Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Síða 54
K o l b e i n n S o f f í u s o n
54 TMM 2008 · 4
reikuðu menn um slétturnar
og söfnuðu!
Þeir söfnuðu rótum
og þeir söfnuðu ávöxtum
og eggjum og nýdauðum dýrum
ég nútímamaðurinn
sjónvarpssjúklingurinn
finn hvernig frummaðurinn brýst fram
þegar ég bruna með kerruna
og safna og safna og safna … (7)
Á þessu ljóði hefst fyrsti hluti Bónusljóða, „Aldingarðurinn“. Hér er
neyslusýki okkar í dag borin saman við frumeðli mannsins, því nútíma-
útfærsla á söfnunareðlinu er neysluhyggjan.
„Þú ert það sem þú étur“ fjallar einnig um neyslu mannsins þar sem
ljóðmælandi ,,er ekki 70% vatn / í mesta lagi 17% sódavatn / hitt er
blanda af diet kók og kaffi“ (9). Áköf neysla hefur orðið til þess að líkami
ljóðmælanda hefur breyst í einskonar aðþjóðlega neysluvél þar sem
amerísk tómatsósa rennur um æðarnar og líkaminn samanstendur af
matvælum frá Kína, Ítalíu, Danmörku og Afríku. Ljóðið endar á orð-
unum ,,ég er smækkuð mynd af heiminum // ég er smækkuð mynd af
Bónus“ (9).
Í hverjum kafla bókarinnar kemur fyrir ljóð sem ber titilinn ,,Par“ I,
II og III. Í Pari I (13), sem að mínu mati er með betri ljóðum bókarinnar,
er parið statt í ávaxtadeildinni eða Paradís (13).
Banana, við þurfum banana, harða og stífa
banana, hvíslaði hún og þuklaði klasann
en hann stundi; melónur líka, við þurfum
melónur og jarðarber, og loðið kiwi, sagði
hún og strauk loðnar kúlurnar; við getum
opnað jarðarber og sleikt safann, sagði
hann; mig langar í hvíta jógúrt til að hella
yfir jarðarberin, sagði hún titrandi rómi, eða
rjóma, þykkan rjóma til að sprauta yfir
melónur og banana og jarðarber.
Greinilega er parið hér mjög ástríðufullt og hamingjusamt eins og vera
ber í þeirri paradís sem þau eru stödd í. Myndlíkingarnar eru viðeigandi
við þessar aðstæður. Þótt ljóðið sé kannski fyrst og fremst erótískt þá er
þetta einnig með fyndnari ljóðum bókarinnar.