Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Page 39
Þ e g a r é g va r ð Í s l e n d i n g u r
TMM 2008 · 4 39
hverjum laugardegi og skötu á Þorláksmessu. Frammi fyrir þeim hneigi
ég höfuð mitt og játa með auðmýkt ófullkomleika minn.
Ekki er vafi á því að það er áhætta að koma hingað með útlenda eigin-
konu – ekki veit ég hvað segja skal um eiginmann – og að auki fylgir því
mikið aukaálag. Hún mun nauðug viljug lifa sníkjulífi á maka sínum, að
minnsta kosti í einhvern tíma.
Hvað var verið að segja um Moskvu í útvarpsfréttunum?
Hringdu þangað … hringdu hingað …
Þarftu aftur að fara á fund?
Verður þú að skreppa til Akureyrar?!
Þegar menn eru settir í skrúfstykki af þessu tagi flikkar það varla upp
á fjölskyldulífið og það verður erfitt að smeygja sér milli skers og báru,
milli vinnunnar, gamalla kunningja og eiginkonunnar elskulegrar og
gera það með sóma, smekkvísi og árangri. Besta lausnin fyrir innflutta
eiginkonu er að skapa sér eigið tilverusvið sem er sem mest óháð eigin-
manninum og eignast á þeim vettvangi bæði eigin kunningja og bæta
líka peningastöðuna ef hægt er.
Ég hitti í miðbænum stúlku sem ég kannaðist við og hafði nýlokið
stúdentsprófi.
– Hvað ætlar þú að gera? spurði ég.
Hún ætlaði að læra að verða meinatæknir. Það tekur aðeins tvö ár og
seinna árið er maður farinn að fá kaup.
Þetta var eitthvað fyrir mig.
– Iss, sagði samlanda mín sem ég sagði frá þessari snjöllu hugmynd.
Heldurðu það sé spennandi að vasast í annarra manna hlandi?
Þá rifjaðist það upp fyrir mér hvernig móðir mín, sem var tannlækn-
ir, svaraði spurningunni: Verður þú ekki leið á því að rýna í skemmdar
tennur alla æfi?
– Það verður hundleiðinlegt, svaraði mamma, ef þú sérð ekki mann-
eskjuna á bak við tennurnar.
Og ég sagði með stolti í sama dúr:
– Ef maður sér manneskjuna á bak við pissið og jafnvel saurinn, þá
verður þessi vinna skemmtileg.
Svo sit ég aftur á skólabekk, ég er 33 ára og mér finnst ég vera roskin
kona og rík að lífsreynslu. Næstum því allar hinar fimmtán koma beint
úr menntaskóla og mæta hvern morgun kortér yfir átta vel snyrtar og
greiddar, að ég ekki tali um fötin þeirra.
Mér urðu æ ljósari gallar þess uppeldis sem ég hafði fengið.
Allt á að vera eðlilegt, ekki má villa um fyrir fólki. Þetta skyldi vera mitt
kjörorð og leiðarstjarna. Ég hætti að mála á mér varirnar, sagði mamma,