég gengið í almennan skóla, lokið
fimm ára háskólanámi, ég get lesið mikið og lengi á rússnesku, ég er vel
að mér í sögulegri málfræði – en hver hefur áhuga á öðru eins á þessari
ágætu eyju? Ég kann ekki að sauma, lítið í matreiðslu, ég fór ekki einu
sinni í búðarleik þegar ég var barn. Allt sem að verslun sneri var óvin-
sælt í Sovétríkjunum og vinir mínir litu svo á að það væri ekki fyrir
heiðarlegt fólk að vinna slík störf.
Dóttir grannkonunnar kom við og fékk sér kaffi. Síðustu fréttir: hún
er ólétt og verður að hætta að vinna, hún getur ekki vakað lengur. Hún