Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Page 53
L j ó ð s e m n e y s l u va r a
TMM 2008 · 4 53
týrapersónurnar enda öll á frekar drungalegan hátt. Ólíkt er þó ljóðið
„All Off“ (48) þar sem fjallað er um ofnhreinsi sem virkar ,,ævintýralega
vel“, en ekki er vitað hvers kyns hreinsiefni Hans og Gréta notuðu við
hreinsun sína á ofni nornarinnar.
Jesús bregður sér einnig í gervi kynningarsölumanns sem ,,framreið-
ir / 1000 skammta úr aðeins / 5 fiskum“ (31). Einnig er vísað í 40 daga
föstu Jesú þar sem: ,,Hann var búinn / að raða súrmjólk / í helgrindurn-
ar / í fjörtíu daga / í hrollkuldanum / þegar hann fékk köllun að ofan“
(37). Þar eftir tekur hann ,,glaður við nýju brauði“. Hér hefur Jesús
brugðið sér í gervi starfsmanns sem kemur vörum fyrir í hillum versl-
unarinnar og eftir 40 daga af súrmjólkuráfyllingu bíða hans ný verkefni
í brauðdeildinni. Annarri þekktri persónu úr biblíusögunum bregður
fyrir í bókinni, „Dýrinu“ (41).
Dýrið
var eflaust illvígt
á meðan það hafði
horn hala og klaufir
og það væri helvíti fínt
að setja það blóðrautt
á steikingareldinn
enda er verðið aðeins 666 kr/kg.
Satan sjálfur er mættur, kannski ekki jafn illvígur lengur enda tilbúinn
á grillið, laus við horn, hala og klaufir í kælinum á líkútsöluverði: 666
kr/kg.
Húmor og háð
Eins og þegar er komið fram notar Andri Snær húmor og háð óspart til
að koma fram ádeilu á neyslusamfélagið. Hann gefur tóninn strax í byrj-
un með ljóðinu „Homo Consumus“ (7).
Frumeðli mannsins
var ekki veiðieðlið
í öndverðu
fyrir daga oddsins
og vopnsins