Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Page 51
L j ó ð s e m n e y s l u va r a
TMM 2008 · 4 51
SÉÐ OG HEYRT
Forsíðan sannar hið fornkveðna
í falli sérhvers manns
er draumur okkar falinn
Annar hluti Bónusljóða heitir „Niflheimur niður“. Þar er gengið í gegn-
um kjötdeildina og framhjá frystikistunum: „[…] bak við plastsins tjald
/ við blóð og bein / í kuldageimi / þar krókna ég / og gnísti tönnum“ (27).
Ljóðmælandanum hefur verið fleygt úr Paradís líkt og Adam og Evu
eftir að hafa óhlýðnast skapara sínum. Ljóðið „Paradísarmissir“ lýsir því
hvernig við erum stödd inni í kæligeymslu verslunarinnar ,,bak við
plastsins tjald“ og fjallar – í háðstóni – um ömurleikann sem fylgir
útskúfuninni úr Paradís.
Þriðji hluti heitir „Hreinsunareldurinn“. Þar er gengið meðfram hill-
um sem hafa að geyma hreinsiefni, þvottaefni og sápur: „Ísland er hrein-
asta / landið með tærasta vatnið / og ferskasta / loftið / / þökk sé öllum
/ hreinlætisvörunum“ (45). Í ljóðinu „Hreint land“, upphafsljóði seinasta
hlutans, er komið inn á dýrkun Íslendinga á landinu sínu. Sú hugmynd
að hreinlætisvörurnar tákni hreinsunareldinn fellur vel að heildar-
konsepti ljóðabókarinnar og í lokin er gengið út um „Gula hliðið“ (sem
vísar auðvitað til gullna hliðsins) með bros á vör:
Og sjá! Þegar Pétur eða engillinn hún
Guðrún hefur rennt öllum freistingunum
gegnum geislann og skráð þær á hið gullna
kort opnast gula hliðið og maður labbar
með fulla pokana út í óvissuna og lítur um
öxl til þess að sjá helgisvipinn og fjarrænt
brosið sem segir: Eigðu góðan dag.
Í fyrri útgáfu Bónusljóða var hvergi vísað beint til Hins guðdómlega
gleðileiks en í síðari útgáfunni bætti höfundur við kaflaheitin orðum
innan sviga sem vísa beint í ljóðaflokk Dantes: Aldingarðurinn (Para-
diso), Hreinsunareldurinn (Purgatorio) og Niflheimar niður (Inferno),
og gerir þar með tengslin við Hinn guðdómlega gleðileik sýnileg.
Vísanir
Auk þess að vísa til Dantes og í Biblíuna í Bónusljóðum er stöðugt vísað
til annarra þekktra texta, svo sem ævintýra, ljóða o.s.frv. Mörg ljóðanna