Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Page 42
42 TMM 2008 · 4
Ágúst Borgþór Sverrisson
Stolnar stundir
Um leið og Þórir gekk inn um dyrnar greip hann sú tilfinning að
ekki væri allt með felldu. Hann hafði oft fengið þetta hugboð áður
en hingað til hafði það alltaf reynst rangt. Vanalega byrjaði heim-
komubeygurinn að krauma í honum á heimleiðinni, magnaðist
eftir því sem nær dró og náði hámarki í útidyrunum; en þegar inn
kom gagntók léttirinn hann: ekkert hafði breyst, þetta var bara
ímyndun. Krakkarnir héngu kannski of mikið í tölvunum eða hún
minnti hann á foreldrafundinn annað kvöld, eða rennslið úr eld-
húsvaskinum var of hægt og hann varð að gera eitthvað í því. Eða
það þurfti að kaupa nýja skó á strákinn því hann var að vaxa upp
úr öllu og það var orðrómur um að vinkona stelpunnar væri byrj-
uð að fikta við að reykja. Áttu þau að tala við foreldrana? Áttu þau
að banna stelpunni að vera með henni? Ætlaði hann að ræða við
hana um reykingar?
En að þessu sinni sótti beygurinn ekki að honum fyrr en í
anddyrinu, skyndilega og óvænt, núna var eins og spennan ætti sér
ekki upptök í honum sjálfum eins og vanalega heldur lægi í loft-
inu, þykk og næstum áþreifanleg; hún smaug inn í hann.
Ása sat inni í stofu og veifaði gemsanum hans. Hann hafði
gleymt honum heima í morgun. Kannski viljandi í og með; hann
vildi síður láta ná í sig.
„Hæ, elskan.“ Hún brosti til hans taugaóstyrk en það skein ásök-
un úr augunum. Alltaf þegar hún var í uppnámi, sem var nokkuð
oft í seinni tíð, dökknuðu augun í henni, þessi skærgrænu og fal-
legu augu urðu næstum því svört. Brosið sem átti að breiða yfir
uppnámið núna var aumkunarvert, það leyndi engan veginn því
hvernig henni var innanbrjósts og átti kannski ekki að gera það.